Gummi Tóta sér fyrir sér mikið ævintýri að spila í MLS-deildinni og fyrir eigendur Man City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 15:00 Guðmundur Þórarinsson var léttur í viðtalinu við Gaupa. Mynd/S2 Sport Guðmundur Þórarinsson samdi á dögunum við bandaríska félagið New York City og mun því spila í MLS-deildinni í vetur. Guðjón Guðmundsson hitti strákinn í dag og ræddi við hann um komandi tímabil. Eigendur Manchester City eiga félagið og setja pressu á að vinna titla. Guðmundur Þórarinsson hefur leikið með sænska liðinu Norrköping frá árinu 2017 en áður spilaði hann í Noregi (Sarpsborg 08 og Rosenborg) og í Danmörku (Nordsjælland). Guðmundur segir það áskorun að ganga til liðs við eitt besta lið Bandaríkjanna. „Ég þekki deildina ekki neitt rosalega mikið verð ég að viðurkenna en Svíi sem ég talaði við áður en ég fór mælti svo sannarlega með þessu. Hann sagði bara: Eftir hverju ertu að bíða, komdu þér yfir til Bandaríkjanna. Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu,“ sagði Guðmundur Þórarinsson brosandi. Guðmundur segir það vera skref fram á við á ferlinum að ganga til liðs við New York City en hann er verður 28 ára gamall í aprílmánuði. „Þetta er lið sem vann Austurströndina í fyrra og það er landsliðsmaður eiginlega í hverri stöðu. Ef það er ekki landsliðsmaður þá er það Argentínumaður eða Brassi. Þetta er gríðarlega flott lið og ég var að koma úr tveggja vikna æfingaferð með þeim. Þetta er klárlega skref upp á við og allt í kringum klúbbinn er svakalega flott. Þetta eru sömu eigendur og eiga Manchester City. Allt í kringum þetta er því á frábæru „leveli“,“ sagði Guðmundur. „Þetta er lið sem vill reyna að vinna titla og það hefur ekki gengið hjá þeim enn þá. Pressan er svolítil frá þessum sömu eigendum og eiga Manchester City að fara að vinna titla og vonandi getur maður verið partur af því,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn: Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur En hvaða þýðingu hefur þetta fyrir hann sem leikmann? „Þetta er bara gríðarlega spennandi. Ég þekki deildina ekki mikið en hef séð af henni þegar við höfum verið að horfa á klippur frá því í fyrra. Þegar við erum að vinna í ákveðnum hlutum á æfingum þá sér maður að gæðin eru rosalega mikil þarna sem hefur eiginlega komið mér skemmtilega á óvart,“ sagði Guðmundur „Ég kem þarna inn í toppaðstæður þar sem allt er til alls. Vonandi getur maður bara bætt sig helling og ég á helling inni. Maður verður bara betri,“ sagði Guðmundur. Guðmundur er einnig tónlistarmaður en segist þó ekki vera að elta tónlistadrauminn til New York. „Ég myndi aldrei segja þér það ef svo væri. Það getur vel verið að maður reyni að kíkja í eitthvað stúdíó þarna. Það býr inn í manni tónlist og kannski reyni ég að draga Ingó yfir og henda í annan sumarsmell. Það er aldrei að vita,“ sagði Guðmundur í léttum tón en bróðir hans er Ingólfur Þórarinsson veðurguð. „Fyrstu vikurnar þá kem ég mér fyrir og fer í fótboltaskóna og reyni að geta eitthvað í fótbolta. Síðan sjáum við til hvort ég rífi ekki í hljóðnemann seinna. Þetta er fyrst og fremst fótbolti í Bandaríkjunum en svo sjáum við til með framhaldið,“ sagði Guðmundur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Fótbolti Íslendingar erlendis MLS Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sjá meira
Guðmundur Þórarinsson samdi á dögunum við bandaríska félagið New York City og mun því spila í MLS-deildinni í vetur. Guðjón Guðmundsson hitti strákinn í dag og ræddi við hann um komandi tímabil. Eigendur Manchester City eiga félagið og setja pressu á að vinna titla. Guðmundur Þórarinsson hefur leikið með sænska liðinu Norrköping frá árinu 2017 en áður spilaði hann í Noregi (Sarpsborg 08 og Rosenborg) og í Danmörku (Nordsjælland). Guðmundur segir það áskorun að ganga til liðs við eitt besta lið Bandaríkjanna. „Ég þekki deildina ekki neitt rosalega mikið verð ég að viðurkenna en Svíi sem ég talaði við áður en ég fór mælti svo sannarlega með þessu. Hann sagði bara: Eftir hverju ertu að bíða, komdu þér yfir til Bandaríkjanna. Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu,“ sagði Guðmundur Þórarinsson brosandi. Guðmundur segir það vera skref fram á við á ferlinum að ganga til liðs við New York City en hann er verður 28 ára gamall í aprílmánuði. „Þetta er lið sem vann Austurströndina í fyrra og það er landsliðsmaður eiginlega í hverri stöðu. Ef það er ekki landsliðsmaður þá er það Argentínumaður eða Brassi. Þetta er gríðarlega flott lið og ég var að koma úr tveggja vikna æfingaferð með þeim. Þetta er klárlega skref upp á við og allt í kringum klúbbinn er svakalega flott. Þetta eru sömu eigendur og eiga Manchester City. Allt í kringum þetta er því á frábæru „leveli“,“ sagði Guðmundur. „Þetta er lið sem vill reyna að vinna titla og það hefur ekki gengið hjá þeim enn þá. Pressan er svolítil frá þessum sömu eigendum og eiga Manchester City að fara að vinna titla og vonandi getur maður verið partur af því,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn: Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur En hvaða þýðingu hefur þetta fyrir hann sem leikmann? „Þetta er bara gríðarlega spennandi. Ég þekki deildina ekki mikið en hef séð af henni þegar við höfum verið að horfa á klippur frá því í fyrra. Þegar við erum að vinna í ákveðnum hlutum á æfingum þá sér maður að gæðin eru rosalega mikil þarna sem hefur eiginlega komið mér skemmtilega á óvart,“ sagði Guðmundur „Ég kem þarna inn í toppaðstæður þar sem allt er til alls. Vonandi getur maður bara bætt sig helling og ég á helling inni. Maður verður bara betri,“ sagði Guðmundur. Guðmundur er einnig tónlistarmaður en segist þó ekki vera að elta tónlistadrauminn til New York. „Ég myndi aldrei segja þér það ef svo væri. Það getur vel verið að maður reyni að kíkja í eitthvað stúdíó þarna. Það býr inn í manni tónlist og kannski reyni ég að draga Ingó yfir og henda í annan sumarsmell. Það er aldrei að vita,“ sagði Guðmundur í léttum tón en bróðir hans er Ingólfur Þórarinsson veðurguð. „Fyrstu vikurnar þá kem ég mér fyrir og fer í fótboltaskóna og reyni að geta eitthvað í fótbolta. Síðan sjáum við til hvort ég rífi ekki í hljóðnemann seinna. Þetta er fyrst og fremst fótbolti í Bandaríkjunum en svo sjáum við til með framhaldið,“ sagði Guðmundur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslendingar erlendis MLS Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sjá meira