Tveir menn ákærðir fyrir áratugagamalt morðið á Jam Master Jay Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 08:03 Jam Master Jay er hér til hægri á myndinni sem tekin var á Grammy verðlaunahátíðinni árið 1988. Í miðunni er Darryl „DMC“ McDaniels og Joseph „Run“ Simmons er lengst til vinstri. Saman mynduðu þeir hljómsveitina Run-DMC. AP/Mark Lennihan Saksóknarar í New York í Bandaríkjunum hafa ákært tvo menn fyrir morðið á listamanninum víðfræga, Jam Master Jay, úr Run-DMC. Hann var myrtur árið 2002 og hafa morðingjar hans aldrei fundist. Saksóknarar segja nú að Jay, plötusnúður og pródúsent, sem hét í raun Jason Mizell, hafi verið myrtur af tveimur mönnum úr hverfi hans. Þeir hafi setið fyrir honum vegna kókaínviðskipta. Mennirnir sem sagðir eru hafa myrt Jay eru Ronald Washington, sem er 56 ára gamall og situr í fangelsi fyrir fjölda rána sem hann framdi á flótta undan lögreglu eftir morðið, og Karl Jordan Jr. Sá er 36 ára gamall og hefur hann einnig verið ákærður fyrir að selja kókaín árið 2017. Saksóknarar segja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, að Washington hafi á þessum tíma búið með Jay og sofið á sófa hans. Hann og Jordan hafi myrt Jay eftir að sá síðastnefndi fór framhjá þeim í fíkniefnaviðskiptum sínum. Mennirnnir tveir eru sagðir hafa farið inn í upptökuver Jay. Þar hafi Washington þvingað fólk til að leggjast niður á meðan Jordan skaut Jay í höfuðið. Báðir voru grímuklæddir þegar morðið var framið. „Þeir myrtu hann í köldu blóði,“ sagði saksóknarinn Seth DuCharme á blaðamannafundi í gær. Jay myndaði hljómsveitina Run-DMC með Joseph „Run“ Simmons og Darryl „DMC“ McDaniel á níunda áratug síðustu aldar. Þeir urðu frægir fyrir lög eins og It's Tricky og Walk This Way, sem þeir gerðu með hljómsveitinni Aerosmith. Hljómsveitin spilaði ítrekað á tónleikum gegn fíkniefnaneyslu og var Jay þekktur fyrir opinbera andstöðu sína við fíkniefni. Nú segja saksóknarar þó að hann hafi flutt mikið magn af kókaíni til New York um árabil. Bandaríkin Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Saksóknarar í New York í Bandaríkjunum hafa ákært tvo menn fyrir morðið á listamanninum víðfræga, Jam Master Jay, úr Run-DMC. Hann var myrtur árið 2002 og hafa morðingjar hans aldrei fundist. Saksóknarar segja nú að Jay, plötusnúður og pródúsent, sem hét í raun Jason Mizell, hafi verið myrtur af tveimur mönnum úr hverfi hans. Þeir hafi setið fyrir honum vegna kókaínviðskipta. Mennirnir sem sagðir eru hafa myrt Jay eru Ronald Washington, sem er 56 ára gamall og situr í fangelsi fyrir fjölda rána sem hann framdi á flótta undan lögreglu eftir morðið, og Karl Jordan Jr. Sá er 36 ára gamall og hefur hann einnig verið ákærður fyrir að selja kókaín árið 2017. Saksóknarar segja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, að Washington hafi á þessum tíma búið með Jay og sofið á sófa hans. Hann og Jordan hafi myrt Jay eftir að sá síðastnefndi fór framhjá þeim í fíkniefnaviðskiptum sínum. Mennirnnir tveir eru sagðir hafa farið inn í upptökuver Jay. Þar hafi Washington þvingað fólk til að leggjast niður á meðan Jordan skaut Jay í höfuðið. Báðir voru grímuklæddir þegar morðið var framið. „Þeir myrtu hann í köldu blóði,“ sagði saksóknarinn Seth DuCharme á blaðamannafundi í gær. Jay myndaði hljómsveitina Run-DMC með Joseph „Run“ Simmons og Darryl „DMC“ McDaniel á níunda áratug síðustu aldar. Þeir urðu frægir fyrir lög eins og It's Tricky og Walk This Way, sem þeir gerðu með hljómsveitinni Aerosmith. Hljómsveitin spilaði ítrekað á tónleikum gegn fíkniefnaneyslu og var Jay þekktur fyrir opinbera andstöðu sína við fíkniefni. Nú segja saksóknarar þó að hann hafi flutt mikið magn af kókaíni til New York um árabil.
Bandaríkin Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira