Bjóða út breikkun hringvegar milli Selfoss og Hveragerðis Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2020 10:09 Byrjað verður á kaflanum næst Selfossi. Ingólfsfjall til vinstri og Ölfusá til hægri. Mynd/Vegagerðin. Vegagerðin hefur boðið út annan áfanga í breikkun hringvegarins um Ölfus milli Selfoss og Hveragerðis. Þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu en tilboðsfrestur er einn mánuður, til 3. mars 2020. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 5,5 milljörðum króna í þetta 7,1 kílómetra verk en því á öllu að vera lokið í september árið 2023. Þegar framkvæmdum lýkur verður kominn 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum milli þessara tveggja fjölmennustu bæja Suðurlands. Í útboðslýsingu segir að auk nýbyggingar og endurgerðar hringvegarins felist í verkinu gerð nýrra vegamóta við Kirkjuferjuveg og Hvammsveg eystri, gerð hringtorgs við Biskupstungnabraut, nýbyggingu Ölfusvegar, breytingu Þórustaðavegar og Biskupstungnabrautar sem og gerð heimreiða. Hluti verksins er bygging fimm steyptra brúa og undirganga ásamt tveggja reiðganga úr stáli. Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu. Byrjað verður sunnan Ingólfsfjalls, á gerð hringtorgs norðan Selfoss, á gatnamótum þjóðvegarins í átt að Sogsbrú. Verktakarnir munu svo færa sig vestar en verkinu verður skipt upp í sex verkhluta, og þeir teknir í notkun í áföngum á tímabilinu. Fyrsti áfanginn, tveggja og hálfs kílómetra kafli austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, var unninn á síðasta ári og opnaður umferð í haust. Sýnt var með myndrænni grafík Vegagerðarinnar hvernig vegurinn kemur til með að líta út í frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði, sem sjá má hér: Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27 Breikkun sjö kílómetra kafla milli Selfoss og Hveragerðis boðin út Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus, 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum. 12. janúar 2020 22:00 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út annan áfanga í breikkun hringvegarins um Ölfus milli Selfoss og Hveragerðis. Þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu en tilboðsfrestur er einn mánuður, til 3. mars 2020. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 5,5 milljörðum króna í þetta 7,1 kílómetra verk en því á öllu að vera lokið í september árið 2023. Þegar framkvæmdum lýkur verður kominn 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum milli þessara tveggja fjölmennustu bæja Suðurlands. Í útboðslýsingu segir að auk nýbyggingar og endurgerðar hringvegarins felist í verkinu gerð nýrra vegamóta við Kirkjuferjuveg og Hvammsveg eystri, gerð hringtorgs við Biskupstungnabraut, nýbyggingu Ölfusvegar, breytingu Þórustaðavegar og Biskupstungnabrautar sem og gerð heimreiða. Hluti verksins er bygging fimm steyptra brúa og undirganga ásamt tveggja reiðganga úr stáli. Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu. Byrjað verður sunnan Ingólfsfjalls, á gerð hringtorgs norðan Selfoss, á gatnamótum þjóðvegarins í átt að Sogsbrú. Verktakarnir munu svo færa sig vestar en verkinu verður skipt upp í sex verkhluta, og þeir teknir í notkun í áföngum á tímabilinu. Fyrsti áfanginn, tveggja og hálfs kílómetra kafli austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, var unninn á síðasta ári og opnaður umferð í haust. Sýnt var með myndrænni grafík Vegagerðarinnar hvernig vegurinn kemur til með að líta út í frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði, sem sjá má hér:
Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27 Breikkun sjö kílómetra kafla milli Selfoss og Hveragerðis boðin út Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus, 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum. 12. janúar 2020 22:00 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27
Breikkun sjö kílómetra kafla milli Selfoss og Hveragerðis boðin út Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus, 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum. 12. janúar 2020 22:00