Sjávarútvegssveitarfélög vilja hlutdeild í tekjum að auðlindanýtingu í sjávarútvegi til að mæta loðnubresti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. febrúar 2020 12:00 Sveitarfélagið Hornafjörður er eitt þeirra sveitarfélaga sem loðnubrestur bitnar á. Vísir/Vilhelm Líkt og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær ríkir ekki mikil bjartsýni um að loðna finnist í öðrum leiðangri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar og fjögurra annarra skipa á Íslandsmiðum. Loðnubrestur tvö ár í röð hefur mikil áhrif á þjóðarbúið, sveitarfélög og fyrirtæki sem ríkra hagsmuna hafa að gæta. Ein ástæða þess að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti um 0,25 prósentur í gær er lakari hagvöxtur heldur en gert hafði verið ráð fyrir, sem fyrst og fremst má rekja til erfiðrar stöðu útflutningsatvinnugreina. Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti í fyrra að vinna samantekt á heildaráhrifum loðnubrests í þeim sveitarfélögum sem loðnubrestur hafði mest áhrif á og var unnið úr upplýsingum frá fimm sveitarfélögum. „Að þetta skuli vera annað árið í röð sem þetta gerist er sínu alvarlegra. Við tókum saman minnisblað í fyrra þar sem við áætluðum að tekjutap sveitarfélaganna, sem urðu harðast úti þá, um 500 milljónir. Þetta er gríðarlegt högg að fá þetta annað árið í röð,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Gauti segir áríðandi að stjórnvöld komi að borðinu og ræði lausnir fyrir þau sveitarfélög sem loðnubrestur bitnar harðast á. „Það sem að spilar stóra rullu í þessu málið er að tækifæri fyrir þeirra sveitarfélaga sem fyrir þessu verða til að afla annarra tekna, til að vega á móti þessu tapi, er takmörkuð og það eru fá tækifæri fyrir íbúa til að finna aðra atvinnu við hæfi,“ segir Gauti og bætir við að samtökin hafi upplýst ráðherra um stöðu mála. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa haldið á lofti kröfunni um að sjávarútvegssveitarfélög fái hlutdeild í tekjum að auðlindanýtingu í sjávarútvegi til margra ára, einmitt til þess að geta tekist á við þessar sveiflur sem svo sem óumflýjanlegar í rekstri sem byggir á nýtingu auðlindarinnar og til að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Sjávarútvegur Mest lesið Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sjá meira
Líkt og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær ríkir ekki mikil bjartsýni um að loðna finnist í öðrum leiðangri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar og fjögurra annarra skipa á Íslandsmiðum. Loðnubrestur tvö ár í röð hefur mikil áhrif á þjóðarbúið, sveitarfélög og fyrirtæki sem ríkra hagsmuna hafa að gæta. Ein ástæða þess að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti um 0,25 prósentur í gær er lakari hagvöxtur heldur en gert hafði verið ráð fyrir, sem fyrst og fremst má rekja til erfiðrar stöðu útflutningsatvinnugreina. Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga samþykkti í fyrra að vinna samantekt á heildaráhrifum loðnubrests í þeim sveitarfélögum sem loðnubrestur hafði mest áhrif á og var unnið úr upplýsingum frá fimm sveitarfélögum. „Að þetta skuli vera annað árið í röð sem þetta gerist er sínu alvarlegra. Við tókum saman minnisblað í fyrra þar sem við áætluðum að tekjutap sveitarfélaganna, sem urðu harðast úti þá, um 500 milljónir. Þetta er gríðarlegt högg að fá þetta annað árið í röð,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga. Gauti segir áríðandi að stjórnvöld komi að borðinu og ræði lausnir fyrir þau sveitarfélög sem loðnubrestur bitnar harðast á. „Það sem að spilar stóra rullu í þessu málið er að tækifæri fyrir þeirra sveitarfélaga sem fyrir þessu verða til að afla annarra tekna, til að vega á móti þessu tapi, er takmörkuð og það eru fá tækifæri fyrir íbúa til að finna aðra atvinnu við hæfi,“ segir Gauti og bætir við að samtökin hafi upplýst ráðherra um stöðu mála. „Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa haldið á lofti kröfunni um að sjávarútvegssveitarfélög fái hlutdeild í tekjum að auðlindanýtingu í sjávarútvegi til margra ára, einmitt til þess að geta tekist á við þessar sveiflur sem svo sem óumflýjanlegar í rekstri sem byggir á nýtingu auðlindarinnar og til að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
Sjávarútvegur Mest lesið Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Sjá meira