Marel umbunaði Árna Oddi ríkulega fyrir síðasta ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 12:15 Árni Oddur Þórðarson hefur haldið um stjórnartaumana í Marel frá því í lok árs 2013. Marel Uppfært klukkan 16:10. Marel hefur sent frá sér leiðrétta útgáfu af ársreikningi síðasta árs. Í honum lækka laun forstjóra Marels um fjórðung. Leiðréttingu Marels má sjá hér en upprunalega frétt að neðan. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, hafði að jafnaði um 17 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Hann fékk greiddar alls um 200 milljónir króna í laun, hlunnindi og kaupauka í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningi Marels fyrir síðasta ár. Fréttablaðið gerði sér fyrst mat úr honum en ársreikninginn má nálgast í heild sinni hér. Í viðauka við ársreikninginn eru laun stjórnarmanna og Árna Odds sundurliðuð, eins og sjá má hér að neðan. Þar má til að mynda lesa að forstjórinn fékk greiddar um 125 milljónir króna í laun, hlunnindi og kaupaukagreiðslur árið 2018, séu 910 þúsund evrurnar sem hann hlaut reiknaðar á núverandi gengi. Þar að auki veitti stjórn Marels Árna Oddi kauprétt að því sem samsvarar 1.610 þúsund hlutum í félaginu árið 2018. Þóknanir forstjórans jukust hins vegar nokkuð á síðasta ári ef marka má nýja ársreikninginn. Þannig hafði Árni Oddur 1,06 milljónir evra í regluleg laun og hlunndi í fyrra, næstum 150 milljónir króna, og hlaut kaupaukagreiðslu upp á ríflega 380 þúsund evrur, 53 milljónir króna. Samanlagt gerir þetta næstum 1,4 milljónir evra, tæplega 200 milljónir króna. Kaupréttur hans á nýliðnu rekstrarári jókst jafnframt í 2.260 þúsund hluti. Síðastliðið ár var viðburðaríkt og gjöfult í rekstri Marels. Tekjur ársins 2019 voru tæplega 1,3 milljarðar evra, skráning Marels í kauphöllina í Amsterdam síðastliðið sumar telst hafa heppnast vel meðfram hlutafjáraukningu um 15 prósent. Þá hækkaði hlutabréfaverð Marels í Kauphöllinn um 66 prósent í fyrra, mest allra félaga. Þá greindi félagið í gær frá nýrri langtímafjármögnun upp á 700 milljónir evra, sem ætlað er að veita félaginu „aukinn rekstrarlegan sveigjanleika og styður við langtímavaxtarmarkmið félagsins.“ Að sama skapi landaði Marel á dögunum samningi við Bell & Evans um hönnun og uppbyggingu á „nýrri og byltingarkenndri hátækni kjúklingaverksmiðju“ í Bandaríkjunum. Fyrstu vikur ársins 2020 gefa því „góð fyrirheit um framhaldið,“ eins og Árni Oddur komst að orði í tilkynningu í gærkvöldi.Sjá einnig: Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Stjórn Marel mun leggja til við aðalfund félagsins, sem haldinn verður þann 18.mars nk., að hluthafar fái greiddan arð fyrir rekstrarárið 2019 sem nemur 5,79 evrusentum á hlut. Áætluð heildararðgreiðsla nemur um 44 milljónum evra sem samsvarar um það bil 40 prósent af hagnaði ársins, sem nam 110,1 milljónum evra. Þar á Árni aftur von á greiðslu enda á hann næstum fimmtungshlut í félaginu Eyri Invest, næst stærsta hluthafa Marels. Meðal annarra eigenda Eyris Invest eru Þórður Magnússon, faðir Árna, sem á 20,6 prósent og Landsbankinn með 14,1 prósent. Eyrir Invest á nú tæplega 25 prósent í Marel. Markaðir Tekjur Tengdar fréttir Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02 Keyptu í Marel fyrir 1.350 milljónir Erlendir fjárfestingarsjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, bættu við sig um 2,3 milljónum hluta að nafnverði í félaginu í síðasta mánuði, eða fyrir um 1.350 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa Marels. 6. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Uppfært klukkan 16:10. Marel hefur sent frá sér leiðrétta útgáfu af ársreikningi síðasta árs. Í honum lækka laun forstjóra Marels um fjórðung. Leiðréttingu Marels má sjá hér en upprunalega frétt að neðan. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, hafði að jafnaði um 17 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Hann fékk greiddar alls um 200 milljónir króna í laun, hlunnindi og kaupauka í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningi Marels fyrir síðasta ár. Fréttablaðið gerði sér fyrst mat úr honum en ársreikninginn má nálgast í heild sinni hér. Í viðauka við ársreikninginn eru laun stjórnarmanna og Árna Odds sundurliðuð, eins og sjá má hér að neðan. Þar má til að mynda lesa að forstjórinn fékk greiddar um 125 milljónir króna í laun, hlunnindi og kaupaukagreiðslur árið 2018, séu 910 þúsund evrurnar sem hann hlaut reiknaðar á núverandi gengi. Þar að auki veitti stjórn Marels Árna Oddi kauprétt að því sem samsvarar 1.610 þúsund hlutum í félaginu árið 2018. Þóknanir forstjórans jukust hins vegar nokkuð á síðasta ári ef marka má nýja ársreikninginn. Þannig hafði Árni Oddur 1,06 milljónir evra í regluleg laun og hlunndi í fyrra, næstum 150 milljónir króna, og hlaut kaupaukagreiðslu upp á ríflega 380 þúsund evrur, 53 milljónir króna. Samanlagt gerir þetta næstum 1,4 milljónir evra, tæplega 200 milljónir króna. Kaupréttur hans á nýliðnu rekstrarári jókst jafnframt í 2.260 þúsund hluti. Síðastliðið ár var viðburðaríkt og gjöfult í rekstri Marels. Tekjur ársins 2019 voru tæplega 1,3 milljarðar evra, skráning Marels í kauphöllina í Amsterdam síðastliðið sumar telst hafa heppnast vel meðfram hlutafjáraukningu um 15 prósent. Þá hækkaði hlutabréfaverð Marels í Kauphöllinn um 66 prósent í fyrra, mest allra félaga. Þá greindi félagið í gær frá nýrri langtímafjármögnun upp á 700 milljónir evra, sem ætlað er að veita félaginu „aukinn rekstrarlegan sveigjanleika og styður við langtímavaxtarmarkmið félagsins.“ Að sama skapi landaði Marel á dögunum samningi við Bell & Evans um hönnun og uppbyggingu á „nýrri og byltingarkenndri hátækni kjúklingaverksmiðju“ í Bandaríkjunum. Fyrstu vikur ársins 2020 gefa því „góð fyrirheit um framhaldið,“ eins og Árni Oddur komst að orði í tilkynningu í gærkvöldi.Sjá einnig: Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Stjórn Marel mun leggja til við aðalfund félagsins, sem haldinn verður þann 18.mars nk., að hluthafar fái greiddan arð fyrir rekstrarárið 2019 sem nemur 5,79 evrusentum á hlut. Áætluð heildararðgreiðsla nemur um 44 milljónum evra sem samsvarar um það bil 40 prósent af hagnaði ársins, sem nam 110,1 milljónum evra. Þar á Árni aftur von á greiðslu enda á hann næstum fimmtungshlut í félaginu Eyri Invest, næst stærsta hluthafa Marels. Meðal annarra eigenda Eyris Invest eru Þórður Magnússon, faðir Árna, sem á 20,6 prósent og Landsbankinn með 14,1 prósent. Eyrir Invest á nú tæplega 25 prósent í Marel.
Markaðir Tekjur Tengdar fréttir Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02 Keyptu í Marel fyrir 1.350 milljónir Erlendir fjárfestingarsjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, bættu við sig um 2,3 milljónum hluta að nafnverði í félaginu í síðasta mánuði, eða fyrir um 1.350 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa Marels. 6. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Árni Oddur sæmdur riddarakrossi Fjórtán Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslenski fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2020 15:02
Keyptu í Marel fyrir 1.350 milljónir Erlendir fjárfestingarsjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, bættu við sig um 2,3 milljónum hluta að nafnverði í félaginu í síðasta mánuði, eða fyrir um 1.350 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa Marels. 6. nóvember 2019 08:00