Fundi Eflingar og borgarinnar lokið en aftur fundað á morgun Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 11:28 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ávarpar hér Eflingarfólk í Ráðhúsinu á dögunum. vísir/emb Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. Fundurinn hófst klukkan 10, en þetta var fyrsti fundur samninganefndanna í 11 daga. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að fundi loknum að ætlunin sé að hittast aftur á morgun. Nefndirnar séu í „mikilvægum samtölum“ sem stendur og verður staðan á því „hvar þær séu staddar“ tekin aftur á fundi morgundagsins. Hún vildi ekki fara út í það hvort nýtt tilboð hefði verið lagt fram á fundi nefndanna í dag. „Við erum bara að fara yfir einstök mál og sjá fleti á því hvernig má klára kjarasamninginn,“ segir Harpa. „Á meðan við tölum saman þá færumst við alltaf nær.“Var þetta góður fundur? „Það er alltaf góður fundur þegar við erum að hittast og reyna að nálgast það markmið að klára kjarasamning,“ segir Harpa. Útfærðar hugmyndir kynntar Efling sendi að sama skapi frá sér tilkynningu að fundi loknum þar sem fram kemur að þar hafi samninganefnd félagsins lagt fram „útfærðar hugmyndir að lausn deilunnar.“ Innihald þeirra verði þó ekki kynnt að svo stöddu. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur. Er þetta í þriðja sinn sem samninganefnd Eflingar leggur fram tillögur til lausnar á deilunni,“ segir jafnframt í tilkynningu Eflingar. Á meðan ekki er búið að undirrita umræddan kjarasamning heldur ótímabundið verkfall Eflingarfólks í borginni áfram. Verkfallið nær til allra leikskólabarna hjá borginni og hefur einnig mikil áhrif á velferðarþjónustu borgarinnar, en notendur hennar eru 1.650 manns. Eftir því sem verkfallið lengist mun það hafa áhrif á sorphirðu í Reykjavík og aðra umhirðu borgarlandsins. Um 1.850 manns í Eflingu starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56 Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. 17. febrúar 2020 21:44 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar lauk í húsakynnum Ríkisáttasemjara núna um klukkan 11:30, án samkomulags. Fundurinn hófst klukkan 10, en þetta var fyrsti fundur samninganefndanna í 11 daga. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, segir í samtali við fréttastofu að fundi loknum að ætlunin sé að hittast aftur á morgun. Nefndirnar séu í „mikilvægum samtölum“ sem stendur og verður staðan á því „hvar þær séu staddar“ tekin aftur á fundi morgundagsins. Hún vildi ekki fara út í það hvort nýtt tilboð hefði verið lagt fram á fundi nefndanna í dag. „Við erum bara að fara yfir einstök mál og sjá fleti á því hvernig má klára kjarasamninginn,“ segir Harpa. „Á meðan við tölum saman þá færumst við alltaf nær.“Var þetta góður fundur? „Það er alltaf góður fundur þegar við erum að hittast og reyna að nálgast það markmið að klára kjarasamning,“ segir Harpa. Útfærðar hugmyndir kynntar Efling sendi að sama skapi frá sér tilkynningu að fundi loknum þar sem fram kemur að þar hafi samninganefnd félagsins lagt fram „útfærðar hugmyndir að lausn deilunnar.“ Innihald þeirra verði þó ekki kynnt að svo stöddu. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur. Er þetta í þriðja sinn sem samninganefnd Eflingar leggur fram tillögur til lausnar á deilunni,“ segir jafnframt í tilkynningu Eflingar. Á meðan ekki er búið að undirrita umræddan kjarasamning heldur ótímabundið verkfall Eflingarfólks í borginni áfram. Verkfallið nær til allra leikskólabarna hjá borginni og hefur einnig mikil áhrif á velferðarþjónustu borgarinnar, en notendur hennar eru 1.650 manns. Eftir því sem verkfallið lengist mun það hafa áhrif á sorphirðu í Reykjavík og aðra umhirðu borgarlandsins. Um 1.850 manns í Eflingu starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56 Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. 17. febrúar 2020 21:44 Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra. 18. febrúar 2020 07:56
Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli Ríkissáttasemjari hefur boðað til sáttafundar í deilunni í fyrramálið. Verkfallssjóður Eflingar getur staðið undir mjög löngu verkfalli. 17. febrúar 2020 21:44
Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar skollið á Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hófst nú á miðnætti. Ekki hefur verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilunni. 17. febrúar 2020 00:01