„Janúar var mjög illviðrasamur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 17:53 Frá höfninni við Flateyri eftir að snjóflóð féll í bænum í janúar sem olli miklu eignatjóni. vísir/egill Veðurstofa Íslands hefur birt yfirlit sitt yfir tíðarfar í janúar síðastliðnum. Þar kemur meðal annars fram að illviðrisdagar hafi verið óvenju margir eða með því hæsta sem verið hefur. Þá var meðalvindhraði einnig óvenju hár og í raun sá hæsti síðan í febrúar 2015: „Janúar var mjög illviðrasamur. Meðalvindhraði var óvenju hár og sá hæsti síðan í febrúar 2015. Illviðrisdagar voru óvenju margir, með því mesta sem hefur verið. Úrkoma var vel yfir meðallagi um mest allt land. Mjög snjóþungt var á Vestfjörðum og féllu tvö stór snjóflóð á Flateyri og það þriðja í Súgandafirði þ. 14. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum vegna óveðurs,“ segir í yfirlitinu á vef Veðurstofunnar. Að jafnaði var hlýjast á Austurlandi en kaldast á Vestfjörðum og inni á hálendi. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 2,9 stig, en lægstur, -6,8 stig, í Sandbúðum. Í byggð var meðalhitinn lægstur -4,1 stig í Svartárkoti. „Hæsti hiti mánaðarins mældist 15,3 stig á Dalatanga þ. 22. Mest frost í mánuðinum mældist -21,8 stig í Veiðivatnahrauni þ. 3. Mest frost í byggð mældist -20,5 í Víðidal þ. 3.,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þá var úrkomusamt í janúar eins og flestir landsmenn muna eflaust eftir: „Úrkoma í Reykjavík mældist 124,0 mm sem er 64 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 77,9 mm sem er 41 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 131,4 mm sem er nærri tvöfalt meiri úrkoma en að meðallagi. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meira í Reykjavík voru 23, 10 fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 20 daga mánaðarins , 9 fleiri en í meðalári.“ Það var síðan mikið fannfergi á Vestfjörðum í mánuðinum. Þann 14. janúar féllu stór snjóflóð á Flateyri og Suðureyri og ollu miklu eignatjóni. Þá varð öngþveiti á Keflavíkurflugvelli þann 13. janúar þegar mikið hríðarveður gekk yfir Reykjanes.Nánar má lesa um tíðarfarið í janúar á vef Veðurstofu Íslands. Veður Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur birt yfirlit sitt yfir tíðarfar í janúar síðastliðnum. Þar kemur meðal annars fram að illviðrisdagar hafi verið óvenju margir eða með því hæsta sem verið hefur. Þá var meðalvindhraði einnig óvenju hár og í raun sá hæsti síðan í febrúar 2015: „Janúar var mjög illviðrasamur. Meðalvindhraði var óvenju hár og sá hæsti síðan í febrúar 2015. Illviðrisdagar voru óvenju margir, með því mesta sem hefur verið. Úrkoma var vel yfir meðallagi um mest allt land. Mjög snjóþungt var á Vestfjörðum og féllu tvö stór snjóflóð á Flateyri og það þriðja í Súgandafirði þ. 14. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum vegna óveðurs,“ segir í yfirlitinu á vef Veðurstofunnar. Að jafnaði var hlýjast á Austurlandi en kaldast á Vestfjörðum og inni á hálendi. Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 2,9 stig, en lægstur, -6,8 stig, í Sandbúðum. Í byggð var meðalhitinn lægstur -4,1 stig í Svartárkoti. „Hæsti hiti mánaðarins mældist 15,3 stig á Dalatanga þ. 22. Mest frost í mánuðinum mældist -21,8 stig í Veiðivatnahrauni þ. 3. Mest frost í byggð mældist -20,5 í Víðidal þ. 3.,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þá var úrkomusamt í janúar eins og flestir landsmenn muna eflaust eftir: „Úrkoma í Reykjavík mældist 124,0 mm sem er 64 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 77,9 mm sem er 41 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 131,4 mm sem er nærri tvöfalt meiri úrkoma en að meðallagi. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meira í Reykjavík voru 23, 10 fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoma 1,0 mm eða meiri 20 daga mánaðarins , 9 fleiri en í meðalári.“ Það var síðan mikið fannfergi á Vestfjörðum í mánuðinum. Þann 14. janúar féllu stór snjóflóð á Flateyri og Suðureyri og ollu miklu eignatjóni. Þá varð öngþveiti á Keflavíkurflugvelli þann 13. janúar þegar mikið hríðarveður gekk yfir Reykjanes.Nánar má lesa um tíðarfarið í janúar á vef Veðurstofu Íslands.
Veður Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Sjá meira