Hinn geysivinsæli liður Hvað ertu að gera, maður? var að sjálfsögðu á sínum stað í Seinni bylgjunni í gær.
Henry Birgir Gunnarsson, Jóhann Gunnar Einarsson og Logi Geirsson gerðu upp síðustu umferðir í bæði Olís-deild karla og kvenna.
Hvað ertu að gera, maður? var sýnt undir lok þáttarins og þar mátti sjá meðal annars nokkur atriði úr Eyjum sem og skemmtileg tungusvipbrigði Jóhanns Gunnars.
Allt innslagið má sjá hér að ofan.

