Frestast að taka nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli í notkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 23:15 Þessi mynd var tekin af lyftunni fyrir áramót. Vísir/Tryggvi Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir í samtali við Vísi að það sé stefnt að því að taka nýju lyftuna í notkun í seinni hluta mars. Það ætti því að nást að taka hana í notkun fyrir páskana sem eru í apríl. Í Facebook-færslu bæjarins segir að slæm veðurskilyrði um of langan tíma hafi gert mönnum óhægt um vik að klára ýmsa tæknilega vinnu við uppsetningu og frágang lyftunnar. „Janúar fauk bara út í veður og vind,“ segir Guðmundur og vísar þar í slæmt veður í síðasta mánuði þar sem hver lægðin rak aðra með tilheyrandi úrkomu og roki. Það sé erfitt að skipuleggja vinnuna þegar svo illa viðrar. „Svo stillum við upp iðnaðarmönnunum og þeir eiga að gera þetta og þetta og þetta. Svo geta þeir ekki unnið í viku og fara að vinna í einhverju öðru og koma þá ekki alveg stökkvandi þegar veðrið dettur niður,“ segir Guðmundur. Eins og áður segir er stefnt að því að taka lyftuna í notkun í seinni hluta mars. Það mun því tæplega takast að opna hana fyrir vetrarfrí grunnskólanna. Hins vegar tekst það tæplega að ná að taka lyftuna í notkun fyrir vetrarfrí grunnskólanna. Það hefur notið vinsælda hjá fjölskyldum að fara í skíðaferð norður í vetrarfríinu. Hjá stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavíkurborg, er vetrarfrí um mánaðamótin febrúar-mars eða eftir um þrjár vikur. Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22 Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það mun frestast um rúman mánuð eða svo að taka nýja skíðalyftu í Hlíðarfjalli í notkun. Taka átti lyftuna í notkun nú um mánaðamótin en greint er frá því á Facebook-síðu Akureyrarbæjar að það muni frestast af óviðráðanlegum orsökum. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, segir í samtali við Vísi að það sé stefnt að því að taka nýju lyftuna í notkun í seinni hluta mars. Það ætti því að nást að taka hana í notkun fyrir páskana sem eru í apríl. Í Facebook-færslu bæjarins segir að slæm veðurskilyrði um of langan tíma hafi gert mönnum óhægt um vik að klára ýmsa tæknilega vinnu við uppsetningu og frágang lyftunnar. „Janúar fauk bara út í veður og vind,“ segir Guðmundur og vísar þar í slæmt veður í síðasta mánuði þar sem hver lægðin rak aðra með tilheyrandi úrkomu og roki. Það sé erfitt að skipuleggja vinnuna þegar svo illa viðrar. „Svo stillum við upp iðnaðarmönnunum og þeir eiga að gera þetta og þetta og þetta. Svo geta þeir ekki unnið í viku og fara að vinna í einhverju öðru og koma þá ekki alveg stökkvandi þegar veðrið dettur niður,“ segir Guðmundur. Eins og áður segir er stefnt að því að taka lyftuna í notkun í seinni hluta mars. Það mun því tæplega takast að opna hana fyrir vetrarfrí grunnskólanna. Hins vegar tekst það tæplega að ná að taka lyftuna í notkun fyrir vetrarfrí grunnskólanna. Það hefur notið vinsælda hjá fjölskyldum að fara í skíðaferð norður í vetrarfríinu. Hjá stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavíkurborg, er vetrarfrí um mánaðamótin febrúar-mars eða eftir um þrjár vikur.
Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22 Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Framkvæmdir við nýja skíðalyftu komnar á fullt Framkvæmdir við gerð nýrrar stólalyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli við Akureyri eru komnar á fullt. Allt kapp er lagt á að lyftan verði komin í gagnið í tæka tíð fyrir skíðavertíðina í vetur. 24. ágúst 2019 21:22
Styttist í að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verði tekin í notkun Skíðavertíðin hefur varið vel af stað í Hlíðarfjalli þessi jólin og það styttist í að ný stólalyfta verði opnuð. 30. desember 2019 09:30