Stjörnuleikur NBA deildarinnar fór fram í nótt. Þar var sýnt stórbrotið myndband til minningar um Kobe Bryant sem tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Dr. Dre setti saman. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Dr. Dre eða Andre Romelle Young var meðlimur hljómsveitarinnar N.W.A á árum áður. Síðan sveitin lagði upp laupana hefur hann verið einn virtasti upptökustjóri bandarísku tónlistarsenunnar og þá var hann einn af stofnendum Beats heyrnatólanna sem Apple keypti fyrir þrjá milljarða bandaríkja dala árið 2014.
Stjörnuleiknu sjálfum lauk með 157-155 sigri Lebron James og samherja hans. Þá var Kawhi Leonard valinn besti leikmaður leiksins og fékk því Kobe Bryant verðlaunin fyrstur allra en þau verðlaun fær sá leikmaður sem er kosinn bestur í leiknum.
— NBA on TNT (@NBAonTNT) February 16, 2020
Dr. Dre delivers an epic tribute to Kobe Bryant.
@GibsonHazard | @Jackson_Bannon pic.twitter.com/o0Id018aEs