Innlent

Varað við flughálku síðar í dag

Kjartan Kjartansson skrifar
Vegagerðin varar við flughálku á nokkrum köflum.
Vegagerðin varar við flughálku á nokkrum köflum. Vísir/Vilhelm

Flughálku gæti gert síðar í dag þegar hitinn kemst upp fyrir frostmark, sérstaklega norðanlands, á Vestfjörðum og í Dölum. Vegagerðin segir vetrarfærð í öllum landshlutum og að víðast hver sé nokkur hálka og sums staðar snjóþekja.

Spáð er vaxandi sunnanátt 8-15 metrum á sekúndu á landinu í dag með slyddu eða snjókomu upp úr hádegi en síðar rigningu. Veður fer hlýnandi og gæti hiti verið á bilinu eitt til sjö stig seint í kvöld. Vegna þeirra aðstæðna varar Vegagerðin við hættu á flughálku á Twitter-síðu sinni.

Á morgun er gert ráð fyrir sunnan og suðvestan 10-18 metrum á sekúndu, rigningu eða súld. Úrkomuminna á að vera norðaustanlands. Draga á úr úrkomunni annað kvöld með hita á bilinu fjögur til ellefu stig, hlýjast norðanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×