Akureyrarbær mátti ekki afturkalla ráðningu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 22:51 Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að leita leiða til að rétta hlut konunnar og taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. vísir/vilhelm Akureyrarbæ var ekki heimilt að afturkalla ráðningu konu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá bænum eftir að henni hafði verið tilkynnt um ráðninguna. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis sem birt hefur álit sitt á vefnum en fyrst var greint frá á vef RÚV. Í áliti umboðsmanns kemur fram að konunni hafi verið boðið starfið að loknu ráðningarferli. Skömmu síðar hafi Akureyrarbær hins vegar tilkynnt henni að ekki gæti orðið af ráðningunni vegna þess að háskólapróf konunnar væri annars eðlis en gengið hefði verið út frá þegar umsóknir um starfið voru metnar. Laut athugun umboðsmanns að því menntunarskilyrði sem bærinn ákvað að leggja til grundvallar ráðningunni auk málsmeðferðar sveitarfélagsins við undirbúning þess að ráðning konunnar var afturkölluð. Þegar starfið var auglýst í febrúar 2019 var eitt skilyrðið að umsækjendur hefðu háskólapróf sem nýttist í starfi. Konan sem ráðin var hafði meðal annars lokið einu ári í grunnnámi við Háskóla Íslands og síðar lokaprófi í tveggja ára blaðamennskunámi við norskan háskóla. Rök bæjarins fyrir því að afturkalla ráðninguna voru þau að konan hefði ekki lokið BA-, BS-prófi eða sambærilegu prófi en litið hefði verið svo á að skilyrðið um „háskólapróf“ í auglýsingunni hefði falið það í sér. Ekki minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni Að mati umboðsmanns er Akureyrarbær bundinn af orðalaginu í auglýsingunni og getur ekki breytt hæfniskröfunum fyrir starfið eftir á. Ekki hafi verið minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni og hugtakið „háskólapróf“ væri almennt ekki skilið svo að þar væri eingöngu um að ræða bakkalárpróf. „Þar þyrfti m.a. að líta til þess að prófgráðum við háskóla gæti lokið á styttri tíma en þau teldust engu að síður fullnaðarpróf, og þá eftir atvikum í samræmi við kröfur sem gerðar hefðu verið á þeim tíma sem þeim var lokið. Af því leiddi, með hliðsjón af gögnum málsins, að ekki yrði annað ráðið en að A hafi uppfyllt það skilyrði að vera með háskólapróf þar sem hún hefði lokið tveggja ára námi í blaðamennsku á háskólastigi. Jafnframt hefði orðalag auglýsingar um starfið ekki gefið ótvírætt til kynna þá ætlan sveitarfélagsins að krefjast bakkalárprófs,“ segir á vef umboðsmanns. Það er því niðurstaða umboðsmanns að sveitarfélagið hafi brostið skilyrði til þess að afturkalla ráðningu á þeim grundvelli sem það var gert. Enn fremur benti umboðsmaður á það að við undirbúning þess að ráðningin var afturkölluð hefði bærinn látið hjá líða að tilkynna konunni með skýrum og ótvíræðum hætti að til stæði að afturkalla ráðninguna og veita henni tiltekinn frest til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Málsmeðferðin hefði því að þessu leyti ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu og andmælareglu stjórnsýslulaga. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að leita leiða til að rétta hlut konunnar og taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu. Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Akureyrarbæ var ekki heimilt að afturkalla ráðningu konu í starf verkefnastjóra upplýsingamiðlunar hjá bænum eftir að henni hafði verið tilkynnt um ráðninguna. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis sem birt hefur álit sitt á vefnum en fyrst var greint frá á vef RÚV. Í áliti umboðsmanns kemur fram að konunni hafi verið boðið starfið að loknu ráðningarferli. Skömmu síðar hafi Akureyrarbær hins vegar tilkynnt henni að ekki gæti orðið af ráðningunni vegna þess að háskólapróf konunnar væri annars eðlis en gengið hefði verið út frá þegar umsóknir um starfið voru metnar. Laut athugun umboðsmanns að því menntunarskilyrði sem bærinn ákvað að leggja til grundvallar ráðningunni auk málsmeðferðar sveitarfélagsins við undirbúning þess að ráðning konunnar var afturkölluð. Þegar starfið var auglýst í febrúar 2019 var eitt skilyrðið að umsækjendur hefðu háskólapróf sem nýttist í starfi. Konan sem ráðin var hafði meðal annars lokið einu ári í grunnnámi við Háskóla Íslands og síðar lokaprófi í tveggja ára blaðamennskunámi við norskan háskóla. Rök bæjarins fyrir því að afturkalla ráðninguna voru þau að konan hefði ekki lokið BA-, BS-prófi eða sambærilegu prófi en litið hefði verið svo á að skilyrðið um „háskólapróf“ í auglýsingunni hefði falið það í sér. Ekki minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni Að mati umboðsmanns er Akureyrarbær bundinn af orðalaginu í auglýsingunni og getur ekki breytt hæfniskröfunum fyrir starfið eftir á. Ekki hafi verið minnst á bakkalárpróf í auglýsingunni og hugtakið „háskólapróf“ væri almennt ekki skilið svo að þar væri eingöngu um að ræða bakkalárpróf. „Þar þyrfti m.a. að líta til þess að prófgráðum við háskóla gæti lokið á styttri tíma en þau teldust engu að síður fullnaðarpróf, og þá eftir atvikum í samræmi við kröfur sem gerðar hefðu verið á þeim tíma sem þeim var lokið. Af því leiddi, með hliðsjón af gögnum málsins, að ekki yrði annað ráðið en að A hafi uppfyllt það skilyrði að vera með háskólapróf þar sem hún hefði lokið tveggja ára námi í blaðamennsku á háskólastigi. Jafnframt hefði orðalag auglýsingar um starfið ekki gefið ótvírætt til kynna þá ætlan sveitarfélagsins að krefjast bakkalárprófs,“ segir á vef umboðsmanns. Það er því niðurstaða umboðsmanns að sveitarfélagið hafi brostið skilyrði til þess að afturkalla ráðningu á þeim grundvelli sem það var gert. Enn fremur benti umboðsmaður á það að við undirbúning þess að ráðningin var afturkölluð hefði bærinn látið hjá líða að tilkynna konunni með skýrum og ótvíræðum hætti að til stæði að afturkalla ráðninguna og veita henni tiltekinn frest til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Málsmeðferðin hefði því að þessu leyti ekki verið í samræmi við rannsóknarreglu og andmælareglu stjórnsýslulaga. Umboðsmaður beindi þeim tilmælum til Akureyrarbæjar að leita leiða til að rétta hlut konunnar og taka framvegis mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í álitinu.
Akureyri Stjórnsýsla Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira