Það er mikill hiti hjá knattspyrnuliði Barcelona um þessar mundir en Lionel Messi og íþróttastjórinn Eric Abidal rifust opinberlega í vikunni.
Abidal gagnrýndi leikmenn liðsins í kjölfar þess að Ernesto Valverde var rekinn. Abidal sagði að leikmennirnir væru einfaldlega ekki að leggja nægilega mikið á sig.
Messi svaraði honum fullum hálsi og sagði að hann væri ekki sáttur að sitja undir þessum ásökunum og að forráðamenn félagsins ættu að passa sig á því sem þeir segja um leikmenn félagsins.
Barcelona president Josep Maria Bartomeu has called a meeting with Eric Abidal to discuss the sporting director's future at the club following a public disagreement with Lionel Messi.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 5, 2020
Josep Maria Bartomeu, foresta Barcelona, ákvað svo í gær að kalla Abidal á fund sinn til að ræða um framtíð hans hjá félaginu eftir rifrildið við Messi.
Barcelona spilar við Athletic Bilbao í spænska bikarnum í kvöld en Quique Setien stýrir nú Börsungum. Hann hefur farið misjafnlega af stað en Barcelona marði Levante um helgina, 2-1.