Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 14:46 Silja Bára segir ólíklegt að Biden komi vel út úr forvali í New Hampshire en Suður-Karólína gæti verið hans ríki. vísir/vilhelm - getty/Tom Brenner Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. „Demókratarnir eru í vandræðum en ég held nú aldrei að þeir hafi trúað á það að þeir myndu ná að setja hann úr embætti. Það tókst að fá þetta eina atkvæði úr Repúblikanaflokknum þannig að hann getur ekki sagt með hundrað prósenta vissu að þetta hafi verið flokkspólitískar nornaveiðar,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við HÍ, þegar hún var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni ásamt Friðjóni R. Friðjónssyni. „Demókratar eru í vandræðum eftir Iowa, annars vegar að hafa verið í heila viku að koma niðurstöðunum frá sér og svona verið að mjatla þær út og svo hins vegar að það er ekki skýr sigurvegari úr þeim niðurstöðum,“ segir Silja. Demókratar í Nevada ákváðu í kjölfarið að nota ekki snjallforrit í kosningunum eins og gert var í Iowa. Sjá einnig: Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám„Kjörsókn í Iowa var bara um það bil sú sama og hún var 2016, 170 þúsund manns um það bil sem tóku þátt á móti 240-250 þúsund sem mættu á kjörstað þegar Obama var kjörinn og þetta er kannski vísbending um það hversu spenntir demókratar, kjósendur demókrata eru fyrir frambjóðendunum almennt og sú tilfinning skilar sér inn í kosningabaráttuna. Þetta var auðvitað það sem Clinton tapaði mest á, það var fólkið sem sat heima í þessum lykilríkjum. Þetta held ég að vísi ekki á gott fyrir Demókratana,“ segir Friðjón. „Þetta var svo ótrúlegur sigur hjá Trump fyrir fjórum árum síðan, að vinna þessi þrjú lykilríki sem enginn bjóst við að hann myndi vinna, Wisconsin, Michigan og Pennsylvania með samtals einhverjum sjötíu þúsund atkvæðum af 13-15 milljónum greiddum,“ segir Friðjón. „Þetta er eins og að þræða þrjár nálar með sama tvinnanum í sömu hreyfingunni. Maður er vantrúaður á að honum takist þetta aftur en á móti kemur að efnahagurinn gengur vel, það eru fleiri með vinnu, það er minnsta atvinnuleysi síðan 1969 og svo framvegis.“ Nýjustu tölur um hagvöxt eru lægri en áður ef það hægist eitthvað meira á þá verður erfiðara fyrir Trump að segja annað. Það að fólk muni kjósa með veskinu er ekkert endilega víst. Þau ríki sem eru ófyrirsjáanlegust eru Wisconsin, Pennsylvania, Michigan að einhverju leiti, Flórída og Arizona segir Friðjón. „Þetta verður spennandi en Demókratar eiga að vinna þetta miðað við forsendurnar,“ segir Friðjón. „Við skulum ekki vanmeta hæfileika þeirra til þess að klúðra.“ Enginn afgerandi frambjóðandi hefur stigið fram og var Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, til að mynda ekki jafn sterkur og búist var við. „Biden hefði átt að geta performerað eitthvað í Iowa en hann var bara ekki með nógu góðan undirbúning. Hann er núna farinn að tala um það að það megi alveg búast við því að honum gangi ekkert vel í New Hampshire, sem er alveg rétt, hann er ekki sterkur þar,“ segir Silja Bára. Búast megi við því að Elizabeth Warren og Bernie Sanders verði sterk í New Hampshire þar sem þau komi frá nágrannaríkjunum Vermont og Massachusetts. Biden hafi verið að reiða sig mikið á Suður-Karólínu, þar sé meiri lýðfræðilegur fjölbreytileiki og til dæmis svartir kjósendur í einhverju mæli. „Þá er spurning, hefur Biden þolið í að vera „looser“ í mánuð?“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sprengisandur Tengdar fréttir Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 „Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18 Bandaríkin: Trump sýknaður og Demókratar klúðra Umdeilt forval Demókrataflokksins í Iowa og fyrirsjáanleg sýknun Donald Trump, forseta, er það helsta sem er til umfjöllunar í þriðja þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 7. