Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 16:48 Nancy Pelosi klappar eftirminnilega fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir stefnuræðu hans í fyrra. Þá voru demókratar nýteknir við meirihluta í fulltrúadeildinni. Vísir/Getty Bandarískir þingmenn sem greiða að líkindum atkvæði um hvort sýkna eigi eða sakfella Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot á morgun hlýða á stefnuræðu hans í sameinuðu þingi í kvöld. Forsetinn er sagður ætla að leggja áherslu á „bjartsýni“ og afrek sín í embætti í aðdraganda kosninga sem fara fram síðar á árinu. Trump flytur árlega stefnuræðu forseta fyrir sameinuðu Bandaríkjaþingi í sal fulltrúadeildarinnar þar sem hann var kærður fyrir embættisbrot fyrir innan við tveimur mánuðum. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump í atkvæðagreiðslu á morgun. Washington Post hefur eftir ráðgjöfum forsetans að meginstef stefnuræðunnar verði „mikla endurkoma Bandaríkjanna“ og að hann ætli að leggja upp með „gegndarlausa bjartsýni“. Óljóst er hvort að Trump nýti tækifærið til að barma sér yfir málsmeðferð þingsins á kærunni á hendur honum. Einhverjir þingmenn repúblikana eru sagðir hafa ráðið forsetanum frá því að ræða kæruferlið eða hrósa sigri í ræðunni. Búist við sýknu á morgun Öldungadeildin hélt áfram að fjalla um kærurnar í dag með lokamálflutningsræðum sækjenda fulltrúadeildarinnar og verjenda forsetans. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana, hvatti þingmenn til að sýkna Trump og sakaði demókrata um að reyna að ná fram hefndum fyrir kosningaósigur sinn árið 2016. Chuck Schumer, leiðtogi minnihluta demókrata, hélt á móti fram að Trump forseti væri ógn við lýðræði í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Trump var kærður fyrir að misnota vald sitt með því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans og fyrir að hindra rannsókn þingsins á því. Repúblikanar í öldungadeildinni felldu tillögu um að kalla til vitni eða leggja fram ný gögn í málinu þrátt fyrir að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem bar ekki vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi lýst sig tilbúinn til að gefa öldungadeildinni skýrslu. Í handriti að bók sem Bolton hefur skrifað um veru sína í Hvíta húsinu er hann sagður lýsa því hvernig Trump notaði hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu til þess að kúga Úkraínumenn til að hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum keppinauti Trump í forsetakosningum á þessu ári. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Bandarískir þingmenn sem greiða að líkindum atkvæði um hvort sýkna eigi eða sakfella Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot á morgun hlýða á stefnuræðu hans í sameinuðu þingi í kvöld. Forsetinn er sagður ætla að leggja áherslu á „bjartsýni“ og afrek sín í embætti í aðdraganda kosninga sem fara fram síðar á árinu. Trump flytur árlega stefnuræðu forseta fyrir sameinuðu Bandaríkjaþingi í sal fulltrúadeildarinnar þar sem hann var kærður fyrir embættisbrot fyrir innan við tveimur mánuðum. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump í atkvæðagreiðslu á morgun. Washington Post hefur eftir ráðgjöfum forsetans að meginstef stefnuræðunnar verði „mikla endurkoma Bandaríkjanna“ og að hann ætli að leggja upp með „gegndarlausa bjartsýni“. Óljóst er hvort að Trump nýti tækifærið til að barma sér yfir málsmeðferð þingsins á kærunni á hendur honum. Einhverjir þingmenn repúblikana eru sagðir hafa ráðið forsetanum frá því að ræða kæruferlið eða hrósa sigri í ræðunni. Búist við sýknu á morgun Öldungadeildin hélt áfram að fjalla um kærurnar í dag með lokamálflutningsræðum sækjenda fulltrúadeildarinnar og verjenda forsetans. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana, hvatti þingmenn til að sýkna Trump og sakaði demókrata um að reyna að ná fram hefndum fyrir kosningaósigur sinn árið 2016. Chuck Schumer, leiðtogi minnihluta demókrata, hélt á móti fram að Trump forseti væri ógn við lýðræði í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Trump var kærður fyrir að misnota vald sitt með því að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans og fyrir að hindra rannsókn þingsins á því. Repúblikanar í öldungadeildinni felldu tillögu um að kalla til vitni eða leggja fram ný gögn í málinu þrátt fyrir að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem bar ekki vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi lýst sig tilbúinn til að gefa öldungadeildinni skýrslu. Í handriti að bók sem Bolton hefur skrifað um veru sína í Hvíta húsinu er hann sagður lýsa því hvernig Trump notaði hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu til þess að kúga Úkraínumenn til að hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum keppinauti Trump í forsetakosningum á þessu ári.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira