Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 06:42 Frá vinnustöðvun heilbrigðisstarfsfólks í Hong Kong. Vísir/EPA Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Heilbrigðisstarfsfólk í Hong Kong er nú í verkfalli og krefst þess að landamærum sjálfsstjórnarhéraðsins að meginlandi Kína verði lokað. Grunur er um yfir 21 þúsund tilfelli veirunnar og þá eru um 150 þúsund manns undir eftirliti lækna. 475 hafa náð sér af veirunni. Líkt og komið hefur fram hafa nú fleiri smitast af Wuhan-veirunni en Sars-veirunni árin 2002-2003. Dánarhlutfall í tilviki þeirrar fyrrnefndu er þó lægra, sem þykir benda til þess að hún sé ekki jafnbanvæn og Sars. Útbreiðsla veirunnar hefur haft víðtæk áhrif á kínverskt samfélag. Markaðir í Kína tóku til að mynda dýfu er þeir opnuðu í morgun í fyrsta sinn síðan 23. janúar, þegar aðeins 17 höfðu látist af veirunni. Þá hafa hundruð heilbrigðisstarfsmanna í Hong Kong nú lagt niður störf vegna veirunnar. Verkfallið nær til þeirra sem ekki teljast „ómissandi“ innan geirans. Þeir krefjast þess að landamærum Hong Kong og meginlands Kína verði lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þegar hafa allar lestar- og ferjusamgöngur milli Kína og sjálfstjórnarhéraðsins verið stöðvaðar til að stemma stigu við faraldrinum. Læknar og hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu í Hong Kong í dag en munu leggja niður störf á morgun, verði stjórnvöld ekki að kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Alls hafa 15 tilfelli Wuhan-veirunnar greinst í Hong Kong. Kínversk yfirvöld hafa gripið til víðtækra ráðstafana vegna veirunnar. Ráðist var í byggingu neyðarsjúkrahúsa í Wuhan og það fyrra, sem reis á aðeins átta dögum, var opnað í dag. Gert er ráð fyrir að hinn spítalinn verði tekinn í notkun á miðvikudag. Þá var fyrsta andlát af völdum veirunnar utan Kína staðfest í gær á Filippseyjum. Hinn látni var karlmaður á fimmtugsaldri. Mörg ríki heimsins hafa auk þess gert ráðstafanir til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Rússland hefur þannig lokað landamærum sínum að Kína og Ástralía og Bandaríkin hafa bannað ferðalög erlendra ríkisborgara frá Kína. Hong Kong Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. 1. febrúar 2020 15:35 Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. 2. febrúar 2020 13:13 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar utan Kína staðfest Karlmaður á fimmtugsaldri lést í Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. 2. febrúar 2020 07:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Heilbrigðisstarfsfólk í Hong Kong er nú í verkfalli og krefst þess að landamærum sjálfsstjórnarhéraðsins að meginlandi Kína verði lokað. Grunur er um yfir 21 þúsund tilfelli veirunnar og þá eru um 150 þúsund manns undir eftirliti lækna. 475 hafa náð sér af veirunni. Líkt og komið hefur fram hafa nú fleiri smitast af Wuhan-veirunni en Sars-veirunni árin 2002-2003. Dánarhlutfall í tilviki þeirrar fyrrnefndu er þó lægra, sem þykir benda til þess að hún sé ekki jafnbanvæn og Sars. Útbreiðsla veirunnar hefur haft víðtæk áhrif á kínverskt samfélag. Markaðir í Kína tóku til að mynda dýfu er þeir opnuðu í morgun í fyrsta sinn síðan 23. janúar, þegar aðeins 17 höfðu látist af veirunni. Þá hafa hundruð heilbrigðisstarfsmanna í Hong Kong nú lagt niður störf vegna veirunnar. Verkfallið nær til þeirra sem ekki teljast „ómissandi“ innan geirans. Þeir krefjast þess að landamærum Hong Kong og meginlands Kína verði lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þegar hafa allar lestar- og ferjusamgöngur milli Kína og sjálfstjórnarhéraðsins verið stöðvaðar til að stemma stigu við faraldrinum. Læknar og hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu í Hong Kong í dag en munu leggja niður störf á morgun, verði stjórnvöld ekki að kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Alls hafa 15 tilfelli Wuhan-veirunnar greinst í Hong Kong. Kínversk yfirvöld hafa gripið til víðtækra ráðstafana vegna veirunnar. Ráðist var í byggingu neyðarsjúkrahúsa í Wuhan og það fyrra, sem reis á aðeins átta dögum, var opnað í dag. Gert er ráð fyrir að hinn spítalinn verði tekinn í notkun á miðvikudag. Þá var fyrsta andlát af völdum veirunnar utan Kína staðfest í gær á Filippseyjum. Hinn látni var karlmaður á fimmtugsaldri. Mörg ríki heimsins hafa auk þess gert ráðstafanir til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Rússland hefur þannig lokað landamærum sínum að Kína og Ástralía og Bandaríkin hafa bannað ferðalög erlendra ríkisborgara frá Kína.
Hong Kong Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. 1. febrúar 2020 15:35 Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. 2. febrúar 2020 13:13 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar utan Kína staðfest Karlmaður á fimmtugsaldri lést í Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. 2. febrúar 2020 07:31 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. 1. febrúar 2020 15:35
Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. 2. febrúar 2020 13:13
Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar utan Kína staðfest Karlmaður á fimmtugsaldri lést í Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. 2. febrúar 2020 07:31