Mörg þúsund föst á skemmtiferðaskipi í Japan vegna Wuhan-veirusmits Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 06:30 Skemmtiferðaskipið Diamond Princess. Vísir/AP Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. Alls eru rúmlega 24 þúsund tilfelli af veirunni staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Tíu tilfelli hafa jafnframt verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipi sem er nú í einangrun í Japan. Heilbrigðisráðuneyti Kína staðfesti 65 andlát í gær. Aldrei hafa fleiri látist vegna veirunnar á einum degi. Andlátin eru öll á meginlandi Kína en tveir hafa hingað til látist utan landsteinanna; einn á Filippseyjum og annar í Hong Kong. Báðir höfðu mennirnir heimsótt Wuhan áður en þeir veiktust og einnig voru þeir báðir með undirliggjandi sjúkdóma. Þá er talið að fleiri farþegar skemmtiferðaskipsins Diamond Princess, sem gert er út af fyrirtækinu Carnival Corp, muni greinast með veiruna. Tíu tilfelli hafa þegar verið staðfest, líkt og áður segir, og munu hinir smituðu vera fluttir á sjúkrahús. Þeir sem hafa smitast eru frá Ástralíu, Japan, Hong Kong, Bandaríkjunum og Filippseyjum. Öðrum verður haldið í einangrun í skipinu, sem er við bryggju í borginni Yokohama, í tvær vikur. Alls eru 3700 manns um borð. Staðfest tilfelli nýju kórónaveirunnar í Japan eru nú orðin 33. Þá hefur einkenna veirunnar gætt meðal þrjátíu áhafnarmeðlima annars skemmtiferðaskips, sem ber heitið World Dream og gert er út af fyrirtækinu Dream Cruises. Skipinu var neitað um inngöngu í Taívan en kom í höfn í Hong Kong í dag. Heilbrigðisyfirvöld prófa nú fyrir veirunni um borð í skipinu en nær allir farþegar eru frá Hong Kong. Þrír Kínverjar sem síðar greindust með veiruna ferðuðust með skipinu í janúar. Hong Kong Japan Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28 Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Alls eru nú 490 látnir af völdum nýju kórónaveirunnar, sem kennd hefur verið við kínversku borgina Wuhan þar sem hún er talin eiga upptök sín. Alls eru rúmlega 24 þúsund tilfelli af veirunni staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Tíu tilfelli hafa jafnframt verið staðfest um borð í skemmtiferðaskipi sem er nú í einangrun í Japan. Heilbrigðisráðuneyti Kína staðfesti 65 andlát í gær. Aldrei hafa fleiri látist vegna veirunnar á einum degi. Andlátin eru öll á meginlandi Kína en tveir hafa hingað til látist utan landsteinanna; einn á Filippseyjum og annar í Hong Kong. Báðir höfðu mennirnir heimsótt Wuhan áður en þeir veiktust og einnig voru þeir báðir með undirliggjandi sjúkdóma. Þá er talið að fleiri farþegar skemmtiferðaskipsins Diamond Princess, sem gert er út af fyrirtækinu Carnival Corp, muni greinast með veiruna. Tíu tilfelli hafa þegar verið staðfest, líkt og áður segir, og munu hinir smituðu vera fluttir á sjúkrahús. Þeir sem hafa smitast eru frá Ástralíu, Japan, Hong Kong, Bandaríkjunum og Filippseyjum. Öðrum verður haldið í einangrun í skipinu, sem er við bryggju í borginni Yokohama, í tvær vikur. Alls eru 3700 manns um borð. Staðfest tilfelli nýju kórónaveirunnar í Japan eru nú orðin 33. Þá hefur einkenna veirunnar gætt meðal þrjátíu áhafnarmeðlima annars skemmtiferðaskips, sem ber heitið World Dream og gert er út af fyrirtækinu Dream Cruises. Skipinu var neitað um inngöngu í Taívan en kom í höfn í Hong Kong í dag. Heilbrigðisyfirvöld prófa nú fyrir veirunni um borð í skipinu en nær allir farþegar eru frá Hong Kong. Þrír Kínverjar sem síðar greindust með veiruna ferðuðust með skipinu í janúar.
Hong Kong Japan Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28 Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07 Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Læknir sem varaði við Wuhan-veirunni var ávítaður af yfirvöldum og smitaðist svo sjálfur Kínverskur læknir, búsettur í kínversku borginni Wuhan þar sem nýr kórónaveirufaraldur er talinn eiga upptök sín, hefur verið hylltur sem hetja eftir að hann varaði við veirunni þegar hún uppgötvaðist fyrst í desember. 4. febrúar 2020 13:28
Olíuverð lækkaði töluvert á mörkuðum Olíuverð á heimsmörkuðum lækkaði töluvert á mörkuðum í gær og hefur ekki verið lægra í heilt ár. 4. febrúar 2020 07:07
Setja upp sóttkví í Síberíu vegna veirunnar Rússar sem voru fluttir frá Wuhan í Kína þurfa að dúsa í einangrun í Síberíu í tvær vikur. 4. febrúar 2020 14:15