Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hefur Barcelona fest kaup á danska framherjanum Martin Braithwaite frá Leganés.
EXCLUSIVA MD
— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) February 19, 2020
Martin Braithwaite, fichado: El Barça comunica a LaLiga que mañana depositará los 18 millones de su cláusula de rescisión https://t.co/TOHNnQAHwIpic.twitter.com/ZYi7LN1Yfa
Vegna meiðsla Ousmanés Dembélé og Luis Suárez fékk Barcelona undanþágu frá spænska knattspyrnusambandinu til að kaupa framherja og Braithwaite varð fyrir valinu.
Talið er að Barcelona hafi borgað um 15 milljónir punda fyrir Braithwaite. Hann verður kynntur til leiks hjá Barcelona á morgun.
Braithwaite verður fimmti Daninn sem spilar fyrir Barcelona á eftir Allan Simonsen, Michael Laudrup, Ronnie Eklund og Thomas Christiansen.
Á þessu tímabili hefur Braithwaite skorað átta mörk í 20 leikjum fyrir Leganés. Hann lék um tíma með Middlesbrough en gerði engar rósir hjá liðinu. Í 40 leikjum með Boro skoraði Braithwaite aðeins níu mörk.
Braithwaite hefur leikið 39 landsleiki fyrir Danmörku og skorað sjö mörk.