Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2020 12:22 Mikið hefur mætt á starfsmönnum RARIK að gera við rafmagnslínur í röð óveðra sem hefur gengið yfir landið í vetur. Rarik.is Fárviðrið sem gekk yfir landið síðastliðinn föstudag er enn ein áminningin um þörfina á uppbyggingu á flutnings- og dreifikerfi raforku hér á landi. Forstjóri RARIK segir að mögulega þyrfti að grípa til gjaldskrárhækkana til að standa undir framkvæmdunum ef ríkið stígur ekki inn í með aukaframlag. Í gærkvöldi tókst Landsneti að koma Hellulínu 1 aftur í rekstur sem gerði það að verkum að ekki var lengur þörf á að skammta rafmagni á Suðurlandi. Þar eiga allir að vera komnir með rafmagn. Sumir fá þó rafmagn með varaafli. Viðgerðir á kerfinu munu standa yfir næstu daga og vikur og má því búast við rafmagnstruflunum á því svæði því kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma á meðan viðgerð stendur. Í sveitarfélaginu Hornafirði standa enn yfir viðgerðir og búast má við rafmagnstruflunum á meðan þeim stendur. Óveðrið gerði það að verkum að 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslausir. Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsnets, sagði á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun að áhrifin hafa verið mun meiri en búist var við. Hann og Tryggvi Haraldsson, forstjóri RARIK, sögðu að halda þyrfti áfram uppbyggingu kerfisins. „Við höfum hjá RARIK verið að endurnýja dreifikerfið okkar. Við höfum lagt um tvöhundruð kílómetra af strengjum á hverju ári en það er gríðarlega umfangsmikið kerfi, þetta eru um níu þúsund kílómetrar og þó að við séum að leggja tvö hundruð kílómetra og eigum þrjú þúsund kílómetra eftir eru þetta fimmtán ár,“ sagði Tryggvi. Ef þeirri uppbyggingu verður flýtt kallar það á aukið fjármagn. „Vandinn er dálítið sá að ef við flýtum því erum við að magna upp þörf fyrir hækkun á gjaldskrá í dreifbýlinu vegna þess að þetta kerfi er allt í dreifbýlinu og aukin fjárfesting þar kallar á þörf á gjaldskrárhækkun þar. Nóg er nú samt,“ sagði forstjóri RARIK. Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Fárviðrið sem gekk yfir landið síðastliðinn föstudag er enn ein áminningin um þörfina á uppbyggingu á flutnings- og dreifikerfi raforku hér á landi. Forstjóri RARIK segir að mögulega þyrfti að grípa til gjaldskrárhækkana til að standa undir framkvæmdunum ef ríkið stígur ekki inn í með aukaframlag. Í gærkvöldi tókst Landsneti að koma Hellulínu 1 aftur í rekstur sem gerði það að verkum að ekki var lengur þörf á að skammta rafmagni á Suðurlandi. Þar eiga allir að vera komnir með rafmagn. Sumir fá þó rafmagn með varaafli. Viðgerðir á kerfinu munu standa yfir næstu daga og vikur og má því búast við rafmagnstruflunum á því svæði því kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma á meðan viðgerð stendur. Í sveitarfélaginu Hornafirði standa enn yfir viðgerðir og búast má við rafmagnstruflunum á meðan þeim stendur. Óveðrið gerði það að verkum að 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslausir. Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsnets, sagði á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun að áhrifin hafa verið mun meiri en búist var við. Hann og Tryggvi Haraldsson, forstjóri RARIK, sögðu að halda þyrfti áfram uppbyggingu kerfisins. „Við höfum hjá RARIK verið að endurnýja dreifikerfið okkar. Við höfum lagt um tvöhundruð kílómetra af strengjum á hverju ári en það er gríðarlega umfangsmikið kerfi, þetta eru um níu þúsund kílómetrar og þó að við séum að leggja tvö hundruð kílómetra og eigum þrjú þúsund kílómetra eftir eru þetta fimmtán ár,“ sagði Tryggvi. Ef þeirri uppbyggingu verður flýtt kallar það á aukið fjármagn. „Vandinn er dálítið sá að ef við flýtum því erum við að magna upp þörf fyrir hækkun á gjaldskrá í dreifbýlinu vegna þess að þetta kerfi er allt í dreifbýlinu og aukin fjárfesting þar kallar á þörf á gjaldskrárhækkun þar. Nóg er nú samt,“ sagði forstjóri RARIK.
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira