Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 12:35 Samherji dregur nú saman seglin í Namibíu eftir að engin skip dótturfyrirtækjanna fengu kvóta þar. Vísir/Sigurjón Allar skyldur Samherja gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir fyrirtækjasamstæðuna verða uppfylltar áður en fyrirtækin hætta alfarið starfsemi í Namibíu. Í tilkynningu frá Samherja fagnar fyrirtækið að mál gegn íslenskum skipstjóra í landinu hafi verið til lykta leitt í gær. Namibískir skipverjar hafa búið við óvissu um störf sín eftir að Samherji ákvað að flytja tvö skip frá landinu, Geysi og Sögu. Björgólfur Jóhannsson, settur forstjóri Samherja, hefur vísað til þess að skipin hafi ekki fengið úthlutað kvóta í Namibíu til að réttlæta ákvörðunina. Saga er nú sögð á leið í slipp til viðhalds og lagfæringa og Geysir er við veiðar við Máritaníu. Í yfirlýsingu sem Samherji birti á vefsíðu sinni í dag er fullyrt að dótturfyrirtæki samstæðunnar muni uppfylla allar skyldur gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir þau áður en samstæðan hætti alfarið starfsemi þar. Fulltrúar Samherja hafi fundað með sjómönnunum og fulltrúum stéttarfélaga þeirra. Reynt verði að veita eins mörgum þeirra vinnu áfram og mögulegt er. Í því samhengi vísar Samherji til verksmiðjutogarans Heinaste sem er eina skipið sem samstæðan átti eftir í Namibíu. Fyrirtækið segist vinna að því að gera Heinaste út í Namibíu og vinni að því að finna lausnir í samráði við þarlend stjórnvöld. „Að minnsta kosti tímabundið verður þetta fólgið í leigu á Heinaste til namibískra aðila sem stunda útgerð í landinu. Samherji leggur ríka áherslu á að finna lausnir sem henta namibískum áhafnarmeðlimum skipsins, namibísku samfélagi og minnihlutaeigendum eignarhaldsfélags Heinaste,“ segir í tilkynningunni. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, var dæmdur til að greiða tæplega átta milljóna króna sekt fyrir ólöglegar veiðar í namibískri lögsögu í gær. Samherji fangar því að málinu sé lokið í yfirlýsingu sinni og segir það skapa ný tækifæri í rekstri skipsins. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15 Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Allar skyldur Samherja gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir fyrirtækjasamstæðuna verða uppfylltar áður en fyrirtækin hætta alfarið starfsemi í Namibíu. Í tilkynningu frá Samherja fagnar fyrirtækið að mál gegn íslenskum skipstjóra í landinu hafi verið til lykta leitt í gær. Namibískir skipverjar hafa búið við óvissu um störf sín eftir að Samherji ákvað að flytja tvö skip frá landinu, Geysi og Sögu. Björgólfur Jóhannsson, settur forstjóri Samherja, hefur vísað til þess að skipin hafi ekki fengið úthlutað kvóta í Namibíu til að réttlæta ákvörðunina. Saga er nú sögð á leið í slipp til viðhalds og lagfæringa og Geysir er við veiðar við Máritaníu. Í yfirlýsingu sem Samherji birti á vefsíðu sinni í dag er fullyrt að dótturfyrirtæki samstæðunnar muni uppfylla allar skyldur gagnvart skipverjum sem hafa unnið fyrir þau áður en samstæðan hætti alfarið starfsemi þar. Fulltrúar Samherja hafi fundað með sjómönnunum og fulltrúum stéttarfélaga þeirra. Reynt verði að veita eins mörgum þeirra vinnu áfram og mögulegt er. Í því samhengi vísar Samherji til verksmiðjutogarans Heinaste sem er eina skipið sem samstæðan átti eftir í Namibíu. Fyrirtækið segist vinna að því að gera Heinaste út í Namibíu og vinni að því að finna lausnir í samráði við þarlend stjórnvöld. „Að minnsta kosti tímabundið verður þetta fólgið í leigu á Heinaste til namibískra aðila sem stunda útgerð í landinu. Samherji leggur ríka áherslu á að finna lausnir sem henta namibískum áhafnarmeðlimum skipsins, namibísku samfélagi og minnihlutaeigendum eignarhaldsfélags Heinaste,“ segir í tilkynningunni. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, var dæmdur til að greiða tæplega átta milljóna króna sekt fyrir ólöglegar veiðar í namibískri lögsögu í gær. Samherji fangar því að málinu sé lokið í yfirlýsingu sinni og segir það skapa ný tækifæri í rekstri skipsins.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15 Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15
Segja skýrslubeiðni lýðskrum þar sem kallað sé eftir samanburði á epli og kíví Vægast sagt líflegar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um atkvæðagreiðslu um skýrslubeiðni um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi. 6. febrúar 2020 12:28
Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent