Háskóli Íslands, af hverju ég en ekki þau? Lenya Rún Anwar Faraj skrifar 6. febrúar 2020 17:00 Ég er fædd og að hluta til alin upp á Íslandi en kem frá stríðshrjáðu landi. Þar átti ég heima á yngri árum þar til ég var sextán ára gömul og fluttist aftur til Íslands ásamt foreldrum mínum. Við vorum íslenskir ríkisborgarar og því datt okkur aldrei í hug að það myndu fylgja því erfiðleikar að setjast hér aftur að. Ég taldi það aldrei annað en sjálfsagt að fá að búa á Íslandi. Það eru önnur börn, eins og ég, sem vilja setjast hér að en njóta ekki þeirra forréttinda að hafa fæðst á Íslandi eða eiga foreldra sem eru með íslenskan ríkisborgararétt. Sum þeirra eru ekki einu sinni á ferð með foreldrum sínum; oft hafa foreldrarnir látist í stríði eða þurft að senda þau einsömul úr landi, t.d. vegna efnahagslegra erfiðleika, en með von í hjarta um að þau öðlist betra líf. Hvers vegna naut ég þeirra forréttinda að fæðast á Íslandi og eiga friðsælt líf en ekki þau? Hvers vegna fæ ég að stunda nám við Háskóla Íslands án þess að brotið sé á mínum réttindum? Hælisleitendur og flóttafólk sem hingað koma er að flýja heimalandið sitt vegna þess að þar er brotið á þeim, ekki vegna þess að það langi það. En til hvers? Til þess að Háskóli Íslands í samstarfi við Útlendingastofnun geti brotið á þeim aftur? Þetta er börn sem eru á gífurlega viðkvæmum stað bæði andlega og líkamlega og því auðvelt að brjóta á þeim. Skekkjumörk aldursgreininga á tönnum þessara barna eru 3-4 ár sem geta munað öllu. Þar liggur ákvörðun stjórnvalda um að gefa þeim heimili eða hrifsa af þeim lífið. Þessar rannsóknir sem eiga sér stað innan veggja háskólans eru ekki bara ónákvæmar heldur einnig siðferðislega vafasamar en fjölmargar stofnanir og samtök á alþjóðavísu hafa fordæmt þær harðlega. Hvers vegna deilir Háskóli Íslands ekki sömu stöðlum og gildum og m.a. breska Tannlæknafélagið, Rauði Krossinn og UNICEF? Háskólinn á að vera staður þar sem öll eru velkomin, ekki staður sem vísar fólki burt vegna uppruna og flókinna aðstæðna. Það er ekki hlutverk Háskóla Íslands að vera landamæravörður. Það er nógu stórt mannréttindabrot að alast upp varnarlaus gegn átökum og stríði. Vill Háskóli Íslands virkilega bæta ofan á það með því að aldursgreina börn sem geta ekki veitt upplýst samþykki? Höfundur er ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ég er fædd og að hluta til alin upp á Íslandi en kem frá stríðshrjáðu landi. Þar átti ég heima á yngri árum þar til ég var sextán ára gömul og fluttist aftur til Íslands ásamt foreldrum mínum. Við vorum íslenskir ríkisborgarar og því datt okkur aldrei í hug að það myndu fylgja því erfiðleikar að setjast hér aftur að. Ég taldi það aldrei annað en sjálfsagt að fá að búa á Íslandi. Það eru önnur börn, eins og ég, sem vilja setjast hér að en njóta ekki þeirra forréttinda að hafa fæðst á Íslandi eða eiga foreldra sem eru með íslenskan ríkisborgararétt. Sum þeirra eru ekki einu sinni á ferð með foreldrum sínum; oft hafa foreldrarnir látist í stríði eða þurft að senda þau einsömul úr landi, t.d. vegna efnahagslegra erfiðleika, en með von í hjarta um að þau öðlist betra líf. Hvers vegna naut ég þeirra forréttinda að fæðast á Íslandi og eiga friðsælt líf en ekki þau? Hvers vegna fæ ég að stunda nám við Háskóla Íslands án þess að brotið sé á mínum réttindum? Hælisleitendur og flóttafólk sem hingað koma er að flýja heimalandið sitt vegna þess að þar er brotið á þeim, ekki vegna þess að það langi það. En til hvers? Til þess að Háskóli Íslands í samstarfi við Útlendingastofnun geti brotið á þeim aftur? Þetta er börn sem eru á gífurlega viðkvæmum stað bæði andlega og líkamlega og því auðvelt að brjóta á þeim. Skekkjumörk aldursgreininga á tönnum þessara barna eru 3-4 ár sem geta munað öllu. Þar liggur ákvörðun stjórnvalda um að gefa þeim heimili eða hrifsa af þeim lífið. Þessar rannsóknir sem eiga sér stað innan veggja háskólans eru ekki bara ónákvæmar heldur einnig siðferðislega vafasamar en fjölmargar stofnanir og samtök á alþjóðavísu hafa fordæmt þær harðlega. Hvers vegna deilir Háskóli Íslands ekki sömu stöðlum og gildum og m.a. breska Tannlæknafélagið, Rauði Krossinn og UNICEF? Háskólinn á að vera staður þar sem öll eru velkomin, ekki staður sem vísar fólki burt vegna uppruna og flókinna aðstæðna. Það er ekki hlutverk Háskóla Íslands að vera landamæravörður. Það er nógu stórt mannréttindabrot að alast upp varnarlaus gegn átökum og stríði. Vill Háskóli Íslands virkilega bæta ofan á það með því að aldursgreina börn sem geta ekki veitt upplýst samþykki? Höfundur er ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar