Segir ekki þingmanni sæmandi að saka heila atvinnugrein um glæpastarfsemi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 20:00 Félag atvinnurekenda segir þingmann Sjálfstæðisflokksins bera heila atvinnugrein þungum og órökstuddum sökum með því að segja blómaheildsala stunda misnotkun og smygl. Ásakanirnar séu þingmanninum ekki til sóma og réttast væri að hann bæðist afsökunar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti færslu á Facebook síðu sinni í vikunni þar sem hann segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Kallaði hann eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist undrandi yfir þessum ummælum Haraldar.Sjá einnig: Heildsalar hafi beitt blekkingum og brotið reglur við innflutning á blómum „Ég get ekki útilokað að það hafi verið farið á svig við reglur í einhverjum tilvikum, en að bera það í rauninni á alla atvinnugreinina án þess að nefna rök eða dæmi er býsna bratt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Blómaverslun í landinu hafi árum saman kvartað undan háum tollum sem oft leggist á tegundir sem séu ekki einu sinni ræktaðar á Íslandi að sögn Ólafs. „Við í samstarfi við 25 fyrirtæki í blómaverslun skrifuðum fjármálaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu bréf, fórum fram á endurskoðun, fórum á fund, þar eru þessi mál rædd fram og aftur. Þessu er vel tekið,“ segir Ólafur. Það erindi eigi ekkert skylt við meinta brotastarfsemi en Haraldur segir í færslu sinni að hann telji eðlilegt að upplýsa um slíkt áður en ráðist verði í breytingar á starfsskilyrðum blómaframleiðenda. Ólafur tekur þó undir að rétt sé að rannsaka það ef uppi er grunur um brot á lögum og reglum. „Það er bara eins og í öðru. Ef það er ekki farið eftir lögum landsins þá á að upplýsa það og beita þeim refsingum sem við eiga. En að halda því fram að heil atvinnugrein stundi glæpastarfsemi, það er bara ekki sæmandi þingmanni. Það er svo einfalt mál,“ segir Ólafur. Alþingi Landbúnaður Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Félag atvinnurekenda segir þingmann Sjálfstæðisflokksins bera heila atvinnugrein þungum og órökstuddum sökum með því að segja blómaheildsala stunda misnotkun og smygl. Ásakanirnar séu þingmanninum ekki til sóma og réttast væri að hann bæðist afsökunar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti færslu á Facebook síðu sinni í vikunni þar sem hann segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Kallaði hann eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist undrandi yfir þessum ummælum Haraldar.Sjá einnig: Heildsalar hafi beitt blekkingum og brotið reglur við innflutning á blómum „Ég get ekki útilokað að það hafi verið farið á svig við reglur í einhverjum tilvikum, en að bera það í rauninni á alla atvinnugreinina án þess að nefna rök eða dæmi er býsna bratt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Blómaverslun í landinu hafi árum saman kvartað undan háum tollum sem oft leggist á tegundir sem séu ekki einu sinni ræktaðar á Íslandi að sögn Ólafs. „Við í samstarfi við 25 fyrirtæki í blómaverslun skrifuðum fjármálaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu bréf, fórum fram á endurskoðun, fórum á fund, þar eru þessi mál rædd fram og aftur. Þessu er vel tekið,“ segir Ólafur. Það erindi eigi ekkert skylt við meinta brotastarfsemi en Haraldur segir í færslu sinni að hann telji eðlilegt að upplýsa um slíkt áður en ráðist verði í breytingar á starfsskilyrðum blómaframleiðenda. Ólafur tekur þó undir að rétt sé að rannsaka það ef uppi er grunur um brot á lögum og reglum. „Það er bara eins og í öðru. Ef það er ekki farið eftir lögum landsins þá á að upplýsa það og beita þeim refsingum sem við eiga. En að halda því fram að heil atvinnugrein stundi glæpastarfsemi, það er bara ekki sæmandi þingmanni. Það er svo einfalt mál,“ segir Ólafur.
Alþingi Landbúnaður Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira