Segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk komi fram við hinsegin fólk af virðingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 17:54 Landlæknir gaf í dag út tilkynningu þar sem hamrað var á því að heilbrigðisstarfsfólk kæmi fram við hinsegin fólk af virðingu. Vísir/Jóhann/Vilhelm Aðstoðamaður Landlæknis segir grein Arnars Sverrissonar, sem ber titilinn „Kynröskun stúlkna. Hin nýja móðursýki,“ vera ástæðu tilkynningar sem gefin var út af Landlæknisembættinu í dag, þar sem fjallað er um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn beri virðingu fyrir hinsegin fólki. „Krafa hinsegin fólks um að standa jafnfætis öðrum er og verður réttmæt. Heilbrigðisstarfsfólki er bent á að það getur fengið hinsegin fræðslu hjá Samtökunum 78,“ segir í tilkynningunni. „Hinsegin fólk, líkt og allir aðrir, á rétt á heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu einstaklings sem sýnir virðingu, sinnir störfum sínum af árvekni og trúmennsku.“ Grein Arnars vakti mikla athygli og var harðlega gagnrýnd víða, meðal annars af Samtökunum ´78 og Trans Ísland. Í yfirlýsingu Trans Íslands sagði meðal annars að í greininni vísaði höfundur til „úreltra kenninga um kynvitund trans fólks, en í grein hans er trans fólk ranglega sagt vera með raskanir og brenglanir.“ Höfundur greinarinnar blandi jafnframt saman trans fólki við aðra hópa innan hinsegin samfélagsins og ljóst sé að höfundar hafi ekki kynnt sér hugtökin til hlítar. „Landlæknir fagnar fjölbreytileikanum“ „Tilefnið er það, og í raun og veru út af þeirri umræðu sem fór af stað í kommentakerfum og víðar. Við vildum bara setja eitthvað út vegna þess að þarna er hópur sem er í mjög viðkvæmri stöðu og það þarf lítið til til að gera þá stöðu enn verri,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Í tilkynningunni frá Landlækni kemur fram að mikilvægt sé að heilbrigðisstarfsmenn komi fram af fagmennsku, virðingu og á grundvelli bestu þekkingar hverju sinni og „forðist það að valda eða gera lítið úr angist, þjáningu og stöðu þeirra sem sárlega þurfa viðurkenningu og á stuðningi að halda.“ „Þó svo að vafalaust megi enn gera betur í heilbrigðisþjónustu fyrir hinsegin og kynsegin fólk þá ber að fagna þeim miklu framförum sem orðið hafa í aðgengi þessa hóps að slíkri þjónustu. Landlæknir fagnar fjölbreytileikanum og sendir kveðju sína til hinsegin fólks.“ Það hlýtur þá að vera mikilvægt að hinsegin fræðsla verði hluti af námi heilbrigðisstarfsfólks? „Jú, að sjálfsögðu, og mikið af þessu eru sjálfsagðar staðreyndir um hvernig við nálgumst fólk og hvernig við umgöngumst nágranna okkar í þessu samfélagi. Hins vegar eru sumir heilbrigðisstarfsmenn sem eru líklegri en aðrir til að aðstoða þennan hóp og því mun mikilvægara er að það fólk sæki sér þá þekkingu og sé upplýst um nýjustu þekkingu á þeirra sérsviði,“ segir Kjartan. „Heilbrigðisstarfsmenn eiga að geta nálgast fólk á jafningjagrundvelli. Þannig á það að vera, þannig viljum við hafa það og þannig er það teljum við.“ Hinsegin Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2020 20:29 Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum orðið fyrir líkamsárás í skóla Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum hefur orðið fyrir líkamsárás í skólum vegna persónueinkenna. Þetta kemur fram í könnun sem Samtökin 78 framkvæmdu á líðan hinsegin ungmenna í skólum. 15. ágúst 2020 12:31 Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Aðstoðamaður Landlæknis segir grein Arnars Sverrissonar, sem ber titilinn „Kynröskun stúlkna. Hin nýja móðursýki,“ vera ástæðu tilkynningar sem gefin var út af Landlæknisembættinu í dag, þar sem fjallað er um mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsmenn beri virðingu fyrir hinsegin fólki. „Krafa hinsegin fólks um að standa jafnfætis öðrum er og verður réttmæt. Heilbrigðisstarfsfólki er bent á að það getur fengið hinsegin fræðslu hjá Samtökunum 78,“ segir í tilkynningunni. „Hinsegin fólk, líkt og allir aðrir, á rétt á heilbrigðisþjónustu sem veitt er af hálfu einstaklings sem sýnir virðingu, sinnir störfum sínum af árvekni og trúmennsku.“ Grein Arnars vakti mikla athygli og var harðlega gagnrýnd víða, meðal annars af Samtökunum ´78 og Trans Ísland. Í yfirlýsingu Trans Íslands sagði meðal annars að í greininni vísaði höfundur til „úreltra kenninga um kynvitund trans fólks, en í grein hans er trans fólk ranglega sagt vera með raskanir og brenglanir.“ Höfundur greinarinnar blandi jafnframt saman trans fólki við aðra hópa innan hinsegin samfélagsins og ljóst sé að höfundar hafi ekki kynnt sér hugtökin til hlítar. „Landlæknir fagnar fjölbreytileikanum“ „Tilefnið er það, og í raun og veru út af þeirri umræðu sem fór af stað í kommentakerfum og víðar. Við vildum bara setja eitthvað út vegna þess að þarna er hópur sem er í mjög viðkvæmri stöðu og það þarf lítið til til að gera þá stöðu enn verri,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. Í tilkynningunni frá Landlækni kemur fram að mikilvægt sé að heilbrigðisstarfsmenn komi fram af fagmennsku, virðingu og á grundvelli bestu þekkingar hverju sinni og „forðist það að valda eða gera lítið úr angist, þjáningu og stöðu þeirra sem sárlega þurfa viðurkenningu og á stuðningi að halda.“ „Þó svo að vafalaust megi enn gera betur í heilbrigðisþjónustu fyrir hinsegin og kynsegin fólk þá ber að fagna þeim miklu framförum sem orðið hafa í aðgengi þessa hóps að slíkri þjónustu. Landlæknir fagnar fjölbreytileikanum og sendir kveðju sína til hinsegin fólks.“ Það hlýtur þá að vera mikilvægt að hinsegin fræðsla verði hluti af námi heilbrigðisstarfsfólks? „Jú, að sjálfsögðu, og mikið af þessu eru sjálfsagðar staðreyndir um hvernig við nálgumst fólk og hvernig við umgöngumst nágranna okkar í þessu samfélagi. Hins vegar eru sumir heilbrigðisstarfsmenn sem eru líklegri en aðrir til að aðstoða þennan hóp og því mun mikilvægara er að það fólk sæki sér þá þekkingu og sé upplýst um nýjustu þekkingu á þeirra sérsviði,“ segir Kjartan. „Heilbrigðisstarfsmenn eiga að geta nálgast fólk á jafningjagrundvelli. Þannig á það að vera, þannig viljum við hafa það og þannig er það teljum við.“
Hinsegin Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2020 20:29 Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum orðið fyrir líkamsárás í skóla Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum hefur orðið fyrir líkamsárás í skólum vegna persónueinkenna. Þetta kemur fram í könnun sem Samtökin 78 framkvæmdu á líðan hinsegin ungmenna í skólum. 15. ágúst 2020 12:31 Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2020 20:29
Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum orðið fyrir líkamsárás í skóla Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum hefur orðið fyrir líkamsárás í skólum vegna persónueinkenna. Þetta kemur fram í könnun sem Samtökin 78 framkvæmdu á líðan hinsegin ungmenna í skólum. 15. ágúst 2020 12:31
Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00