Íslendingar losa mest allra Evrópuþjóða Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 09:30 Losun frá orkufrekum iðnaði eins og álframleiðslu hefur meira en tvöfaldast á þrjátíu árum. Vísir/Vilhelm Binda þarf og geyma kolefni frá iðnaði til þess að Ísland nái markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Ísland og Noregur eru einu norðurlöndin sem juku losun gróðurhúsalofttegunda frá lokum 9. áratugsins og losun á hvern íbúa á Íslandi er sú mesta í Evrópu. Vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er gerð skil í nýrri skýrslu um ástand norðursvæðis á vegum norrænu ráðherranefndarinnar sem birt var í dag. Þar kemur fram að losunin á Íslandi jókst um 32% frá 1990 til 2017. Ísland og Noregur eru einu löndin þar sem losunin jókst á tímabilinu en í Noregi nam aukningin þó aðeins um 3%. Á sama tíma dróst losun Danmerkur saman 30%, Svíþjóðar um 26% og Finnlands um 22%. Hraðar hefur dregið úr losun í þessum löndum frá árinu 2007, að sögn skýrsluhöfunda Nordregio, rannsóknastofnunar ráðherranefndarinnar. Vöxturinn í losun á Íslandi er fyrst og fremst rakinn til meiri umsvifa í orkufrekum iðnaði eins og álframleiðslu. Iðnaðarlosun jókst þannig um 113% frá 1990 til 2017 og nemur nú um 40% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Auk þess jókst losun vegna samgangna um 57% á Íslandi frá 2000 til 2017, meðal annars vegna fjölgunnar ferðamanna. Orkunotkun vegna húshitunar jókst um 22% á sama tímabili. Ísland er engu að síður fremst Norðurlandanna í hlutfalli endurnýjanlegrar orku með 72%. Losun frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins um losunarheimildir (ETC) og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Koltvísýringur og brennisteinsvetni úr gufu hefur verið bundinn í jörðu við Hellisheiðarvirkjun að undanförnu. Skýrsluhöfundar telja mikilvægt að skala tæknina upp til að Ísland geti náð loftslagsmarkmiðum sínum.Vísir/Vilhelm Leggja áherslu á kolefnisbindingu og geymslu Skýrsluhöfundar telja þróun í orkunotkun og losun á Íslandi á skjön við yfirlýst markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Ætli Íslendingar sér að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum þurfi þeir að nýta sér tækni til kolefnisbindingar og geymslu í þungaiðnaði. Fjallað er um áform fimm stærstu losenda í íslenskum iðnaði um að nota tækni CarbFix-verkefnis Orku náttúrunnar. Verkefnið gengur út á að leysa koltvísýring úr útblæstri upp í vatni og dæla honum ofan í jörðina þar sem hann verður að steini. Tæknin hefur verið notuð í tilraunaskyni við jarðvarmavirkjunina á Hellisheiði. Fram kemur að kostnaðurinn við kolefnisbindinguna nemi nú um 25 dollurum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund íslenskra króna, á tonn koltvísýrings. Kostnaðurinn er þannig sambærilegur við verðið á losunarheimildum innan samevrópska viðskiptakerfisins. Ætli Íslendingar sér að ná kolefnishlutleysi innan tuttugu ára þurfi þeir að skala tæknina til að binda kolefni verulega upp. Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Binda þarf og geyma kolefni frá iðnaði til þess að Ísland nái markmiðum sínum um kolefnishlutleysi. Ísland og Noregur eru einu norðurlöndin sem juku losun gróðurhúsalofttegunda frá lokum 9. áratugsins og losun á hvern íbúa á Íslandi er sú mesta í Evrópu. Vaxandi losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er gerð skil í nýrri skýrslu um ástand norðursvæðis á vegum norrænu ráðherranefndarinnar sem birt var í dag. Þar kemur fram að losunin á Íslandi jókst um 32% frá 1990 til 2017. Ísland og Noregur eru einu löndin þar sem losunin jókst á tímabilinu en í Noregi nam aukningin þó aðeins um 3%. Á sama tíma dróst losun Danmerkur saman 30%, Svíþjóðar um 26% og Finnlands um 22%. Hraðar hefur dregið úr losun í þessum löndum frá árinu 2007, að sögn skýrsluhöfunda Nordregio, rannsóknastofnunar ráðherranefndarinnar. Vöxturinn í losun á Íslandi er fyrst og fremst rakinn til meiri umsvifa í orkufrekum iðnaði eins og álframleiðslu. Iðnaðarlosun jókst þannig um 113% frá 1990 til 2017 og nemur nú um 40% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Auk þess jókst losun vegna samgangna um 57% á Íslandi frá 2000 til 2017, meðal annars vegna fjölgunnar ferðamanna. Orkunotkun vegna húshitunar jókst um 22% á sama tímabili. Ísland er engu að síður fremst Norðurlandanna í hlutfalli endurnýjanlegrar orku með 72%. Losun frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins um losunarheimildir (ETC) og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Koltvísýringur og brennisteinsvetni úr gufu hefur verið bundinn í jörðu við Hellisheiðarvirkjun að undanförnu. Skýrsluhöfundar telja mikilvægt að skala tæknina upp til að Ísland geti náð loftslagsmarkmiðum sínum.Vísir/Vilhelm Leggja áherslu á kolefnisbindingu og geymslu Skýrsluhöfundar telja þróun í orkunotkun og losun á Íslandi á skjön við yfirlýst markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi árið 2040. Ætli Íslendingar sér að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum þurfi þeir að nýta sér tækni til kolefnisbindingar og geymslu í þungaiðnaði. Fjallað er um áform fimm stærstu losenda í íslenskum iðnaði um að nota tækni CarbFix-verkefnis Orku náttúrunnar. Verkefnið gengur út á að leysa koltvísýring úr útblæstri upp í vatni og dæla honum ofan í jörðina þar sem hann verður að steini. Tæknin hefur verið notuð í tilraunaskyni við jarðvarmavirkjunina á Hellisheiði. Fram kemur að kostnaðurinn við kolefnisbindinguna nemi nú um 25 dollurum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund íslenskra króna, á tonn koltvísýrings. Kostnaðurinn er þannig sambærilegur við verðið á losunarheimildum innan samevrópska viðskiptakerfisins. Ætli Íslendingar sér að ná kolefnishlutleysi innan tuttugu ára þurfi þeir að skala tæknina til að binda kolefni verulega upp.
Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira