Fótbolti

Håland skoraði enn eitt markið en Dort­mund úr leik í bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Norðmaðurinn fagnar marki.
Norðmaðurinn fagnar marki. vísir/getty

Erling Braut Håland heldur áfram að leika á alls oddi í Evrópuboltanum en hann skoraði fyrra mark Dortmund í 3-2 bikartapi gegn Werder Bremen í kvöld.

Það var kraftur í Werder Bremen í fyrri hálfleik og þeir komust í 2-0 með mörkum frá Davie Selke og Leonardo Bittencourt. Staðan 2-0 í hálfleik.

Norski framherjinn var sendur á vettvang í hálfleik og það tók hann einungis 21 mínútu að minnka muninn fyrir Dortmund. Ótrúlegur markaskorari.







Milot Rashica kom Bremen í 3-1 á 70. mínútu en þremur mínútum síðar minnkaði annar varamaður, Giovanni Reyna, muninn fyrir Dortmund.

Nær komust þeir ekki og Werder Bremen er komin áfram í bikarnum líkt og Forstuna Dusseldorf, Eintracht Frankfurt og Schalke.

Öll úrslit kvöldsins:

FC Kaiserslautern - Fortuna Dusseldorf 2-5

Eintracht Frankfurt - Leipzig 3-1

Schalke - Hertha 3-2 (eftir framlengingu)

Werder Bremen - Dortmund 3-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×