Ekki vera í mannfjölda, ekki gista í tjaldi og helst ekki stíga út úr bílnum Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 16. ágúst 2020 19:34 Það verður að ýmsu að huga fyrir ferðamenn sem koma hingað til lands eftir að nýju reglurnar taka gildi. Vísir/Vilhelm Ferðamenn sem koma hingað til lands þurfa að undirgangast margvíslegar kvaðir þá fimm daga sem þeir verða í sóttkví. Gististaðir sem hýsa þá þurfa jafnframt að uppfylla ýmsar strangar kröfur. Sóttvarnalæknir birti í nótt uppfærðar reglur um sóttkví í aðdraganda breytinganna á miðvikudag. Þá þurfa allir ferðamenn sem hingað koma að fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Ferðamálastofa kom að gerð reglnanna og segir forstöðumaður þar að þær feli í sér töluverðar breytingar frá því sem áður var. „Hérna áður var þetta svokölluð heimkomusóttkví sem ferðamenn urðu að taka þátt í en núna er þetta bara sóttkví, alger, sem ferðamaðurinn þarf að hlíta,“ segir Elías Gíslason, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu. Ferðamenn í sóttkví mega fara í göngutúra, en ekki á mannmörgum stöðum eða annars staðar þar sem þeir geta átt von á því að vera innan um annað fólk. Ef ferðamenn leigja sér bíl mega þeir helst ekki stíga úr honum, þannig mega þeir alls ekki stoppa á vinsælum ferðamannastöðum eða borða í vegasjoppum. Þá geti jafnframt orðið vandasamt að taka bensín. Elías segir að mögulega gætu ferðamenn hringt á undan sér í bensínstöðvarnar, fengið fulla þjónustu og greitt í gegn um síma, allt án þess að fara út úr bílnum. Tryggja þarf birgðir inni á herbergjum Ferðamálastofa mun senda út ákall til gististaða sem telja sig tilbúna að þjónusta ferðamenn sem fara í sóttkví. Það er ekki sama hvernig það er gert. „Þetta þarf að vera í sér álmu á sér hæð, eða stakstæð lítil gistihús. Hvert og eitt herbergi þarf að hafa sitt eigið baðherbergi og salerni. Það þarf að vera búið að tryggja það að inni á herbergjunum séu nægar birgðir til næstu fimm daga,“ segir Elías, þar sem ekki megi fara inn á herbergin og þjónusta þau meðan á sóttkví stendur. Þá verða ferðamenn að panta allan mat og aðrar vistir upp á herbergin. Sérstaklega er varað við því að heimsending á landsbyggðinni geti verið af skornum skammti. Ferðamenn mega þannig ekki gista í tjaldi eða breyttum sendiferðabílum, eins og hefur verið vinsælt undanfarin ár. Þeir mega hins vegar hafast við í sumarbústöðum, að því gefnu að þeir geti fengið alla þjónustu upp að dyrum. Reglurnar taka gildi á miðvikudag en óvíst er hversu mikið mun á þær reyna. „Við eigum von á því að þetta verði svolítið kraðak fyrstu dagana en síðan held ég að slökkni nú bara almennt á ferðaþjónustunni, það er að segja gestum erlendis frá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Ferðamenn sem koma hingað til lands þurfa að undirgangast margvíslegar kvaðir þá fimm daga sem þeir verða í sóttkví. Gististaðir sem hýsa þá þurfa jafnframt að uppfylla ýmsar strangar kröfur. Sóttvarnalæknir birti í nótt uppfærðar reglur um sóttkví í aðdraganda breytinganna á miðvikudag. Þá þurfa allir ferðamenn sem hingað koma að fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Ferðamálastofa kom að gerð reglnanna og segir forstöðumaður þar að þær feli í sér töluverðar breytingar frá því sem áður var. „Hérna áður var þetta svokölluð heimkomusóttkví sem ferðamenn urðu að taka þátt í en núna er þetta bara sóttkví, alger, sem ferðamaðurinn þarf að hlíta,“ segir Elías Gíslason, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu. Ferðamenn í sóttkví mega fara í göngutúra, en ekki á mannmörgum stöðum eða annars staðar þar sem þeir geta átt von á því að vera innan um annað fólk. Ef ferðamenn leigja sér bíl mega þeir helst ekki stíga úr honum, þannig mega þeir alls ekki stoppa á vinsælum ferðamannastöðum eða borða í vegasjoppum. Þá geti jafnframt orðið vandasamt að taka bensín. Elías segir að mögulega gætu ferðamenn hringt á undan sér í bensínstöðvarnar, fengið fulla þjónustu og greitt í gegn um síma, allt án þess að fara út úr bílnum. Tryggja þarf birgðir inni á herbergjum Ferðamálastofa mun senda út ákall til gististaða sem telja sig tilbúna að þjónusta ferðamenn sem fara í sóttkví. Það er ekki sama hvernig það er gert. „Þetta þarf að vera í sér álmu á sér hæð, eða stakstæð lítil gistihús. Hvert og eitt herbergi þarf að hafa sitt eigið baðherbergi og salerni. Það þarf að vera búið að tryggja það að inni á herbergjunum séu nægar birgðir til næstu fimm daga,“ segir Elías, þar sem ekki megi fara inn á herbergin og þjónusta þau meðan á sóttkví stendur. Þá verða ferðamenn að panta allan mat og aðrar vistir upp á herbergin. Sérstaklega er varað við því að heimsending á landsbyggðinni geti verið af skornum skammti. Ferðamenn mega þannig ekki gista í tjaldi eða breyttum sendiferðabílum, eins og hefur verið vinsælt undanfarin ár. Þeir mega hins vegar hafast við í sumarbústöðum, að því gefnu að þeir geti fengið alla þjónustu upp að dyrum. Reglurnar taka gildi á miðvikudag en óvíst er hversu mikið mun á þær reyna. „Við eigum von á því að þetta verði svolítið kraðak fyrstu dagana en síðan held ég að slökkni nú bara almennt á ferðaþjónustunni, það er að segja gestum erlendis frá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira