Innlent

Strekkingur framan af degi

Andri Eysteinsson skrifar
Veðrið á hádegi í dag.
Veðrið á hádegi í dag. Veðurstofan

Á morgun er von á á hæglætisveðri með norðan strekkingi norðvestan til á landinu. Í dag verður hins vegar suðaustan strekkingur framan af degi vestanlands og má jafnvel búast við hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Éljagangur verður víðast hvar en þurrt að kalla á norðurlandi. Hiti verður víðast hvar um og undir frostmarki í dag. Kaldast norðanlands.

Framan af vikunni verða norðlægar áttir ríkjandi með snjókomu norðan til, kalt verður í veðri og gæti frostið náð 15 stigum á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×