Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 13:20 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. Hún hefur kallað eftir upplýsingum frá stofnuninni. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði á fundi sínum um morgun um skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2018 um verklag og starfshætti Útlendingastofnunar. „Við vorum að fylgja því eftir hvað hafi verið gert til þess að bregðast við þeim athugasemdum sem fram komu í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starf stofnunarinnar,“ segir Þórhildur Sunna. „Að mínu mat þá mætti nú spýta talsvert í lófana og það vantar ennþá töluvert uppá að það sé skýrt hvaða verkreglum stofnunin er að fylgja þegar hún er að taka ákvarðanir í málum.“ Það sé jákvætt að vinna hafi farið fram til að bregðast við athugasemdum en á sama tíma sé það hvorki aðgengilegt umsækjendum né almenningi hvað í þeirri vinnu felist að sögn Þórhildar Sunnu. „Sömuleiðis þá vantar greinilega ennþá upp á framtíðarstefnumótun og að það geti farið fram einhvers konar mat á því hvernig starfsemi stofnunarinnar verður til framtíðar.“ Ali á vantrausti að verkferlar liggi ekki fyrir Mál Maní Shahidi, sautján ára transpilts frá Íran, hefur vakið mikla athygli. Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni hans frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í máli hans og fjölskyldu hans. Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað aftur vísað til Portúgal. Þórhildur Sunna segir mál Maní ekki hafa verið meginviðfangsefni fundarins en það hafi borist í tal. „Ég spurði alla veganna sérstaklega út í hvort það væri gagnger stefna stjórnvalda að huga sérstaklega að viðkvæmum hópum eins og LGBTI ungmennum eða LGBTI hópum og það virðist ekki vera að það hafi farið fram einhver heildstæð stefnumótun um það þótt að einstaka kvótaflóttamenn hafi kannski fengið leyfi hér á þeim forsendum.“ Foreldrar Manís, þau Shokoufa og Ardeshir Shahidi, fyrir utan forsætisráðuneytið í gær þegar þau fengu fregnir af því að engin breyting hefði orðið á máli fjölskyldunnar.Vísir/egill Ekki sé til staðar sérstök stefna innan stofnunarinnar til að huga sérstaklega að þessum hópi. Það ali að hennar mati á vantrausti að ekki liggi fyrir hvaða verkferlum sé verið að fylgja í þeim efnum. „Það er kannski einna helst sá lærdómur gagnvart málinu hans Maní sem að ég dró af þessum fundi, þótt hann varðaði ekki málið hans Maní beint, var einmitt þetta. Að við vitum ekki hvaða verklagsreglum Útlendingastofnun er að fylgja þegar kemur að svona málum og það hjálpar þá ekki þegar Útlendingastofnun er að segja að öllum ferlum hafi verið fylgt, að við höfum ekki aðgang að þeim reglum,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna "alvarlegrar andlegrar vanheilsu“ 16. febrúar 2020 22:57 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. Hún hefur kallað eftir upplýsingum frá stofnuninni. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallaði á fundi sínum um morgun um skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2018 um verklag og starfshætti Útlendingastofnunar. „Við vorum að fylgja því eftir hvað hafi verið gert til þess að bregðast við þeim athugasemdum sem fram komu í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starf stofnunarinnar,“ segir Þórhildur Sunna. „Að mínu mat þá mætti nú spýta talsvert í lófana og það vantar ennþá töluvert uppá að það sé skýrt hvaða verkreglum stofnunin er að fylgja þegar hún er að taka ákvarðanir í málum.“ Það sé jákvætt að vinna hafi farið fram til að bregðast við athugasemdum en á sama tíma sé það hvorki aðgengilegt umsækjendum né almenningi hvað í þeirri vinnu felist að sögn Þórhildar Sunnu. „Sömuleiðis þá vantar greinilega ennþá upp á framtíðarstefnumótun og að það geti farið fram einhvers konar mat á því hvernig starfsemi stofnunarinnar verður til framtíðar.“ Ali á vantrausti að verkferlar liggi ekki fyrir Mál Maní Shahidi, sautján ára transpilts frá Íran, hefur vakið mikla athygli. Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni hans frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í máli hans og fjölskyldu hans. Að óbreyttu verður fjölskyldunni vísað aftur vísað til Portúgal. Þórhildur Sunna segir mál Maní ekki hafa verið meginviðfangsefni fundarins en það hafi borist í tal. „Ég spurði alla veganna sérstaklega út í hvort það væri gagnger stefna stjórnvalda að huga sérstaklega að viðkvæmum hópum eins og LGBTI ungmennum eða LGBTI hópum og það virðist ekki vera að það hafi farið fram einhver heildstæð stefnumótun um það þótt að einstaka kvótaflóttamenn hafi kannski fengið leyfi hér á þeim forsendum.“ Foreldrar Manís, þau Shokoufa og Ardeshir Shahidi, fyrir utan forsætisráðuneytið í gær þegar þau fengu fregnir af því að engin breyting hefði orðið á máli fjölskyldunnar.Vísir/egill Ekki sé til staðar sérstök stefna innan stofnunarinnar til að huga sérstaklega að þessum hópi. Það ali að hennar mati á vantrausti að ekki liggi fyrir hvaða verkferlum sé verið að fylgja í þeim efnum. „Það er kannski einna helst sá lærdómur gagnvart málinu hans Maní sem að ég dró af þessum fundi, þótt hann varðaði ekki málið hans Maní beint, var einmitt þetta. Að við vitum ekki hvaða verklagsreglum Útlendingastofnun er að fylgja þegar kemur að svona málum og það hjálpar þá ekki þegar Útlendingastofnun er að segja að öllum ferlum hafi verið fylgt, að við höfum ekki aðgang að þeim reglum,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30 Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16 Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna "alvarlegrar andlegrar vanheilsu“ 16. febrúar 2020 22:57 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum Það er ekki æskilegt að ráðherra taki geðþóttaákvörðun í einstaka málum umsækjenda um alþjóðlega vernd að mati dómsmálaráðherra. 17. febrúar 2020 16:30
Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15
Segir háttsemi stjórnvalda ekki hafna yfir gagnrýni Claudie Ashonie Wilson, lögmaður íranskrar fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í dag, segir enn óvissu ríkja um rétt fjölskyldunnar til dvalar hér á landi. 17. febrúar 2020 19:16
Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Lögregla mun ekki vísa Maní Shahidi, sautján ára gömlum trans-pilti, úr landi í fyrramállið eins og stóð til. Maní hefur verið lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna "alvarlegrar andlegrar vanheilsu“ 16. febrúar 2020 22:57