Annar loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar: Loðna á „stangli“ en ekkert magn sem heitir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. febrúar 2020 12:00 Rannsóknarskip hafrannsóknarstofnunnar, Ári Friðriksson. Vísir /Vilhelm Stærð hrygningarstofns loðnu samkvæmt mælingum í janúar var um 64 þúsund tonn og langt undir þeim mörkum í gildandi aflareglu sem þarf að ná svo Hafrannsóknastofnun geti ráðlagt veiðar. Líkur á loðnubresti eru því afar miklar eins og málin standa nú. Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunnar auk fjögurra annarra skipa héldu af stað í annan leiðangur í leit að loðnu á laugardag. Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri, segir lítið hafa fundist það sem af er. „Það hefur nú lítið breyst . Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir. Verði loðnubrestur í ár er það annað árið í röð sem það gerist og hefur veruleg áhrif á þjóðarbúið og þau samfélög sem reiða sig á sjávarútveginn. Á síðasta ári lét stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vinna samantekt á heildar áhrifum loðnubrests þar sem hann hafði mest áhrif og var unnið úr upplýsingum frá Fjarðabyggð, Langanesbyggð, Sveitarfélaginu Hornafirði, Vestmannaeyjabæ og Vopnafjarðarhreppi. Þór Steinarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir loðnubrestinn koma niður á tekjum sveitarfélagsins en þó mest við laun fólks í sveitarfélaginu. „Hérna starfa mjög margir hjá Brimi og þau fyrirtæki sem eru hér þau þjónusta mikið Brim, þannig að þetta dreifir úr sér út um allt atvinnulífið hér,“ segir Þór.Í Vestmannaeyjum hefur loðnubrestur bein áhrif á 350 starfsmenn og er ígildi sextíu ársverka. Tapaðar launatekjum í Vestmannaeyjum eru að minnsta kosti milljarður króna, að því er fram kemur í Eyjafréttum. Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins segir að auk leitarinnar sé unnið eftir vísbendingum þar sem loðna hefur sést. „Það má geta þess að við horfum til þess að við höfum fréttir frá bátaum og togurum af loðnu hér og þar og munum skoða það. Það hefur eitthvað sést við Rifsbanka sem hugsanlega er að skríða upp á grunninn líka, þannig að við munum þurfa skoða grunninn líka fyrir norðan og norðaustan land,“ segir Birkir. Birkir segir það einu sinni áður hafa gerst að loðnubrestur hafi orðið tvö ár í röð. „Þetta er ansi sérstakt og áhyggjuefni en það má kannski benda á smá ljós í myrkrinu að síðasta haust að þó að við höfum mælt þennan árgang mjög lítinn í veiðistofninum núna þá mældum við allnokkuð af ungloðnu sem að gefur vonir fyrir næstu vertíð,“ segir Birkir, leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar. Byggðamál Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Segir skrítið að nefna að fleiri gjöld verði lögð á sjávarútveginn Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. 26. janúar 2020 11:55 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Stærð hrygningarstofns loðnu samkvæmt mælingum í janúar var um 64 þúsund tonn og langt undir þeim mörkum í gildandi aflareglu sem þarf að ná svo Hafrannsóknastofnun geti ráðlagt veiðar. Líkur á loðnubresti eru því afar miklar eins og málin standa nú. Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunnar auk fjögurra annarra skipa héldu af stað í annan leiðangur í leit að loðnu á laugardag. Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri, segir lítið hafa fundist það sem af er. „Það hefur nú lítið breyst . Við erum svona að byrja að þreifa á þessu og enn sem komið er að þá er búið að vera lítið að sjá. Það eru þrjú skip sem eru komin þarna fyrir austan land og eru að skanna bæði utan við landgrunnsbrúnina og uppá landgrunninum og þar er enn sem komið er lítið að sjá. Það er svona loðna á stangli en ekkert magn sem heitir,“ segir Birkir. Verði loðnubrestur í ár er það annað árið í röð sem það gerist og hefur veruleg áhrif á þjóðarbúið og þau samfélög sem reiða sig á sjávarútveginn. Á síðasta ári lét stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vinna samantekt á heildar áhrifum loðnubrests þar sem hann hafði mest áhrif og var unnið úr upplýsingum frá Fjarðabyggð, Langanesbyggð, Sveitarfélaginu Hornafirði, Vestmannaeyjabæ og Vopnafjarðarhreppi. Þór Steinarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir loðnubrestinn koma niður á tekjum sveitarfélagsins en þó mest við laun fólks í sveitarfélaginu. „Hérna starfa mjög margir hjá Brimi og þau fyrirtæki sem eru hér þau þjónusta mikið Brim, þannig að þetta dreifir úr sér út um allt atvinnulífið hér,“ segir Þór.Í Vestmannaeyjum hefur loðnubrestur bein áhrif á 350 starfsmenn og er ígildi sextíu ársverka. Tapaðar launatekjum í Vestmannaeyjum eru að minnsta kosti milljarður króna, að því er fram kemur í Eyjafréttum. Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins segir að auk leitarinnar sé unnið eftir vísbendingum þar sem loðna hefur sést. „Það má geta þess að við horfum til þess að við höfum fréttir frá bátaum og togurum af loðnu hér og þar og munum skoða það. Það hefur eitthvað sést við Rifsbanka sem hugsanlega er að skríða upp á grunninn líka, þannig að við munum þurfa skoða grunninn líka fyrir norðan og norðaustan land,“ segir Birkir. Birkir segir það einu sinni áður hafa gerst að loðnubrestur hafi orðið tvö ár í röð. „Þetta er ansi sérstakt og áhyggjuefni en það má kannski benda á smá ljós í myrkrinu að síðasta haust að þó að við höfum mælt þennan árgang mjög lítinn í veiðistofninum núna þá mældum við allnokkuð af ungloðnu sem að gefur vonir fyrir næstu vertíð,“ segir Birkir, leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar.
Byggðamál Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Segir skrítið að nefna að fleiri gjöld verði lögð á sjávarútveginn Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. 26. janúar 2020 11:55 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Þungt hljóð í Vestmannaeyingum vegna loðnubrests. 5. febrúar 2020 09:02
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39
Segir skrítið að nefna að fleiri gjöld verði lögð á sjávarútveginn Sjávarútvegsráðherra segir að ef loðnubrestur verði annað árið í röð hafi það áhrif á þjóðarbúið, sjávarútvegsfyrirtæki og þau samfélög sem þau starfa innan. 26. janúar 2020 11:55
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00