Seldi efni í átta þúsund fjölnota grímur í forsölu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2020 21:00 Sprenging er í heimatilbúnum grímum að sögn eiganda saumaverkstæðis sem hefur selt efni í átta þúsund grímur. Hann segir algengt að í kreppu taki fólk fram saumavélina og reyni að græða á handavinnu. Heildsölufyrirtækið Sauma á von á nýju efni til landsins, en úr því er hægt að búa til heimatilbúnar fjölnota grímur. „Eins og er þá erum við búin að selja 400 metra af þessu efni. Úr hverjum metra fást 20 grímur svo þetta eru í kringum átta þúsund grímur í forsölu,“ sagði Sveinn Dal Sigmarsson, stofnandi Saumu. Hann býst við að í næstu viku selji hann efni í fimmtán til sextán þúsund grímur. Efnið er ekki skilgreint sem læknitæki en það hefur verið prófað og eru upplýsingar um það á vef Saumu. „Þetta efni hefur verið prófað af franska hernum og þetta efni er örugglega fínt efni,“ sagði Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis. Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis.EGILL AÐALSTEINSSON Í ljósi þess að efnið eru ekki læknitæki henti það aðeins heilbrigðu fólki við ákveðnar aðstæður. Ása bendir á að þegar grímur er búnar til heima við þurfi að passa að hafa þær þriggja laga svo þær veiti nægilega vörn. Á vef embætti landlæknis er að finna leiðbeiningar um notkun á grímum. Þar stendur að æskilegast sé að nota einnota hlífðargrímur en einnig megi nota margnota grímur úr taui en þá sé nauðsynlegt að þvo þær að lágmarki daglega. Þá skal áréttað að ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri. Sveinn segir að sprenging sé í heimatilbúnum grímum. „Eftir verslunarmannahelgi þá varð sprenging í þessu. Við fórum að selja teygjur í þúsunda tali á dag og öll efni kláruðust,“ sagði Sveinn. Eftirspurnin var svo mikil að hann þurfi að bæta við sig mannskap - og kom þá móðir Sveins til bjargar. „Í kreppu gerist það að þegar fólk missir vinnuna og annað, þá reynir það að bjarga sér til að fá einhverja innkomu, það tekur fram saumavélina. Býr til hluti og selur á facebook,“ sagði Sveinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Sprenging er í heimatilbúnum grímum að sögn eiganda saumaverkstæðis sem hefur selt efni í átta þúsund grímur. Hann segir algengt að í kreppu taki fólk fram saumavélina og reyni að græða á handavinnu. Heildsölufyrirtækið Sauma á von á nýju efni til landsins, en úr því er hægt að búa til heimatilbúnar fjölnota grímur. „Eins og er þá erum við búin að selja 400 metra af þessu efni. Úr hverjum metra fást 20 grímur svo þetta eru í kringum átta þúsund grímur í forsölu,“ sagði Sveinn Dal Sigmarsson, stofnandi Saumu. Hann býst við að í næstu viku selji hann efni í fimmtán til sextán þúsund grímur. Efnið er ekki skilgreint sem læknitæki en það hefur verið prófað og eru upplýsingar um það á vef Saumu. „Þetta efni hefur verið prófað af franska hernum og þetta efni er örugglega fínt efni,“ sagði Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis. Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá embætti landlæknis.EGILL AÐALSTEINSSON Í ljósi þess að efnið eru ekki læknitæki henti það aðeins heilbrigðu fólki við ákveðnar aðstæður. Ása bendir á að þegar grímur er búnar til heima við þurfi að passa að hafa þær þriggja laga svo þær veiti nægilega vörn. Á vef embætti landlæknis er að finna leiðbeiningar um notkun á grímum. Þar stendur að æskilegast sé að nota einnota hlífðargrímur en einnig megi nota margnota grímur úr taui en þá sé nauðsynlegt að þvo þær að lágmarki daglega. Þá skal áréttað að ekki er mælt með almennri grímunotkun á almannafæri. Sveinn segir að sprenging sé í heimatilbúnum grímum. „Eftir verslunarmannahelgi þá varð sprenging í þessu. Við fórum að selja teygjur í þúsunda tali á dag og öll efni kláruðust,“ sagði Sveinn. Eftirspurnin var svo mikil að hann þurfi að bæta við sig mannskap - og kom þá móðir Sveins til bjargar. „Í kreppu gerist það að þegar fólk missir vinnuna og annað, þá reynir það að bjarga sér til að fá einhverja innkomu, það tekur fram saumavélina. Býr til hluti og selur á facebook,“ sagði Sveinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira