Innlent

Hvöss norð­austan­átt og gular við­varanir í gildi

Atli Ísleifsson skrifar
Búist er við snjókomu eða slyddu með köflum norðanlands.
Búist er við snjókomu eða slyddu með köflum norðanlands.

Veðurstofan spáir norðaustanátt í dag, víða 8 til 15 metrum á sekúndu, en 15 til 23 norðvestantil framan af degi. Búast má við snjókomu eða slyddu með köflum norðanlands, en þurrt og yfirleitt bjart suðvestan- og vestanlands. Hiti verður víðast hvar nálægt frostmarki.

Búið er að gefa út gular viðvaranir á norðvestanverðu landinu, en þær renna úr gildi er líður á daginn.

„Norðaustan 8-15 m/s og él norðanlands í fyrramálið, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Snýst í suðlæga átt 5-13 undir kvöld, með éljum um landið sunnan- og vestanvert, en styttir upp fyrir norðan. Það verður frostlaust við suðurströndina, en frost annars 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.

Síðdegis á miðvikudag gengur svo í austan og norðaustan hvassviðri eða storm, með talsverðri snjókomu og síðar rigningu sunnan- og austanlands,“ segir í tilkynningunni.

Gular viðvaranir eru í gildi en þær renna úr gildi er líður á daginn.veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Norðaustan 8-15 m/s og él norðanlands, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Snýst í suðlæga átt 5-13 síðdegis, með éljum um landið sunnan- og vestanvert, en styttir upp fyrir norðan. Frostlaust við S-ströndina, en frost annars 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum NA-lands.

Á miðvikudag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él, en gengur í austan hvassviðri eða storm eftir hádegi með snjókomu og síðar rigningu S- og A-lands. Hlýnandi veður.

Á fimmtudag: Norðaustan hvassviðri eða stormur NV-lands, en annars hægari. Snjókoma á N-verðu landinu, slydda austast, en úrkomulítið SV-til. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag: Norðaustlæg átt og él eða dálítil snjókoma á N-verðu landinu, en yfirleitt þurrt syðra. Víða vægt frost.

Á laugardag: Fremur hæg breytileg átt með snjókomu eða éljum, en þurrviðri norðanlands. Kólnandi veður.

Á sunnudag: Útlit fyrir vestlæga átt með éljum S- og V-til. Áfram kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×