Frambjóðendur til formanns í Félagi íslenskra rafvirkja útilokaðir frá störfum á meðan kosningabarátta varir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. febrúar 2020 19:15 Harka hefur færst í formannsbaráttu Félags íslenskra rafvirkja. Sitjandi formaður og gjaldkeri félagsins, sem eru tveir í framboði, hafa verið útilokaðir frá skrifstofu og störfum félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram í næstu viku. Félag íslenskra rafvirkja er aðildarfélag að Rafiðnaðarsambandi Íslands og telur félagið um 1800 félagsmenn. Kosið er til hluta stjórnar ár hvert og í næstu viku greiða félagsmenn atkvæði í formannskjöri þar sem tveir eru í framboði. Annars vegar Borgþór Hjörvarsson, formaður og hins vegar Margrét Halldóra Arnarsdóttir, gjaldkeri, sem bíður sig fram gegn sitjandi formanni. Nýr kjarasamningur félagsmanna Rafviðnaðarsambandsins, sem rafvirkjar eru aðilar að og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverktaka var samþykktur í maí í fyrra með 49% greiddra atkvæða en 47,6% sögðu nei. Rafvirkjar voru verulega ósáttir við samninginn og segja að hann hefði verið felldur hefðu rafvirkjar setið einir að atkvæðagreiðslu. Margrét Halldóra Arnarsdóttir, annar frambjóðandi til formanns Félags íslenskra rafvirkja.Vísir/Baldur Gjaldkeri og frambjóðandi til formanns segir tíma kominn á breytingar í stjórn „Við viljum sjá breytingar á störfum stjórnar aðallega. Klárlega erum við ekki sátt við kjarasamninginn, ég er ekki sátt við kjarasamninginn og tel að félagsmenn séu það ekki heldur. Við viljum gera breytingar þar á,“ segir Margrét Halldóra Arnarsdóttir, rafvirki og gjaldkeri félagsins. Margrét segir kosningabaráttuna vera að harðna. Hún segist ekki standa jafnfætis sitjandi formanni í baráttunni og segir hann hafa nýtt sér samskiptaleiðir innan félagsins til þess að ná til félagsmanna. Segist ekki hafa nýtt sér stöðu sína í formannsslagnum Hefur þú nýtt þér sem félagið á? Póstlista eða annað? „Nei. Allt sem ég hef nýtt mér er það sem er opinbert á neti, bæði trúnaðarmenn og fleira. Það er á vef Rafiðnaðarsambandsins, nöfn og fleira og ég hef reynt að nýta þau tengsl eins og hægt er. En ég skal viðurkenna það að tengsl mín við trúnaðarmenn eru afar góð og ég hef talað við þá og mér finnst óeðlileg tef ég mætti ekki aðeins tjá mig um málefni, sérstaklega að því maður vill koma sínum sjónarmiðum fram,“ segir Borgþór Hjörvarsson, sitjandi formaður Félags rafvirkja á Íslandi. Báðir frambjóðendur útilokaðir frá störfum og skrifstofu Félags íslenskra rafvirkja á meðan konsangabaráttan varir Svo mikil harka er kominn í formannsslaginn að stjórn og trúnaðarmannaráð ákváðu að hvorugur frambjóðenda starfi fyrir hönd félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram og eru því bæði útilokuð frá störfum og skrifstofu félagsins. „Þetta var ákveðið í gærkvöldi. Það þótti þurfa að ákveða þetta,“ segir Margrét. „Það var talið það að vegna umræðu á netinu að það væri betra að við myndum draga okkur í kosningabaráttuna og notað aðstöðu sem við getum reddað okkur sjálf,“ segir Borgþór. Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan formann Félags íslenskra rafvirkja hefst 10. febrúar og stendur til þess sautjánda. Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Harka hefur færst í formannsbaráttu Félags íslenskra rafvirkja. Sitjandi formaður og gjaldkeri félagsins, sem eru tveir í framboði, hafa verið útilokaðir frá skrifstofu og störfum félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram í næstu viku. Félag íslenskra rafvirkja er aðildarfélag að Rafiðnaðarsambandi Íslands og telur félagið um 1800 félagsmenn. Kosið er til hluta stjórnar ár hvert og í næstu viku greiða félagsmenn atkvæði í formannskjöri þar sem tveir eru í framboði. Annars vegar Borgþór Hjörvarsson, formaður og hins vegar Margrét Halldóra Arnarsdóttir, gjaldkeri, sem bíður sig fram gegn sitjandi formanni. Nýr kjarasamningur félagsmanna Rafviðnaðarsambandsins, sem rafvirkjar eru aðilar að og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverktaka var samþykktur í maí í fyrra með 49% greiddra atkvæða en 47,6% sögðu nei. Rafvirkjar voru verulega ósáttir við samninginn og segja að hann hefði verið felldur hefðu rafvirkjar setið einir að atkvæðagreiðslu. Margrét Halldóra Arnarsdóttir, annar frambjóðandi til formanns Félags íslenskra rafvirkja.Vísir/Baldur Gjaldkeri og frambjóðandi til formanns segir tíma kominn á breytingar í stjórn „Við viljum sjá breytingar á störfum stjórnar aðallega. Klárlega erum við ekki sátt við kjarasamninginn, ég er ekki sátt við kjarasamninginn og tel að félagsmenn séu það ekki heldur. Við viljum gera breytingar þar á,“ segir Margrét Halldóra Arnarsdóttir, rafvirki og gjaldkeri félagsins. Margrét segir kosningabaráttuna vera að harðna. Hún segist ekki standa jafnfætis sitjandi formanni í baráttunni og segir hann hafa nýtt sér samskiptaleiðir innan félagsins til þess að ná til félagsmanna. Segist ekki hafa nýtt sér stöðu sína í formannsslagnum Hefur þú nýtt þér sem félagið á? Póstlista eða annað? „Nei. Allt sem ég hef nýtt mér er það sem er opinbert á neti, bæði trúnaðarmenn og fleira. Það er á vef Rafiðnaðarsambandsins, nöfn og fleira og ég hef reynt að nýta þau tengsl eins og hægt er. En ég skal viðurkenna það að tengsl mín við trúnaðarmenn eru afar góð og ég hef talað við þá og mér finnst óeðlileg tef ég mætti ekki aðeins tjá mig um málefni, sérstaklega að því maður vill koma sínum sjónarmiðum fram,“ segir Borgþór Hjörvarsson, sitjandi formaður Félags rafvirkja á Íslandi. Báðir frambjóðendur útilokaðir frá störfum og skrifstofu Félags íslenskra rafvirkja á meðan konsangabaráttan varir Svo mikil harka er kominn í formannsslaginn að stjórn og trúnaðarmannaráð ákváðu að hvorugur frambjóðenda starfi fyrir hönd félagsins þar til atkvæðagreiðsla hefur farið fram og eru því bæði útilokuð frá störfum og skrifstofu félagsins. „Þetta var ákveðið í gærkvöldi. Það þótti þurfa að ákveða þetta,“ segir Margrét. „Það var talið það að vegna umræðu á netinu að það væri betra að við myndum draga okkur í kosningabaráttuna og notað aðstöðu sem við getum reddað okkur sjálf,“ segir Borgþór. Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan formann Félags íslenskra rafvirkja hefst 10. febrúar og stendur til þess sautjánda.
Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira