Muhammed og fjölskyldu verður ekki vísað úr landi Sylvía Hall skrifar 2. febrúar 2020 16:31 Fjölskyldan á samstöðufundinum í dag. Vísir/Nadine Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun kynna áform um styttingu hámarkstíma málsmeðferðar í hælismálum þar sem börn eiga í hlut. Tíminn færi þá úr átján mánuðum niður í sextán og hefur nú þegar verið ákveðið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. Með þessu verður Muhammed Zohair Faisal og foreldrum hans ekki vísað úr landi. Valur Grettisson, blaðamaður og talsmaður fjölskyldunnar, segir þau hafa fengið fregnirnar nú fyrir skömmu. „Við fengum símtal um þetta fyrir örstuttu síðan. Þá er búið að breyta reglum þannig að ríkisstjórnin mun ekki vísa fjölskyldum úr landi sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði,“ segir Valur í samtali við Vísi. Hann segir fjölskylduna orðlausa. „Við vorum bara að fá fréttirnar, við erum bara á Horninu að fá okkur pizzu. Hér erum við bara að faðmast og fagna.“ Hann segir niðurstöðuna mikið gleðiefni. Fjölskyldan sé ekki einungis orðin nátengd landinu heldur sé Muhammed Íslendingur og þekki ekkert annað. „Það má óska Íslendingum til hamingju með fyrsta Nóbelsverðlaunahafann sinn í eðlisfræði,“ segir Valur. Mikill fjöldi fólks kom saman á samstöðufundi í Vesturbæjarskóla fyrr í dag þar sem brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Þá höfðu hátt í átján þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem óskað var eftir því að þeim yrði ekki vísað úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það skýran vilja stjórnvalda að taka sérstakt tillit til barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.Vísir/vilhelm Vilji stjórnvalda skýr Áslaug Arna greindi frá áformunum á Facebook-síðu sinni. Hún segist vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í að stytta málsmeðferð slíkra mála en undirstrikar þó að þetta sé hámarkstími. Málsmeðferð eigi almennt að taka styttri tíma. „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr: Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd,“ skrifar Áslaug Arna. Fyrir helgi hafi þingmannanefnd um málefni útlendinga fundað um stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu og nefndin muni fylgja þeirri vinnu eftir. Á vef Stjórnarráðsins segir að dómsmálaráðherra hafi heimild á grundvelli 23. greinar laga um útlendinga að setja í reglugerð nánari ákvæði um málsmeðferð Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og lögreglu. Ráðherra sé því heimilt að mæla nánar fyrir um málsmeðferðartíma. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. 1. febrúar 2020 23:00 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun kynna áform um styttingu hámarkstíma málsmeðferðar í hælismálum þar sem börn eiga í hlut. Tíminn færi þá úr átján mánuðum niður í sextán og hefur nú þegar verið ákveðið að fresta brottvísun barna í málum þar sem málsmeðferð hefur tekið lengri tíma en sextán mánuði. Með þessu verður Muhammed Zohair Faisal og foreldrum hans ekki vísað úr landi. Valur Grettisson, blaðamaður og talsmaður fjölskyldunnar, segir þau hafa fengið fregnirnar nú fyrir skömmu. „Við fengum símtal um þetta fyrir örstuttu síðan. Þá er búið að breyta reglum þannig að ríkisstjórnin mun ekki vísa fjölskyldum úr landi sem hafa verið hér lengur en í sextán mánuði,“ segir Valur í samtali við Vísi. Hann segir fjölskylduna orðlausa. „Við vorum bara að fá fréttirnar, við erum bara á Horninu að fá okkur pizzu. Hér erum við bara að faðmast og fagna.“ Hann segir niðurstöðuna mikið gleðiefni. Fjölskyldan sé ekki einungis orðin nátengd landinu heldur sé Muhammed Íslendingur og þekki ekkert annað. „Það má óska Íslendingum til hamingju með fyrsta Nóbelsverðlaunahafann sinn í eðlisfræði,“ segir Valur. Mikill fjöldi fólks kom saman á samstöðufundi í Vesturbæjarskóla fyrr í dag þar sem brottvísun fjölskyldunnar var mótmælt. Þá höfðu hátt í átján þúsund manns skrifað undir undirskriftalista þar sem óskað var eftir því að þeim yrði ekki vísað úr landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það skýran vilja stjórnvalda að taka sérstakt tillit til barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd.Vísir/vilhelm Vilji stjórnvalda skýr Áslaug Arna greindi frá áformunum á Facebook-síðu sinni. Hún segist vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í að stytta málsmeðferð slíkra mála en undirstrikar þó að þetta sé hámarkstími. Málsmeðferð eigi almennt að taka styttri tíma. „Vilji löggjafans og stjórnvalda er skýr: Taka ber sérstakt tillit til hagsmuna barna við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd,“ skrifar Áslaug Arna. Fyrir helgi hafi þingmannanefnd um málefni útlendinga fundað um stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu og nefndin muni fylgja þeirri vinnu eftir. Á vef Stjórnarráðsins segir að dómsmálaráðherra hafi heimild á grundvelli 23. greinar laga um útlendinga að setja í reglugerð nánari ákvæði um málsmeðferð Útlendingastofnunar, kærunefndar útlendingamála og lögreglu. Ráðherra sé því heimilt að mæla nánar fyrir um málsmeðferðartíma.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. 1. febrúar 2020 23:00 Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira
Foreldrar skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun sjö ára drengs: UNICEF vill að meira sé horft til Barnasáttmála SÞ í málum barna Fulltrúar foreldra og starfsfólks í Réttindaráði Vesturbæjarskóla skora á stjórnvöld að stöðva brottvísun hins sex ára Muhammed Zohair Faisal og fjölskyldu hans. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Pakistan næsta mánudag en hún hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár og hefur Muhammed gengið í Vesturbæjarskóla. 1. febrúar 2020 23:00
Mikil samstaða með Muhammed og fjölskyldu í Vesturbæjarskóla Mikill fjöldi fólks kom saman í Vesturbæjarskóla í dag til þess að mótmæla fyrirhugaðri brottvísun Muhammed Zohair Faisal og foreldra hans. 2. febrúar 2020 16:04