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. „Demókratarnir eru í vandræðum en ég held nú aldrei að þeir hafi trúað á það að þeir myndu ná að setja hann úr embætti. Það tókst að fá þetta eina atkvæði úr Repúblikanaflokknum þannig að hann getur ekki sagt með hundrað prósenta vissu að þetta hafi verið flokkspólitískar nornaveiðar,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við HÍ, þegar hún var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni ásamt Friðjóni R. Friðjónssyni. „Demókratar eru í vandræðum eftir Iowa, annars vegar að hafa verið í heila viku að koma niðurstöðunum frá sér og svona verið að mjatla þær út og svo hins vegar að það er ekki skýr sigurvegari úr þeim niðurstöðum,“ segir Silja. Demókratar í Nevada ákváðu í kjölfarið að nota ekki snjallforrit í kosningunum eins og gert var í Iowa. Sjá einnig: Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám„Kjörsókn í Iowa var bara um það bil sú sama og hún var 2016, 170 þúsund manns um það bil sem tóku þátt á móti 240-250 þúsund sem mættu á kjörstað þegar Obama var kjörinn og þetta er kannski vísbending um það hversu spenntir demókratar, kjósendur demókrata eru fyrir frambjóðendunum almennt og sú tilfinning skilar sér inn í kosningabaráttuna. Þetta var auðvitað það sem Clinton tapaði mest á, það var fólkið sem sat heima í þessum lykilríkjum. Þetta held ég að vísi ekki á gott fyrir Demókratana,“ segir Friðjón. „Þetta var svo ótrúlegur sigur hjá Trump fyrir fjórum árum síðan, að vinna þessi þrjú lykilríki sem enginn bjóst við að hann myndi vinna, Wisconsin, Michigan og Pennsylvania með samtals einhverjum sjötíu þúsund atkvæðum af 13-15 milljónum greiddum,“ segir Friðjón. „Þetta er eins og að þræða þrjár nálar með sama tvinnanum í sömu hreyfingunni. Maður er vantrúaður á að honum takist þetta aftur en á móti kemur að efnahagurinn gengur vel, það eru fleiri með vinnu, það er minnsta atvinnuleysi síðan 1969 og svo framvegis.“ Nýjustu tölur um hagvöxt eru lægri en áður ef það hægist eitthvað meira á þá verður erfiðara fyrir Trump að segja annað. Það að fólk muni kjósa með veskinu er ekkert endilega víst. Þau ríki sem eru ófyrirsjáanlegust eru Wisconsin, Pennsylvania, Michigan að einhverju leiti, Flórída og Arizona segir Friðjón. „Þetta verður spennandi en Demókratar eiga að vinna þetta miðað við forsendurnar,“ segir Friðjón. „Við skulum ekki vanmeta hæfileika þeirra til þess að klúðra.“ Enginn afgerandi frambjóðandi hefur stigið fram og var Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, til að mynda ekki jafn sterkur og búist var við. „Biden hefði átt að geta performerað eitthvað í Iowa en hann var bara ekki með nógu góðan undirbúning. Hann er núna farinn að tala um það að það megi alveg búast við því að honum gangi ekkert vel í New Hampshire, sem er alveg rétt, hann er ekki sterkur þar,“ segir Silja Bára. Búast megi við því að Elizabeth Warren og Bernie Sanders verði sterk í New Hampshire þar sem þau komi frá nágrannaríkjunum Vermont og Massachusetts. Biden hafi verið að reiða sig mikið á Suður-Karólínu, þar sé meiri lýðfræðilegur fjölbreytileiki og til dæmis svartir kjósendur í einhverju mæli. „Þá er spurning, hefur Biden þolið í að vera „looser“ í mánuð?“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sprengisandur Tengdar fréttir Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 „Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18 Bandaríkin: Trump sýknaður og Demókratar klúðra Umdeilt forval Demókrataflokksins í Iowa og fyrirsjáanleg sýknun Donald Trump, forseta, er það helsta sem er til umfjöllunar í þriðja þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 7. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31
„Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18
Bandaríkin: Trump sýknaður og Demókratar klúðra Umdeilt forval Demókrataflokksins í Iowa og fyrirsjáanleg sýknun Donald Trump, forseta, er það helsta sem er til umfjöllunar í þriðja þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 7. febrúar 2020 08:45