Erlent

Fleiri látnir en dóu vegna fuglaflensunnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV, eða Nýja kórónaveiran.
Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV, eða Nýja kórónaveiran. Vísir/AP

Fjöldi látinna vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu tók mikið stökk í dag og er nú kominn yfir 800. Þá er fjöldi látinna einnig kominn yfir fjölda þeirra sem dóu vegna fuglaflensunnar árið 2003. Þá dóu 774. Tæplega 35 þúsund eru smitaðir.

Lang flestir þeirra sem hafa smitast eru í Kína og hafa allir nema einn hinna 803 sem hafa dáið, sömuleiðis verið í Kína eða Hong Kong. Einn er dáinn í Filippseyjum. Flest smit í Kína hafa fundist í Hubei-héraði og borginni Wuhan.

Sjá einnig: Hafa hunsað hjálparboð vegna veirunnar í margar vikur

Fregnir hafa borist af harkalegum aðgerðum yfirvalda í Kína til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar og þá sérstaklega í Wuhan.

Sjá einnig: Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur

Wuhan-veiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV, eða Nýja kórónaveiran. Veiran hefur stungið upp kollinum í tæplega 30 löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×