Innlent

Maðurinn kominn til Eskifjarðar heill á húfi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Maðurinn lenti í sjálfheldu á Hólmatindi.
Maðurinn lenti í sjálfheldu á Hólmatindi. Mynd/Daníel Cekic

Manninum sem lenti í sjálfheldu á Hólmatindi við Eskifjörð var bjargað um borð í TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, um klukkan átta í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Björgunarsveitir á vegum Landsbjargar og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út til bjargar manninum. Þyrlan var komin í loftið á sjöunda tímanum og komin á vettvang rétt fyrir klukkan átta.

Sex mínútum síðar var maðurinn kominn um borð í þyrluna og var við góða heilsu. Manninum var flogið til Eskifjarðar og þyrlunni flogið aftur að Hólmatindi þar sem björgunarsveitarmenn voru sóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×