Sport

Ryan Newman vakandi og getur talað eftir áreksturinn hræðilega

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Newman og bíllinn hans í árekstrinum.
Ryan Newman og bíllinn hans í árekstrinum. Samsett/Getty

Bandaríski ökumaðurinn Ryan Newman lifði af hræðilegan árekstur í Daytona 500 kappakstrinum á mánudaginn og nú berast betri fréttir af ástandi hans.

Ryan Newman er enn á spítalanum en hann er vakandi og getur talað við fjölskyldu sína og lækna.

Roush Fenway Racing, lið Ryan Newman, sendi frá sér tilkynningu um stöðuna á honum og þakkaði líka fyrir öll allar kveðjurnar og innilegu skilaboðin sem hann hefur fengið.



Ryan Newman er 42 ára gamall en hann og eiginkona hans, Krissie Newman, eiga tvær dætur saman, þær Brooklyn og Ashlyn Olivia. Aðeins nokkrum dögum fyrir slysið höfðu þau Ryan og Krissie aftur á móti tilkynnt að þau væru að skilja eftir sextán ára hjónaband.

Ryan Newman var í forystu á síðasta hring í Daytona 500 kappakstrinum þegar hann annar bíll fór aftan í hann og snéri honum með skelfilegum afleiðingum.

Bílinn sem var á 322 kílómetra hraða fór á flug áður en annar bíll keyrði inn í hann. Bílinn endaði öfugur, mjög illa farinn og alelda.

Ryan Newman var fluttur á Halifax Medical sjúkrahúsið í Daytona Beach og óttast var um líf hans í fyrstu. Fljótlega fréttist þó af því að Newman væri ekki í lífshættu.

Hér fyrir neðan má sjá þennan rosalega árekstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×