Bloomberg nú með næstmestan stuðning á eftir Sanders Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2020 23:30 Michael Bloomberg hlýtur að vera ánægður með þessar fregnir. Vísir/Ap Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. Könnunin var framkvæmd á landsvísu og kannaði stuðning skráðra Demókrata og óháðra til forsetaefna Demókrataflokksins. 25% svarenda sögðust styðja Bernie Sanders, 17% Michael Bloomberg, 13% Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, 11% Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, 9% öldungadeildarþingmanninn Elizabeth Warren og 5% öldungadeildarþingmanninn Amy Klobuchar. Sanders hefur aukið forskot sitt í forvali Demókrata í Bandaríkjunum síðustu daga og vikur ef marka má kannanir. Athygli vekur hins vegar að Bloomberg, sem er fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, mælist nú með meiri stuðning en Joe Biden sem naut lengst framan af mests stuðnings innan flokksins. Fylgi Bloomberg hefur vakið athygli stjórnmálagreinanda vestanhafs í ljósi þess að hann bættist mjög seint í hóp frambjóðenda og tók ekki þátt í fyrstu fjórum forvölum flokksins. Bloomberg hefur í stað þess frekar beint sjónum sínum að stærri ríkjum og nýtt þar gífurleg auðæfi sín í kosningabaráttunni. Talið er að kosningaframboð hans hafi nú keypt auglýsingar að andvirði þrjú hundruð milljóna Bandaríkjadala. Telja spekingar að hann reyni nú að staðsetja sig sem öruggan valkost miðjumanna í flokknum sem séu andsnúnir róttækari stefnu Bernie Sanders. Samkvæmt tölum sem teknar voru saman af Axios hefur kosningaframboð Bloomberg eytt hátt í þrisvar sinnum hærri upphæð í auglýsingar frá upphafi síðasta árs en allir aðrir frambjóðendur flokksins til samans. Þá hafa forsvarsmenn framboðsins sagt ítrekað að þeir muni verja „hverju sem þarf“ til þess að sigra Donald Trump Bandaríkjaforseta í komandi forsetakosningum í nóvember næstkomandi. Á morgun mun Bloomberg taka þátt í kappræðum forsetaefna flokksins í fyrsta sinn. Má fastlega reikna með því að margir andstæðingar hans muni halda uppteknum hætti og saka hann um að nýta gríðarleg auðæfi sín til þess að komast til valda. Sitjandi forseti hefur sömuleiðis gert fjárútlát Bloomberg að umtalsefni sínu á Twitter en þess má minnast að hann ætti sjálfur að kannast við þá gagnrýni sem nú beinist að hinum fyrrverandi borgarstjóra. .....Mini is illegally buying the Democrat Nomination. They are taking it away from Bernie again. Mini Mike, Major Party Nominations are not for sale! Good luck in the debate tomorrow night and remember, no standing on boxes!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 18, 2020 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. Könnunin var framkvæmd á landsvísu og kannaði stuðning skráðra Demókrata og óháðra til forsetaefna Demókrataflokksins. 25% svarenda sögðust styðja Bernie Sanders, 17% Michael Bloomberg, 13% Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, 11% Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, 9% öldungadeildarþingmanninn Elizabeth Warren og 5% öldungadeildarþingmanninn Amy Klobuchar. Sanders hefur aukið forskot sitt í forvali Demókrata í Bandaríkjunum síðustu daga og vikur ef marka má kannanir. Athygli vekur hins vegar að Bloomberg, sem er fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, mælist nú með meiri stuðning en Joe Biden sem naut lengst framan af mests stuðnings innan flokksins. Fylgi Bloomberg hefur vakið athygli stjórnmálagreinanda vestanhafs í ljósi þess að hann bættist mjög seint í hóp frambjóðenda og tók ekki þátt í fyrstu fjórum forvölum flokksins. Bloomberg hefur í stað þess frekar beint sjónum sínum að stærri ríkjum og nýtt þar gífurleg auðæfi sín í kosningabaráttunni. Talið er að kosningaframboð hans hafi nú keypt auglýsingar að andvirði þrjú hundruð milljóna Bandaríkjadala. Telja spekingar að hann reyni nú að staðsetja sig sem öruggan valkost miðjumanna í flokknum sem séu andsnúnir róttækari stefnu Bernie Sanders. Samkvæmt tölum sem teknar voru saman af Axios hefur kosningaframboð Bloomberg eytt hátt í þrisvar sinnum hærri upphæð í auglýsingar frá upphafi síðasta árs en allir aðrir frambjóðendur flokksins til samans. Þá hafa forsvarsmenn framboðsins sagt ítrekað að þeir muni verja „hverju sem þarf“ til þess að sigra Donald Trump Bandaríkjaforseta í komandi forsetakosningum í nóvember næstkomandi. Á morgun mun Bloomberg taka þátt í kappræðum forsetaefna flokksins í fyrsta sinn. Má fastlega reikna með því að margir andstæðingar hans muni halda uppteknum hætti og saka hann um að nýta gríðarleg auðæfi sín til þess að komast til valda. Sitjandi forseti hefur sömuleiðis gert fjárútlát Bloomberg að umtalsefni sínu á Twitter en þess má minnast að hann ætti sjálfur að kannast við þá gagnrýni sem nú beinist að hinum fyrrverandi borgarstjóra. .....Mini is illegally buying the Democrat Nomination. They are taking it away from Bernie again. Mini Mike, Major Party Nominations are not for sale! Good luck in the debate tomorrow night and remember, no standing on boxes!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 18, 2020
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15
Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00