Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið frábærlega af stað í búningi AC Milan á Ítalíu og hún skoraði í 4-0 sigri liðsins á Tavagnacco í dag.
Leikið var á heimavelli Tavagnacco og skoraði Berglind þriðja mark leiksins.
77'
— AC Milan (@acmilan) February 15, 2020
GOOOL MILAN!
Thorvaldsdottir si invola verso Capelletti e la supera con un tocco preciso #TavagnaccoMilan 0-3#SerieAFemminile#FollowTheRossonerepic.twitter.com/VDIXCG1134
Berglind hefur nú skorað fimm mörk í fyrstu fimm leikjum sínum fyrir Milan og er næstmarkahæst í liðinu eftir að hafa komið til þess að láni frá Breiðabliki í síðasta mánuði.