Hefja undirbúning Landspítala fyrir mögulegt smit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2020 11:20 Æ algengara er nú orðið að sjá erlenda ferðamenn hér á landi bera grímur fyrir vitum sér. Vísir/Vilhelm Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Þar segir einni að þjóðaröryggisráð hafi í gær komið saman á upplýsingafundi vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra einnig fram tvö minnisblöð vegna veirunnar á ríkisstjórnarfundi í gær. Annað minnisblaðið frá Landlækni, og hitt frá Landspítalanum. Minnisblað Landlæknis er frá síðasta mánudegi, en staðan tíunduð og farið yfir opinber viðbrögð. Þar kemur fram að lengi hafi legið fyrir að Landspítalann vantaði aðstöðu til að taka á móti sjúklingum með smitsjúkdóma, beint inn í einangrun á bráðamóttöku. Upp hefur komið sú hugmynd að ráða úr þeim vanda með viðbyggingu eða gámi. Í minnisblaðinu leggur Landlæknir þá til að vinna við slíka viðbyggingu hefjist sem fyrst og verði hraðað eins og kostur er. Minnisblað Landspítalans er síðan á fimmtudag. Þar segir að Kórónaveirufaraldurinn sem nú geisar í Kína sé „raunveruleg ógn“ og að nauðsynlegt sé að undirbúa spítalann fyrir móttöku veikra einstaklinga. Þar er sömuleiðis vísað í tillögur um aðstöðu til að taka á mót sjúklingum með grun um smit. Talið er að uppsetning gámaeiningar, sem þjónað gæti slíku hlutverki, myndi kosta um sex milljónir króna og taka tvær vikur. Fréttablaðið greinir frá því að undirbúningur fyrir slíkar framkvæmdir sé þegar hafinn. Þá gerir minnisblað Landspítalans grein fyrir frumtillögu að viðbyggingu við einangrunarstofur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Aðkoma í þær yrði utan frá. Byggingaryfirvöld skoða nú tillöguna, sem talið er að geti náð fram að ganga á fjórum mánuðum og kosta um 70 milljónir króna. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Þar segir einni að þjóðaröryggisráð hafi í gær komið saman á upplýsingafundi vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirunnar. Þá lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra einnig fram tvö minnisblöð vegna veirunnar á ríkisstjórnarfundi í gær. Annað minnisblaðið frá Landlækni, og hitt frá Landspítalanum. Minnisblað Landlæknis er frá síðasta mánudegi, en staðan tíunduð og farið yfir opinber viðbrögð. Þar kemur fram að lengi hafi legið fyrir að Landspítalann vantaði aðstöðu til að taka á móti sjúklingum með smitsjúkdóma, beint inn í einangrun á bráðamóttöku. Upp hefur komið sú hugmynd að ráða úr þeim vanda með viðbyggingu eða gámi. Í minnisblaðinu leggur Landlæknir þá til að vinna við slíka viðbyggingu hefjist sem fyrst og verði hraðað eins og kostur er. Minnisblað Landspítalans er síðan á fimmtudag. Þar segir að Kórónaveirufaraldurinn sem nú geisar í Kína sé „raunveruleg ógn“ og að nauðsynlegt sé að undirbúa spítalann fyrir móttöku veikra einstaklinga. Þar er sömuleiðis vísað í tillögur um aðstöðu til að taka á mót sjúklingum með grun um smit. Talið er að uppsetning gámaeiningar, sem þjónað gæti slíku hlutverki, myndi kosta um sex milljónir króna og taka tvær vikur. Fréttablaðið greinir frá því að undirbúningur fyrir slíkar framkvæmdir sé þegar hafinn. Þá gerir minnisblað Landspítalans grein fyrir frumtillögu að viðbyggingu við einangrunarstofur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Aðkoma í þær yrði utan frá. Byggingaryfirvöld skoða nú tillöguna, sem talið er að geti náð fram að ganga á fjórum mánuðum og kosta um 70 milljónir króna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira