Nauðsynlegt að horft sé til grunnréttinda borgaranna og fleira Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2020 10:09 Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar, segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Meðal annars sé mikilvægt að horfa til þess tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Sigríður var gestur Bítismanna á Bylgjunni í morgun. Varðandi landamærin segist hún hafa bent á það síðustu mánuði að horfa þurfi á málið í miklu stærra samhangi. „Þá þurfum við að horfa til alls konar þátta, meðal annars grunnréttinda borgaranna og þá er ég ekkert bara að horfa á ferðafrelsi – heldur friðhelgi einkalífsins, fundafrelsi og atvinnufrelsi og fleiri þátta.“ Þingmaðurinn kveðst hafa efasemdir um það lagaumhverfi sem ríki þegar kemur að ákvörðunum stjórnvalda. „Ég hef svolítið verið að furða mig á því að menn telja að það sé ennþá – sex mánuðum eftir að við fórum fyrst að hafa afskipti af þessum veirufaraldri – að menn telji sig ennþá hafa nógu góðan lagagrunn undir það að taka ákvarðanir með reglugerðum eða tilmælum eða einhverju slíku af hálfu sóttvarnayfirvalda og ráðherra í kjölfarið – þegar svona langt er liðið á veiruna, án þess að löggjafinn komi þarna og ræði í rauninni hvort að þurfi mögulega að breyta lögum. Ef vilji löggjafans myndi standa til þess að loka landinu, þá held ég að þurfi að koma aðeins sterkari lagagrunnur undir slíkar ákvarðanir.“ Skilgreini ekki endilega heilu löndin sem áhættusvæði Sigríður ræddi ennfremur þá ákvörðun að skilgreina lönd í heild sinni sem áhættusvæði. „Maður hlýtur að kalla eftir því – og það kemur mögulega svar við því í dag, ég held að það hljóti að þurfa að koma – hvað liggur að baki þeirri skilgreiningu. Það er auðvitað ekki hægt að segja að nú höfum við skilgreint eitthvað land sem áhættusvæði – það þarf að vera einhver raunveruleg skilgreining þar á bakvið.“ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi gefið út tilmæli til ríkja um hvernig menn skuli nálgast þetta viðfangsefni sérstaklega, það er að segja för manna milli landamæra. „Þar hafa menn bent á að það geti verið málefnalegt að skilgreina hluta af svæðum sem áhættusvæði. Það hafa lönd í Evrópu verið að gera. Danmörk og Noregur hafa til dæmis tekið hluta af Svíþjóð og skilgreint sem áhættusvæði en ekki allt landið,“ segir Sigríður sem vill að íslensk stjórnvöld líti frekar til slíkrar nálgunar. Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Bítið Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar, segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Meðal annars sé mikilvægt að horfa til þess tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Sigríður var gestur Bítismanna á Bylgjunni í morgun. Varðandi landamærin segist hún hafa bent á það síðustu mánuði að horfa þurfi á málið í miklu stærra samhangi. „Þá þurfum við að horfa til alls konar þátta, meðal annars grunnréttinda borgaranna og þá er ég ekkert bara að horfa á ferðafrelsi – heldur friðhelgi einkalífsins, fundafrelsi og atvinnufrelsi og fleiri þátta.“ Þingmaðurinn kveðst hafa efasemdir um það lagaumhverfi sem ríki þegar kemur að ákvörðunum stjórnvalda. „Ég hef svolítið verið að furða mig á því að menn telja að það sé ennþá – sex mánuðum eftir að við fórum fyrst að hafa afskipti af þessum veirufaraldri – að menn telji sig ennþá hafa nógu góðan lagagrunn undir það að taka ákvarðanir með reglugerðum eða tilmælum eða einhverju slíku af hálfu sóttvarnayfirvalda og ráðherra í kjölfarið – þegar svona langt er liðið á veiruna, án þess að löggjafinn komi þarna og ræði í rauninni hvort að þurfi mögulega að breyta lögum. Ef vilji löggjafans myndi standa til þess að loka landinu, þá held ég að þurfi að koma aðeins sterkari lagagrunnur undir slíkar ákvarðanir.“ Skilgreini ekki endilega heilu löndin sem áhættusvæði Sigríður ræddi ennfremur þá ákvörðun að skilgreina lönd í heild sinni sem áhættusvæði. „Maður hlýtur að kalla eftir því – og það kemur mögulega svar við því í dag, ég held að það hljóti að þurfa að koma – hvað liggur að baki þeirri skilgreiningu. Það er auðvitað ekki hægt að segja að nú höfum við skilgreint eitthvað land sem áhættusvæði – það þarf að vera einhver raunveruleg skilgreining þar á bakvið.“ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi gefið út tilmæli til ríkja um hvernig menn skuli nálgast þetta viðfangsefni sérstaklega, það er að segja för manna milli landamæra. „Þar hafa menn bent á að það geti verið málefnalegt að skilgreina hluta af svæðum sem áhættusvæði. Það hafa lönd í Evrópu verið að gera. Danmörk og Noregur hafa til dæmis tekið hluta af Svíþjóð og skilgreint sem áhættusvæði en ekki allt landið,“ segir Sigríður sem vill að íslensk stjórnvöld líti frekar til slíkrar nálgunar. Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Bítið Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira