Castillion vann mál gegn FH Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 10:48 Geoffrey Castillion gekk illa að láta ljós sitt skína í búningi FH. vísir/bára Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion leitaði til KSÍ vegna vangreiddra launa frá FH þegar hann var leikmaður félagsins. Þetta kemur fram í ársskýrslu samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ sem tók málið fyrir. Þar segir að ágreiningur hafi verið á milli FH og Castillion um hvort að FH hefði haft heimild til að draga af honum laun þegar hann dvaldist í Hollandi. Castillion kvaðst hafa þurft að yfirgefa Ísland þar sem hann hafi verið án húsnæðis eftir að hafa verið vísað af hóteli sem hann dvaldi á, en FH var skuldbundið til að útvega honum húsnæði. Nefndin sagði þær skýringar FH að félagið hefði verið búið að útvega annað hótel ekki skipta máli, þar sem að engin gögn sönnuðu að Castillion hefði verið tilkynnt um það tímanlega. FH-ingar töldu að Castillion yrði að mæta á æfingar til að fá laun en þegar hann hélt til Hollands var lið FH farið af landi brott í æfingaferð, og því gat hann ekki mætt á æfingar hjá liðinu. Castilion var svo reiðubúinn að koma aftur til Íslands og mæta á æfingar ef FH útvegaði honum húsnæði og flugmiða, eins og ákvæði voru um í samningi. Niðurstaða nefndar var því að FH bæri að greiða Castillion laun vegna þess tímabils sem hann krafðist. Ekki kemur fram um hve langt tímabil var að ræða. Castillion var leikmaður FH í tvö ár, frá febrúar 2018 til 2020, en var lánaður til Víkings R. og Fylkis á þeim tíma. Hann er núna leikmaður Persib Bandung í Indónesíu. Niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar má lesa hér að neðan:Ágreiningur aðila takmarkaðist við það hvort FH hefði haft heimild, samkvæmt samningi aðila, til að draga af launum GC þann tíma sem GC dvaldist í Hollandi. Eins og fram kemur í gögnum málsins þá sendi framkvæmdastjóri FH iMessage á GC þar sem fram kom að hann þyrfti að mæta til æfinga til þess að eiga rétt á launum. Þeim skilaboðum svaraði GC á þann hátt að hann hafi þurft að yfirgefa landið þar sem hann hafi verið án húsnæðis. Hann væri reiðubúinn að koma til baka og mæta á æfingar að því tilskyldu að FH útvegaði honum húsnæði og flugmiða, eins og ákvæði voru um í samningi aðila. FH bar, samkvæmt samningi aðila, að útvega GC íbúð á Íslandi á samningstímanum. Þegar GC var vísað af hóteli því sem hann hafði dvalið á, án þess að fá leiðbeiningar um nýjan dvalarstað, var það ekki talið ómálefnalegt af honum að hafa haldið af landi brott. Sér í lagi í ljósi þess að aðallið FH var við æfingar erlendis og samkvæmt samningi aðila skyldi hann einungis æfa með aðalliði FH. Skýringar FH þess efnis að félagið hafi verið búið að útvega annað hótel skipta ekki máli, þar sem gögn hafa ekki verið lögð fram um að GC hafi verið tilkynnt um það tímanlega. SF lítur svo á, í ljósi samskipta, að skylda hafi hvílt á FH, sem vinnuveitanda, að standa við samninginn við GC hvað varðar útvegun húsnæðis og flugmiða, jafnframt því að gera honum ljóst, þannig að ekki færi á milli mála, til hvers var ætlast af honum sem leikmaður FH. SF metur samskipti á milli aðila þannig að FH hafi ekki uppfyllt skyldur sínar í þessum efnum. Við þær aðstæður var ekki unnt að ætlast til þess af GC að hann kæmi til landsins og til æfinga, eins og byggt er af hálfu FH. Með vísan til þessa er það niðurstaða nefndarinnar að FH beri að greiða GC laun vegna þess tímabils sem hann krafðist. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion leitaði til KSÍ vegna vangreiddra launa frá FH þegar hann var leikmaður félagsins. Þetta kemur fram í ársskýrslu samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ sem tók málið fyrir. Þar segir að ágreiningur hafi verið á milli FH og Castillion um hvort að FH hefði haft heimild til að draga af honum laun þegar hann dvaldist í Hollandi. Castillion kvaðst hafa þurft að yfirgefa Ísland þar sem hann hafi verið án húsnæðis eftir að hafa verið vísað af hóteli sem hann dvaldi á, en FH var skuldbundið til að útvega honum húsnæði. Nefndin sagði þær skýringar FH að félagið hefði verið búið að útvega annað hótel ekki skipta máli, þar sem að engin gögn sönnuðu að Castillion hefði verið tilkynnt um það tímanlega. FH-ingar töldu að Castillion yrði að mæta á æfingar til að fá laun en þegar hann hélt til Hollands var lið FH farið af landi brott í æfingaferð, og því gat hann ekki mætt á æfingar hjá liðinu. Castilion var svo reiðubúinn að koma aftur til Íslands og mæta á æfingar ef FH útvegaði honum húsnæði og flugmiða, eins og ákvæði voru um í samningi. Niðurstaða nefndar var því að FH bæri að greiða Castillion laun vegna þess tímabils sem hann krafðist. Ekki kemur fram um hve langt tímabil var að ræða. Castillion var leikmaður FH í tvö ár, frá febrúar 2018 til 2020, en var lánaður til Víkings R. og Fylkis á þeim tíma. Hann er núna leikmaður Persib Bandung í Indónesíu. Niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar má lesa hér að neðan:Ágreiningur aðila takmarkaðist við það hvort FH hefði haft heimild, samkvæmt samningi aðila, til að draga af launum GC þann tíma sem GC dvaldist í Hollandi. Eins og fram kemur í gögnum málsins þá sendi framkvæmdastjóri FH iMessage á GC þar sem fram kom að hann þyrfti að mæta til æfinga til þess að eiga rétt á launum. Þeim skilaboðum svaraði GC á þann hátt að hann hafi þurft að yfirgefa landið þar sem hann hafi verið án húsnæðis. Hann væri reiðubúinn að koma til baka og mæta á æfingar að því tilskyldu að FH útvegaði honum húsnæði og flugmiða, eins og ákvæði voru um í samningi aðila. FH bar, samkvæmt samningi aðila, að útvega GC íbúð á Íslandi á samningstímanum. Þegar GC var vísað af hóteli því sem hann hafði dvalið á, án þess að fá leiðbeiningar um nýjan dvalarstað, var það ekki talið ómálefnalegt af honum að hafa haldið af landi brott. Sér í lagi í ljósi þess að aðallið FH var við æfingar erlendis og samkvæmt samningi aðila skyldi hann einungis æfa með aðalliði FH. Skýringar FH þess efnis að félagið hafi verið búið að útvega annað hótel skipta ekki máli, þar sem gögn hafa ekki verið lögð fram um að GC hafi verið tilkynnt um það tímanlega. SF lítur svo á, í ljósi samskipta, að skylda hafi hvílt á FH, sem vinnuveitanda, að standa við samninginn við GC hvað varðar útvegun húsnæðis og flugmiða, jafnframt því að gera honum ljóst, þannig að ekki færi á milli mála, til hvers var ætlast af honum sem leikmaður FH. SF metur samskipti á milli aðila þannig að FH hafi ekki uppfyllt skyldur sínar í þessum efnum. Við þær aðstæður var ekki unnt að ætlast til þess af GC að hann kæmi til landsins og til æfinga, eins og byggt er af hálfu FH. Með vísan til þessa er það niðurstaða nefndarinnar að FH beri að greiða GC laun vegna þess tímabils sem hann krafðist.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu