Staðan í Hvíta-Rússlandi geti varpað neikvæðu ljósi á Pútín Vésteinn Örn Pétursson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 16. ágúst 2020 21:31 Eiríkur segir að Rússar geti ekki látið sig engu varða hvað á sér stað í Hvíta-Rússlandi. Getty/Stöð2/Samsett Forseti Hvíta Rússlands hefur veitt Rússum heimild til að kveða niður ólguna sem þar hefur geisað frá forsetakosningunum um síðustu helgi. Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. Mótmælin í Minsk í dag eru talin þau fjölmennustu í sögu Hvíta-Rússlands. Þar er þess krafist að Alexander Lúkasjenkó forseti taki staf sinn og hatt en það hyggst hann ekki gera. Heldur nýtir hann stafinn til að berja niður mótmæli af hörku. Mótmælendur segja að brögð hafi verið í tafli í forsetakosningum um liðna helgi. Útgönguspár sem stuðningsmenn mótframbjóðandans, Svetlönu Tíkanovskaju, stóðu fyrir á kjördag sýndu fram á stórsigur hennar. Tölurnar úr kjörkössunum voru hins vegar ekki í samræmi við þær niðurstöður. Lúkasjenkó forseti hafði hlotið 80 prósent atkvæða, sem Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur telur eðlilegt að efast um. „Kosningar í Hvíta-Rússlandi hafa ekki verið frjálsar á undanförnum árum, svo því sé alveg til haga haldið, og þessar kosningar voru heldur ekki frjálsar,“ segir Eiríkur. Þó yfirstandandi mótmæli gegn forsetanum séu viðamikil segir Eiríkur að andófið sé ekki nýtilkomið í 26 ára valdatíð Lúkasjenkó. „Það hafa verið andófsmenn í Hvíta-Rússlandi í gegn um alla þess tíð. Margir þeirra hafa þurft að flýja land.“ Í þeirra hópi er frambjóðandinn Tíkanovskaja sem flúði til Litháens. Þaðan hefur hún sent stuðningsmönnum sínum myndbandsyfirlýsingar og biðlað til stjórnvalda að stöðva ofbeldi gegn mótmælendum. Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu hefur lýst stuðningi við mótmælendur og segir að forsetinn þurfi að víkja. Lúkasjenkó greindi hins vegar frá því í gær að hann hefði boðið rússneskum stjórnvöldum að skerast í leikinn til að tryggja stöðugleika í Hvíta-Rússlandi. Það kæmi Eiríki ekki á óvart ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti þiggur boðið. Þessi mynd af Pútín og Lúkasjenkó var tekin í heimsókn þess síðarnefnda til Rússlands í sumar.Alexei Nikolsky/Getty „Hvíta-Rússland er að einhverju leyti litli bróðir Rússlands en það er engin leið fyrir Rússland að líta fram hjá þeim atburðum sem gerast í Hvíta-Rússlandi. Þeir geta ekki látið landið bara fljóta inn í einhverja upplausn án þess að stíga þar inn í með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur. Hann segir að margt við stöðuna sem uppi er í Minsk megi færa yfir á Moskvu. Því geti atburðir sem eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi lýst Pútín upp í röngu ljósi. „Ef við sjáum fram á einhvers konar fall Lúkasjenkó, þá geta sjónir næst beinst að Pútín.“ Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Lukasjenko, þurfa að víkja úr embætti. 16. ágúst 2020 09:53 Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Forseti Hvíta Rússlands hefur veitt Rússum heimild til að kveða niður ólguna sem þar hefur geisað frá forsetakosningunum um síðustu helgi. Prófessor í stjórnmálafræði segir að íhlutun Rússa yrði ekki síst þess til að vernda stöðu Rússlandsforseta heima fyrir. Mótmælin í Minsk í dag eru talin þau fjölmennustu í sögu Hvíta-Rússlands. Þar er þess krafist að Alexander Lúkasjenkó forseti taki staf sinn og hatt en það hyggst hann ekki gera. Heldur nýtir hann stafinn til að berja niður mótmæli af hörku. Mótmælendur segja að brögð hafi verið í tafli í forsetakosningum um liðna helgi. Útgönguspár sem stuðningsmenn mótframbjóðandans, Svetlönu Tíkanovskaju, stóðu fyrir á kjördag sýndu fram á stórsigur hennar. Tölurnar úr kjörkössunum voru hins vegar ekki í samræmi við þær niðurstöður. Lúkasjenkó forseti hafði hlotið 80 prósent atkvæða, sem Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur telur eðlilegt að efast um. „Kosningar í Hvíta-Rússlandi hafa ekki verið frjálsar á undanförnum árum, svo því sé alveg til haga haldið, og þessar kosningar voru heldur ekki frjálsar,“ segir Eiríkur. Þó yfirstandandi mótmæli gegn forsetanum séu viðamikil segir Eiríkur að andófið sé ekki nýtilkomið í 26 ára valdatíð Lúkasjenkó. „Það hafa verið andófsmenn í Hvíta-Rússlandi í gegn um alla þess tíð. Margir þeirra hafa þurft að flýja land.“ Í þeirra hópi er frambjóðandinn Tíkanovskaja sem flúði til Litháens. Þaðan hefur hún sent stuðningsmönnum sínum myndbandsyfirlýsingar og biðlað til stjórnvalda að stöðva ofbeldi gegn mótmælendum. Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu hefur lýst stuðningi við mótmælendur og segir að forsetinn þurfi að víkja. Lúkasjenkó greindi hins vegar frá því í gær að hann hefði boðið rússneskum stjórnvöldum að skerast í leikinn til að tryggja stöðugleika í Hvíta-Rússlandi. Það kæmi Eiríki ekki á óvart ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti þiggur boðið. Þessi mynd af Pútín og Lúkasjenkó var tekin í heimsókn þess síðarnefnda til Rússlands í sumar.Alexei Nikolsky/Getty „Hvíta-Rússland er að einhverju leyti litli bróðir Rússlands en það er engin leið fyrir Rússland að líta fram hjá þeim atburðum sem gerast í Hvíta-Rússlandi. Þeir geta ekki látið landið bara fljóta inn í einhverja upplausn án þess að stíga þar inn í með einhverjum hætti,“ segir Eiríkur. Hann segir að margt við stöðuna sem uppi er í Minsk megi færa yfir á Moskvu. Því geti atburðir sem eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi lýst Pútín upp í röngu ljósi. „Ef við sjáum fram á einhvers konar fall Lúkasjenkó, þá geta sjónir næst beinst að Pútín.“
Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Lukasjenko, þurfa að víkja úr embætti. 16. ágúst 2020 09:53 Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10 Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu lýsir yfir stuðningi við mótmælendur Fyrir rétt rúmum klukkutíma setti Ihor Leshenya, sendiherra Hvíta-Rússlands í Slóvakíu, ávarp inn á Youtube. Í ávarpinu, sem er tekið upp í sendiherrabústaðnum, lýsir sendiherrann yfir stuðningi við mótmælendur og segir sitjandi forseta, Lukasjenko, þurfa að víkja úr embætti. 16. ágúst 2020 09:53
Mótmæla umfjöllun hvítrússneska ríkissjónvarpsins Þúsundir mótmælenda hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hvítrússneska ríkissjónvarpsins í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. 15. ágúst 2020 23:10
Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. 15. ágúst 2020 08:20