Sá fræjum með nýrri námsbraut í sviðslistum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 13:35 Frá vinstri: Vala Fannell verkefnastjóri, Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdarstjóri Menningarfélag Akureyrar, Jón Már Héðinsson skólameistari MA, Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Alma Oddgeirsdóttir áfangastjóri MA. MAK/Auðunn Níelsson Nemendum Menntaskólans á Akureyri mun eftir ár standa til boða nám í sviðslistum. Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segir samfélagið vaknað til vitundar um mikilvægi skapandi greina. Undirbúningur fyrir nýja námsbraut í Menntaskólanum á Akureyri, kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir, er hafinn. Vonir standa til að strax á næsta ári gefist nemendum kostur á sviðslistanáminu. Námsbrautin er sérstakt samstarfsverkefni M.A. og Leikfélags Akureyrar. Marta Nordal, leikhússtjóri, segir að í samfélagi örra tæknibreytinga, öðlist skapandi greinar jafnvel mikilvægari sess en áður. „Mér fannst þetta strax mjög spennandi af því við viljum teygja okkur út í samfélagið og hafa áhrif á yngra fólk, glæða áhuga þeirra á leikhúsi og auka fagmennsku og fagþekkingu. Við höfum verið í góðu samstarfi við M.A. hingað til þannig að við sáum mikið tækifæri. Þetta yrði þá í fyrsta skiptið sem leikhús kemur beint að svona braut. Það er búið að setja á laggirnar tvær svona brautir í Reykjavík; í Garðabæ og Borgarholtsskóla. Það er þessi þróun sem er búin að eiga sér stað núna á undanförnum árum að fólk er að átta sig á því hvað skapandi hugsun hefur mikil áhrif og skiptir miklu máli.“ Áhersla verður meðal annars lögð á leiklist, dans, tónlist, tækni og hönnun. Vala Fannell, er verkefnastjóri brautarinnar en hún verður líka áfram starfsmaður L.A. „Hún var okkar fyrsti kostur en hún hefur verið að vinna mikið í slíku, í listkennslu og að kenna í leiklistaskóla Leikfélags Akureyrar og er leikstjóri og hefur mikinn áhuga á þessu þannig að hún var fengin í verkið og hún hefur verið að móta deildina með þeim í MA. Það sem við sáum í þessu var líka að geta nýtt sér þekkingu leikhússins. Það sem er svo skemmtilegt er að geta tengt hið praktíska við námið.“ Gæti þetta ekki haft gagnverkandi áhrif? Gætu ekki sprottið upp úr þessu námi sviðslistafólk framtíðarinnar? „Jú, alveg klárlega. Þarna erum við að sá fræjum; að glæða áhugann. Og fólk sem hugsanlega fer að leggja þetta fyrir sig mun átta sig á því að svo margt er felst í leikhúsinu. Þú getur farið í svo margar áttir innan leikhússins, ég er viss um að margt fólk sem hugsanlega hefði kannski farið úr bænum til að fara í menntaskóla annars staðar eða hefur þröngar hugmyndir um hvað leikhús er, þá opnast gáttir. Hugsanlega gæti þetta fólk átt heima í leikhúsinu,“ segir Marta. Hún kveðst sannfærð um að samstarfið við M.A. muni hafa gagnverkandi áhrif og að ávinningur þess sé mikill fyrir báðar stofnanir. Bæði áhorfendur og listamenn framtíðarinnar muni spretta úr náminu. Akureyri Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Nemendum Menntaskólans á Akureyri mun eftir ár standa til boða nám í sviðslistum. Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segir samfélagið vaknað til vitundar um mikilvægi skapandi greina. Undirbúningur fyrir nýja námsbraut í Menntaskólanum á Akureyri, kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir, er hafinn. Vonir standa til að strax á næsta ári gefist nemendum kostur á sviðslistanáminu. Námsbrautin er sérstakt samstarfsverkefni M.A. og Leikfélags Akureyrar. Marta Nordal, leikhússtjóri, segir að í samfélagi örra tæknibreytinga, öðlist skapandi greinar jafnvel mikilvægari sess en áður. „Mér fannst þetta strax mjög spennandi af því við viljum teygja okkur út í samfélagið og hafa áhrif á yngra fólk, glæða áhuga þeirra á leikhúsi og auka fagmennsku og fagþekkingu. Við höfum verið í góðu samstarfi við M.A. hingað til þannig að við sáum mikið tækifæri. Þetta yrði þá í fyrsta skiptið sem leikhús kemur beint að svona braut. Það er búið að setja á laggirnar tvær svona brautir í Reykjavík; í Garðabæ og Borgarholtsskóla. Það er þessi þróun sem er búin að eiga sér stað núna á undanförnum árum að fólk er að átta sig á því hvað skapandi hugsun hefur mikil áhrif og skiptir miklu máli.“ Áhersla verður meðal annars lögð á leiklist, dans, tónlist, tækni og hönnun. Vala Fannell, er verkefnastjóri brautarinnar en hún verður líka áfram starfsmaður L.A. „Hún var okkar fyrsti kostur en hún hefur verið að vinna mikið í slíku, í listkennslu og að kenna í leiklistaskóla Leikfélags Akureyrar og er leikstjóri og hefur mikinn áhuga á þessu þannig að hún var fengin í verkið og hún hefur verið að móta deildina með þeim í MA. Það sem við sáum í þessu var líka að geta nýtt sér þekkingu leikhússins. Það sem er svo skemmtilegt er að geta tengt hið praktíska við námið.“ Gæti þetta ekki haft gagnverkandi áhrif? Gætu ekki sprottið upp úr þessu námi sviðslistafólk framtíðarinnar? „Jú, alveg klárlega. Þarna erum við að sá fræjum; að glæða áhugann. Og fólk sem hugsanlega fer að leggja þetta fyrir sig mun átta sig á því að svo margt er felst í leikhúsinu. Þú getur farið í svo margar áttir innan leikhússins, ég er viss um að margt fólk sem hugsanlega hefði kannski farið úr bænum til að fara í menntaskóla annars staðar eða hefur þröngar hugmyndir um hvað leikhús er, þá opnast gáttir. Hugsanlega gæti þetta fólk átt heima í leikhúsinu,“ segir Marta. Hún kveðst sannfærð um að samstarfið við M.A. muni hafa gagnverkandi áhrif og að ávinningur þess sé mikill fyrir báðar stofnanir. Bæði áhorfendur og listamenn framtíðarinnar muni spretta úr náminu.
Akureyri Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira