Innlent

Ríkið greiddi út bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í september 2018.
Frá dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í september 2018. vísir/daníel þór

Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru.

Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í umfjöllun Fréttablaðsins um málið í dag.

Það var niðurstaða skoðunar forsætisráðuneytisins að gera ekki breytingar á bótafjárhæðum sem sáttanefndin í málinu hafði lagt til, nema í tilviki bóta til afkomenda Sævars Marinós Ciesielski og voru þær hækkaðar um alls 15 milljónir.

Þá var greiddur lögmannskostnaður sem nemur fimm prósentum af bótafjárhæðum. Alls nema greiðslur á grundvelli laganna því 815 milljónum.

Albert Klahn Skaftason fékk 15 milljónir, Guðjón Skarphéðinsson 145 milljónir, Kristján Viðar Júlíusson 204 milljónir, aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar alls 171 milljón og aðstandendur Sævars Marinós Ciesielski fengu alls 239 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×