Til hamingju kennarar, skólastjórnendur og allir starfsmenn skóla í Garðabæ! Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 14:30 Foreldrar og aðrir íbúar í Garðabæ eru afar ánægðir með starf skólanna í bænum samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Gallup kynnti nýverið þessar niðurstöður en könnunin var lögð fyrir í kringum síðustu áramót í tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þar var könnuð ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélaganna. Um var að ræða tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá, 18 ára og eldri. Garðabær í 1. sæti varðandi ánægju íbúa með skólamál Í niðurstöðum kemur fram mikil ánægja með þjónustuna í Garðabæ og sér í lagi varðandi skólastarfið, en Garðabær er í 1. sæti af 20 stærstu sveitarfélögum landsins þegar spurt er um ánægju íbúa með grunnskóla bæjarins. Slíkri niðurstöðu er rétt að fagna og þakka þeim sem hlut eiga að máli. Á sama tíma er nauðsynlegt að vera sífellt ,,á tánum“, hlúa að því sem gott er, takast á við áskoranir og stefna sífellt til betri verka. Til hamingju með þessa niðurstöðu kennarar, skólastjórnendur, allir starfsmenn skóla í Garðabæ og starfsmenn skólaskrifstofu! Metnaður skólanna og sterk fagmennska Það er alveg ljóst að niðurstaða sem þessi endurspeglar sterka fagmennsku og metnaðarfullt starf skólanna þar sem kennarar, stjórnendur og aðrir starfsmenn setja markið hátt og ná vel til nemenda sinna. Allir starfsmenn skóla eru mikilvægir hvaða hlutverki sem þeir gegna. Starfsmaður skóla sem horfir í augu barnsins, ávarpar það hlýlega með nafni og sýnir því einlægan áhuga getur skipt sköpum í lífi þess. Athygli, áhugi og umhyggja er stór gjöf í hraða nútímans. Hátt þjónustustig Garðabær leggur áherslu á hátt þjónustustig í skólakerfinu. Frjálst val er um grunnskóla þannig að börn eru ekki bundin af því að ganga í skólann sem er í þeirra hverfi, tómstundaheimili eru opin í skólafríum og boðið eru upp á frístundabíl. Tenging milli leik- og grunnskóla hefur verið aukin meðal annars með raunhæfu vali fyrir 5 ára börn um að dvelja á leikskóladeild í húsnæði grunnskóla auk þess sem móttaka nemenda í fyrsta bekk grunnskóla hefur verið efld þannig að nemendur koma viku fyrr en aðrir nemendu í skólann að hausti og fá þannig góða aðlögun að nýju skólastigi. Þróunarsjóður: Fjölþætt og öflug þróunarverkefni Þróunarsjóðir leik- og grunnskóla hafa styrkt fjölmörg öflug þróunarverkefni sem hvetja til framþróunar og efla skólastarfið. Þróunarsjóðirnir voru stofnaðir árið 2015 og hafa úthlutað 33 miljónum árlega til leik- og grunnskóla eða rétt tæpum 165 milljónum síðustu fimm ár. Jákvæður skólabragur Auk þessa er í skólastefnu bæjarins lögð áhersla á samstarf skólastiga og samfellu í námi barna og ungmenna, einstaklingsmiðað námi og námshraða og virkt samstarf heimila og skóla. Skólar hafa sjálfstæði til að marka sér sérstöðu en almennt er lögð áhersla á jákvæðan skólabrag, gott starfsumhverfi og virka símenntun starfsfólks. Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður skólanefndar grunnskóla og bæjarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Foreldrar og aðrir íbúar í Garðabæ eru afar ánægðir með starf skólanna í bænum samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Gallup kynnti nýverið þessar niðurstöður en könnunin var lögð fyrir í kringum síðustu áramót í tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þar var könnuð ánægja íbúa með þjónustu sveitarfélaganna. Um var að ræða tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá, 18 ára og eldri. Garðabær í 1. sæti varðandi ánægju íbúa með skólamál Í niðurstöðum kemur fram mikil ánægja með þjónustuna í Garðabæ og sér í lagi varðandi skólastarfið, en Garðabær er í 1. sæti af 20 stærstu sveitarfélögum landsins þegar spurt er um ánægju íbúa með grunnskóla bæjarins. Slíkri niðurstöðu er rétt að fagna og þakka þeim sem hlut eiga að máli. Á sama tíma er nauðsynlegt að vera sífellt ,,á tánum“, hlúa að því sem gott er, takast á við áskoranir og stefna sífellt til betri verka. Til hamingju með þessa niðurstöðu kennarar, skólastjórnendur, allir starfsmenn skóla í Garðabæ og starfsmenn skólaskrifstofu! Metnaður skólanna og sterk fagmennska Það er alveg ljóst að niðurstaða sem þessi endurspeglar sterka fagmennsku og metnaðarfullt starf skólanna þar sem kennarar, stjórnendur og aðrir starfsmenn setja markið hátt og ná vel til nemenda sinna. Allir starfsmenn skóla eru mikilvægir hvaða hlutverki sem þeir gegna. Starfsmaður skóla sem horfir í augu barnsins, ávarpar það hlýlega með nafni og sýnir því einlægan áhuga getur skipt sköpum í lífi þess. Athygli, áhugi og umhyggja er stór gjöf í hraða nútímans. Hátt þjónustustig Garðabær leggur áherslu á hátt þjónustustig í skólakerfinu. Frjálst val er um grunnskóla þannig að börn eru ekki bundin af því að ganga í skólann sem er í þeirra hverfi, tómstundaheimili eru opin í skólafríum og boðið eru upp á frístundabíl. Tenging milli leik- og grunnskóla hefur verið aukin meðal annars með raunhæfu vali fyrir 5 ára börn um að dvelja á leikskóladeild í húsnæði grunnskóla auk þess sem móttaka nemenda í fyrsta bekk grunnskóla hefur verið efld þannig að nemendur koma viku fyrr en aðrir nemendu í skólann að hausti og fá þannig góða aðlögun að nýju skólastigi. Þróunarsjóður: Fjölþætt og öflug þróunarverkefni Þróunarsjóðir leik- og grunnskóla hafa styrkt fjölmörg öflug þróunarverkefni sem hvetja til framþróunar og efla skólastarfið. Þróunarsjóðirnir voru stofnaðir árið 2015 og hafa úthlutað 33 miljónum árlega til leik- og grunnskóla eða rétt tæpum 165 milljónum síðustu fimm ár. Jákvæður skólabragur Auk þessa er í skólastefnu bæjarins lögð áhersla á samstarf skólastiga og samfellu í námi barna og ungmenna, einstaklingsmiðað námi og námshraða og virkt samstarf heimila og skóla. Skólar hafa sjálfstæði til að marka sér sérstöðu en almennt er lögð áhersla á jákvæðan skólabrag, gott starfsumhverfi og virka símenntun starfsfólks. Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður skólanefndar grunnskóla og bæjarfulltrúi
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar