Juventus í engum vandræðum með Fiorentina | Ronaldo enn sjóðheitur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2020 13:15 De Ligt og Ronaldo skoruðu mörk Juventus í dag. vísir/getty Juventus, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, átti í engum vandræðum er Fiorentina kom í heimsókn í dag. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en á 39. mínútu var dæmd vítaspyrna eftir að Fabrizio Pasqua, dómari leiksins, fór í hinn margumrædda skjá. Á endanum fór Cristiano Ronaldo á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Er þetta níundi leikurinn í röð sem hann skorar í. Var þetta eina mark fyrri hálfleiks en á 79. mínútu endurtók sagan sig. Vítaspyrna dæmd þökk sé myndbandsdómgæslu, Ronaldo á punktinn og knötturinn í netið. Staðan orðin 2-0 og ljóst að Fiorentina voru ekki að fara fá neitt úr þessum leik. Hollenska ungstirnið Matthijs De Ligt skoraði svo þriðja mark meistaranna með góðum skalla eftir hornspyrnu á 90. mínutu. Staðan orðin 3-0 og þar við sat. Juventus eykur þar með forystu sína á toppi deildarinnar í sex stig en Inter Milan eiga leik í kvöld gegn Udinese. Ítalski boltinn
Juventus, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, átti í engum vandræðum er Fiorentina kom í heimsókn í dag. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en á 39. mínútu var dæmd vítaspyrna eftir að Fabrizio Pasqua, dómari leiksins, fór í hinn margumrædda skjá. Á endanum fór Cristiano Ronaldo á vítapunktinn og skoraði af öryggi. Er þetta níundi leikurinn í röð sem hann skorar í. Var þetta eina mark fyrri hálfleiks en á 79. mínútu endurtók sagan sig. Vítaspyrna dæmd þökk sé myndbandsdómgæslu, Ronaldo á punktinn og knötturinn í netið. Staðan orðin 2-0 og ljóst að Fiorentina voru ekki að fara fá neitt úr þessum leik. Hollenska ungstirnið Matthijs De Ligt skoraði svo þriðja mark meistaranna með góðum skalla eftir hornspyrnu á 90. mínutu. Staðan orðin 3-0 og þar við sat. Juventus eykur þar með forystu sína á toppi deildarinnar í sex stig en Inter Milan eiga leik í kvöld gegn Udinese.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti