Gæti orðið erfitt fyrir heilsugæsluna á landsbyggðinni Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 16. ágúst 2020 15:18 Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Reynst gæti orðið erfitt fyrir heilsugæsluna á landsbyggðinni að sinna skimunareftirliti með breyttum reglum, fari svo að margir ferðamenn viðhafi sóttkví þar. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu býr sig undir að ráða tugi skimunarmanna á næstu dögum. Með breyttu fyrirkomulagi á landamærunum sem tekur gildi á miðvikudag munu öll þau sem koma til landsins þurfa að fara í tvær kórónuveiruskimanir; aðra á landamærunum og svo að nokkrum dögum liðnum meðan beðið er í sóttkví. Seinni skimunin fer fram á átta stöðum á landinu að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem sýni séu tekin alls staðar þar sem veikindi koma upp. „Það er þannig að þegar við erum að tala um seinni skimunina, ef það safnast fyrir óvenju margir ferðamenn á einn stað á landinu í seinni skimun, hlutfallslega miðað við þá íbúa sem þar búa, þar verður auðvitað erfiðara að manna sýnatökurnar," segir Óskar. „Við viljum ekki leggja allt heilbrigðiskerfið undir. Það er auðveldara á höfuðborgarsvæðinu þar sem margir búa og auðveldara að skaffa sér vinnuafl til þess að sinna sýnatökunni.“ Búast við því að ráða inn fleiri Óskar segist eiga von á því að það þurfi að ráða starfsfólk til þess að geta sinnt sýnatökunni. Þó sé ekki vitað hversu marga þurfi til viðbótar enda óvissu háð hversu margir koma hingað. „Óvissan er töluverð, við vitum aldrei hversu margir ferðamenn verða en ef þetta er eins og núna – jafnmargir ferðamenn, þá þurfum við að bæta töluvert mikið af starfsfólki við. Einhverja tugi kannski,“ segir Óskar. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að það muni reynast erfitt að finna starfsfólk. „Það er ótrúlegt hvernig það hefur gengið, en auðvitað getur það svo sem reynst erfitt þegar kemur að skóla og vetri. Ég veit það ekki en við förum í það. Við höfum góða samstarfsaðila sem við gerum samninga við og þjálfar upp fólk fyrir okkur og með okkur. Það hefur gengið hingað til en það getur hvenær sem er orðið erfitt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann áhrifaríkasta. 14. ágúst 2020 15:27 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Reynst gæti orðið erfitt fyrir heilsugæsluna á landsbyggðinni að sinna skimunareftirliti með breyttum reglum, fari svo að margir ferðamenn viðhafi sóttkví þar. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu býr sig undir að ráða tugi skimunarmanna á næstu dögum. Með breyttu fyrirkomulagi á landamærunum sem tekur gildi á miðvikudag munu öll þau sem koma til landsins þurfa að fara í tvær kórónuveiruskimanir; aðra á landamærunum og svo að nokkrum dögum liðnum meðan beðið er í sóttkví. Seinni skimunin fer fram á átta stöðum á landinu að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem sýni séu tekin alls staðar þar sem veikindi koma upp. „Það er þannig að þegar við erum að tala um seinni skimunina, ef það safnast fyrir óvenju margir ferðamenn á einn stað á landinu í seinni skimun, hlutfallslega miðað við þá íbúa sem þar búa, þar verður auðvitað erfiðara að manna sýnatökurnar," segir Óskar. „Við viljum ekki leggja allt heilbrigðiskerfið undir. Það er auðveldara á höfuðborgarsvæðinu þar sem margir búa og auðveldara að skaffa sér vinnuafl til þess að sinna sýnatökunni.“ Búast við því að ráða inn fleiri Óskar segist eiga von á því að það þurfi að ráða starfsfólk til þess að geta sinnt sýnatökunni. Þó sé ekki vitað hversu marga þurfi til viðbótar enda óvissu háð hversu margir koma hingað. „Óvissan er töluverð, við vitum aldrei hversu margir ferðamenn verða en ef þetta er eins og núna – jafnmargir ferðamenn, þá þurfum við að bæta töluvert mikið af starfsfólki við. Einhverja tugi kannski,“ segir Óskar. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að það muni reynast erfitt að finna starfsfólk. „Það er ótrúlegt hvernig það hefur gengið, en auðvitað getur það svo sem reynst erfitt þegar kemur að skóla og vetri. Ég veit það ekki en við förum í það. Við höfum góða samstarfsaðila sem við gerum samninga við og þjálfar upp fólk fyrir okkur og með okkur. Það hefur gengið hingað til en það getur hvenær sem er orðið erfitt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann áhrifaríkasta. 14. ágúst 2020 15:27 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann áhrifaríkasta. 14. ágúst 2020 15:27