„Ég á von á barni eftir sex vikur og þetta barn á von á Evrópumeistara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2020 08:00 Júlían J. K. Jóhannsson varð í lok síðasta árs þriðji kraftlyftingamaðurinn sem var valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. VÍSIR/SIGURBJÖRN ÓSKARSSON Síminn hefur vart stoppað hjá Júlían J. K. Jóhannssyni, íþróttamanni ársins 2019, eftir að Vörður neitaði honum um líftryggingu vegna þess að hann telst of þungur. Nú vilja tryggingafélögin ólm líftryggja þennan mikla afreksmann. Júlían fer, líftryggður eða ekki, á Evrópumót í kraftlyftingum í maí og ætlar sér að koma heim með gull. „Mér þætti eðlilegt að þessi tryggingafélög kæmu til dyranna eins og þau eru klædd og auglýsi sérstaklega að þau líftryggi ekki fólk nema það sé létt,“ sagði Júlían í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég er milli 1,83-1,84 metrar á hæð og tæplega 170 kíló. Samkvæmt BMI-stuðlinum ætti ég að vera 82 kíló. Ég var 93 kíló þegar ég var 13 ára.“Er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftuHann segist ekki hafa tekið höfnuninni um líftrygginguna persónulega. „Ég lít svolítið þannig á þetta að ef ég væri inni í matvöruverslun og ætlaði að kaupa vöru, pakka af hakki, en væri neitað um það færi ég ekki í fýlu en myndi beina viðskiptum mínum annað. Ég tek þetta ekkert inn á mig,“ sagði Júlían. „Ég sótti um þessa líftryggingu eins og frægt er orðið og fékk svarið að ég væri of þungur. Og ég veit að ég er gríðarlega þungur eins og kærastan mín orðar það. En ég er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftu. Ég er kominn af fílhraustum berserkjum ofan af Snæfellsnesi.“ Tryggingafélögin keppast nú um hylli Júlíans sem hefur varla undan að svara þeim. „Það hefur svoleiðis rignt yfir mig bæði skilaboðum og símtölum frá tryggingasölumönnum. Allir virðast áhugasamir um að tryggja þennan fílhrausta mann. Það kemur bara í ljós hvað kemur út úr því,“ sagði Júlían. „Það er aldrei að vita að ég fari þrællíftryggður inn í næsta Evrópumót í maí.“Gull á leiðinni heimÞað styttist í að fyrsta barn Júlíans komi í heiminn. Hann segir að skömmu eftir komu barnsins ætli hann að verða Evrópumeistari. „Ég á von á barni eftir sex vikur og þetta barn, þessi strákur, á von á Evrópumeistara eftir 14 vikur,“ sagði Júlían sem æfir stíft þessa dagana fyrir Evrópumótið þar sem hann stefnir á toppinn. „Ég stefni á gullið og tilkynni íslensku þjóðinni það hér með; það er gull á leiðinni heim.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Ætlar sér að verða Evrópumeistari Heilbrigðismál Kraftlyftingar Sportpakkinn Tryggingar Tengdar fréttir Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. 6. febrúar 2020 11:03 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Sjá meira
Síminn hefur vart stoppað hjá Júlían J. K. Jóhannssyni, íþróttamanni ársins 2019, eftir að Vörður neitaði honum um líftryggingu vegna þess að hann telst of þungur. Nú vilja tryggingafélögin ólm líftryggja þennan mikla afreksmann. Júlían fer, líftryggður eða ekki, á Evrópumót í kraftlyftingum í maí og ætlar sér að koma heim með gull. „Mér þætti eðlilegt að þessi tryggingafélög kæmu til dyranna eins og þau eru klædd og auglýsi sérstaklega að þau líftryggi ekki fólk nema það sé létt,“ sagði Júlían í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég er milli 1,83-1,84 metrar á hæð og tæplega 170 kíló. Samkvæmt BMI-stuðlinum ætti ég að vera 82 kíló. Ég var 93 kíló þegar ég var 13 ára.“Er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftuHann segist ekki hafa tekið höfnuninni um líftrygginguna persónulega. „Ég lít svolítið þannig á þetta að ef ég væri inni í matvöruverslun og ætlaði að kaupa vöru, pakka af hakki, en væri neitað um það færi ég ekki í fýlu en myndi beina viðskiptum mínum annað. Ég tek þetta ekkert inn á mig,“ sagði Júlían. „Ég sótti um þessa líftryggingu eins og frægt er orðið og fékk svarið að ég væri of þungur. Og ég veit að ég er gríðarlega þungur eins og kærastan mín orðar það. En ég er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftu. Ég er kominn af fílhraustum berserkjum ofan af Snæfellsnesi.“ Tryggingafélögin keppast nú um hylli Júlíans sem hefur varla undan að svara þeim. „Það hefur svoleiðis rignt yfir mig bæði skilaboðum og símtölum frá tryggingasölumönnum. Allir virðast áhugasamir um að tryggja þennan fílhrausta mann. Það kemur bara í ljós hvað kemur út úr því,“ sagði Júlían. „Það er aldrei að vita að ég fari þrællíftryggður inn í næsta Evrópumót í maí.“Gull á leiðinni heimÞað styttist í að fyrsta barn Júlíans komi í heiminn. Hann segir að skömmu eftir komu barnsins ætli hann að verða Evrópumeistari. „Ég á von á barni eftir sex vikur og þetta barn, þessi strákur, á von á Evrópumeistara eftir 14 vikur,“ sagði Júlían sem æfir stíft þessa dagana fyrir Evrópumótið þar sem hann stefnir á toppinn. „Ég stefni á gullið og tilkynni íslensku þjóðinni það hér með; það er gull á leiðinni heim.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Ætlar sér að verða Evrópumeistari
Heilbrigðismál Kraftlyftingar Sportpakkinn Tryggingar Tengdar fréttir Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. 6. febrúar 2020 11:03 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Sjá meira
Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. 6. febrúar 2020 11:03