Mun leggja til skýrari útfærslu á nálægðartakmörkunum Birgir Olgeirsson skrifar 17. ágúst 2020 18:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir mun á næstu dögum leggja til skýrari útfærslu á tveggja metra reglunni. Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. Myndir af Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra birtust á samfélagsmiðlum þar sem hún sást í hópi vinkvenna sinna. Varði hún laugardeginum með þeim og fór út að borða um kvöldið. Á myndunum voru ekki tveir metrar á milli vinkvennanna. Töldu margir ráðherra hafa þar með brotið reglur um tveggja metra fjarlægð því þar segi að reglan eigi við þá sem ekki deila heimili. Ráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagðist ætla að tjá sig að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sóttvarnalæknir segir ráðherra ekki hafa brotið reglur um nálægðartakmörk þó heppilegra hefði verið að halda tveggja metra fjarlægð. „Ef við förum bara beint í reglugerðina þar segir að rekstraraðilar skuli tryggja fólki aðstæður til að halda tveggja metra fjarlægð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir. Auglýsingin leggi skyldur á rekstraraðila en ekki fólk Í auglýsingu heilbrigðisráðherra er lögð skylda á rekstraraðila að tryggja að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Engin skylda er þar lögð á almenning. Í auglýsingu um takmarkanir á samkomum segir m.a. í 4. gr.: „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, m.a. þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.“ Tveggja metra reglan þó hluti af mikilvægum sóttvörnum Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að þetta ákvæði leggi skyldur á rekstraraðila. Hún leggur hins vegar ekki ótvíræða skyldu á einstaklinga að halda tveggja metra fjarlægð við aðra en þá sem það deilir heimili með. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm „Aftur á móti á öllum að vera ljóst að tveggja metra reglan er sett fram sem hluti af mikilvægum sóttvarnaráðstöfunum sem snúa beint að ábyrgð einstaklinga, rétt eins og að gæta að reglubundnum handþvotti, spritta hendur og/eða að fara ekki til vinnu eða á mannamót finni fólk fyrir einkennum sem gætu tengst Covid-19,“ segir í svari ráðuneytisins. Sóttvarnalæknir segir sóttvarnayfirvöld hafa hvatt almenning til að halda tveggja metra fjarlægð í baráttunni við kórónuveiruna. „En við vitum að fólk gerir það ekki innan fjölskyldna og kannski í nánum fjölskylduhópi. Það er kannski fyrst og fremst í hópum þar sem fólk þekkir ekki hvort annað þar sem þarf að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En auðvitað þarf fólk að reyna að viðhafa þessa tveggja metra reglu eins og það getur,“ segir Þórólfur. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.Vísir/Vilhelm Ætla að skýra orðalag auglýsingarinnar betur Lögreglan hefur undanfarnar vikur staðið í eftirlit með skemmtistöðum og veitingastöðum til að ganga úr skugga um að staðirnir tryggi aðstæður þannig að þeir sem koma saman þangað inn geti haldið tveggja metra fjarlægð við aðra. Í auglýsingu ráðherra segir hins vegar að staðir skuli tryggja að fólk sem deili ekki heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir þetta orðalag, að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð, sé nánast illframkvæmanlegt fyrir lögreglu að framfylgja. Því standi til að breyta orðalaginu. „Og þá orða þessa reglu með þeim hætti sem sóttvarnalæknir hefur gert þar sem hann talar um að gæta tveggja metra reglu á milli ótengdra aðila. Það er skarpara en það sem við erum með varðandi það að vera með sama heimilisfang, það er að segja að þeir einstaklingar sem deila ekki sama heimilisfangi geti hist,“ segir Víðir Reynisson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46 Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Sóttvarnalæknir mun á næstu dögum leggja til skýrari útfærslu á tveggja metra reglunni. Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi. Myndir af Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra birtust á samfélagsmiðlum þar sem hún sást í hópi vinkvenna sinna. Varði hún laugardeginum með þeim og fór út að borða um kvöldið. Á myndunum voru ekki tveir metrar á milli vinkvennanna. Töldu margir ráðherra hafa þar með brotið reglur um tveggja metra fjarlægð því þar segi að reglan eigi við þá sem ekki deila heimili. Ráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagðist ætla að tjá sig að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Sóttvarnalæknir segir ráðherra ekki hafa brotið reglur um nálægðartakmörk þó heppilegra hefði verið að halda tveggja metra fjarlægð. „Ef við förum bara beint í reglugerðina þar segir að rekstraraðilar skuli tryggja fólki aðstæður til að halda tveggja metra fjarlægð,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnlæknir. Auglýsingin leggi skyldur á rekstraraðila en ekki fólk Í auglýsingu heilbrigðisráðherra er lögð skylda á rekstraraðila að tryggja að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Engin skylda er þar lögð á almenning. Í auglýsingu um takmarkanir á samkomum segir m.a. í 4. gr.: „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, m.a. þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.“ Tveggja metra reglan þó hluti af mikilvægum sóttvörnum Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að þetta ákvæði leggi skyldur á rekstraraðila. Hún leggur hins vegar ekki ótvíræða skyldu á einstaklinga að halda tveggja metra fjarlægð við aðra en þá sem það deilir heimili með. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. Vísir/Vilhelm „Aftur á móti á öllum að vera ljóst að tveggja metra reglan er sett fram sem hluti af mikilvægum sóttvarnaráðstöfunum sem snúa beint að ábyrgð einstaklinga, rétt eins og að gæta að reglubundnum handþvotti, spritta hendur og/eða að fara ekki til vinnu eða á mannamót finni fólk fyrir einkennum sem gætu tengst Covid-19,“ segir í svari ráðuneytisins. Sóttvarnalæknir segir sóttvarnayfirvöld hafa hvatt almenning til að halda tveggja metra fjarlægð í baráttunni við kórónuveiruna. „En við vitum að fólk gerir það ekki innan fjölskyldna og kannski í nánum fjölskylduhópi. Það er kannski fyrst og fremst í hópum þar sem fólk þekkir ekki hvort annað þar sem þarf að viðhafa tveggja metra fjarlægð. En auðvitað þarf fólk að reyna að viðhafa þessa tveggja metra reglu eins og það getur,“ segir Þórólfur. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna.Vísir/Vilhelm Ætla að skýra orðalag auglýsingarinnar betur Lögreglan hefur undanfarnar vikur staðið í eftirlit með skemmtistöðum og veitingastöðum til að ganga úr skugga um að staðirnir tryggi aðstæður þannig að þeir sem koma saman þangað inn geti haldið tveggja metra fjarlægð við aðra. Í auglýsingu ráðherra segir hins vegar að staðir skuli tryggja að fólk sem deili ekki heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir þetta orðalag, að fólk sem ekki deilir heimili geti haldið tveggja metra fjarlægð, sé nánast illframkvæmanlegt fyrir lögreglu að framfylgja. Því standi til að breyta orðalaginu. „Og þá orða þessa reglu með þeim hætti sem sóttvarnalæknir hefur gert þar sem hann talar um að gæta tveggja metra reglu á milli ótengdra aðila. Það er skarpara en það sem við erum með varðandi það að vera með sama heimilisfang, það er að segja að þeir einstaklingar sem deila ekki sama heimilisfangi geti hist,“ segir Víðir Reynisson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46 Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Þórólfur telur Þórdísi ekki hafa brotið sóttvarnalög Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ekki hafa brotið lög þegar hún gerði sér glaðan dag með vinkonum sínum um helgina. 17. ágúst 2020 14:46
Hefði verið einfaldara að hitta ekki vinkonurnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir hafa nýtt langþráðan frídag í að hitta æskuvinkonur sínar í gær. 16. ágúst 2020 12:28