Varað við auknum líkum á sjávarflóðum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2020 07:45 Sjór gekk á land í Garði í gær. Jóhann Issi Hallgrímsson Auknar líkur eru á sjávarflóðum um landið sunnan- og austanvert í dag vegna lágs loftþrýstings og mikils áhlaðanda og brims. Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Suðurland, Vestfirði og Suðausturland vegna austlægs hvassviðris eða storms í kringum hádegið. Útlit er fyrir áframhaldandi vonskuveður víða um landið í dag í kjölfar krapprar lægðar sem olli usla í gær. Spáð er vaxandi austan- og norðaustan átt með 13-20 metrum á sekúndu en hvassara veðri um tíma norðvestantil og syðst á landinu. Víða verður snjókoma, slydda eða rigning með köflum. Úrkomulítið verður þó suðvestanlands. Á Suðurlandi tekur gul viðvörun gildi klukkan 11:00. Varað er við austan hvassviðri eða stormi með 15-25 metrum á sekúndu. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll. Einkum gæti orðið hvasst undir Eyjafjöllum og varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Þá er talið að eldingar geti fylgt veðrinu og mikið brim við ströndina. Á Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11:30. Þar er einnig spáð hvassviðri eða stormi með 18-25 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu í fyrstu en síðan hægari vindi austast. Varað er við snörpum hviðum undir við fjöll, einkum í Mýrdal og í Öræfum. Á Vestfjörðum tekur gul viðvörun gildi klukkan 13:00 í dag. Þar er varað við hvassviðri eða stormi með vindhraða á bilinu 15-25 metrum á sekúndu, hvössustu á fjallvegum. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Í athugasemd veðurfræðings Veðurstofu Íslands frá því í morgun var varað sérstaklega við hættunni á sjávarflóðum. Sjór gekk sums staðar á land í óveðrinu í gær og olli meðal annars skemmdum á íbúðarhúsum í Garði og á golfvellinum í Grindavík. Draga á úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Á sunnudag er áfram spáð austlægri átt, víða 5-13 metrum á sekúndu í fyrramálið með dálitlum éljum með suðausturströndinni og á Vestfjörðum. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fleiri fréttir Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Sjá meira
Auknar líkur eru á sjávarflóðum um landið sunnan- og austanvert í dag vegna lágs loftþrýstings og mikils áhlaðanda og brims. Gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Suðurland, Vestfirði og Suðausturland vegna austlægs hvassviðris eða storms í kringum hádegið. Útlit er fyrir áframhaldandi vonskuveður víða um landið í dag í kjölfar krapprar lægðar sem olli usla í gær. Spáð er vaxandi austan- og norðaustan átt með 13-20 metrum á sekúndu en hvassara veðri um tíma norðvestantil og syðst á landinu. Víða verður snjókoma, slydda eða rigning með köflum. Úrkomulítið verður þó suðvestanlands. Á Suðurlandi tekur gul viðvörun gildi klukkan 11:00. Varað er við austan hvassviðri eða stormi með 15-25 metrum á sekúndu. Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll. Einkum gæti orðið hvasst undir Eyjafjöllum og varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Þá er talið að eldingar geti fylgt veðrinu og mikið brim við ströndina. Á Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11:30. Þar er einnig spáð hvassviðri eða stormi með 18-25 metrum á sekúndu og talsverðri rigningu í fyrstu en síðan hægari vindi austast. Varað er við snörpum hviðum undir við fjöll, einkum í Mýrdal og í Öræfum. Á Vestfjörðum tekur gul viðvörun gildi klukkan 13:00 í dag. Þar er varað við hvassviðri eða stormi með vindhraða á bilinu 15-25 metrum á sekúndu, hvössustu á fjallvegum. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Í athugasemd veðurfræðings Veðurstofu Íslands frá því í morgun var varað sérstaklega við hættunni á sjávarflóðum. Sjór gekk sums staðar á land í óveðrinu í gær og olli meðal annars skemmdum á íbúðarhúsum í Garði og á golfvellinum í Grindavík. Draga á úr vindi og úrkomu í kvöld og nótt. Á sunnudag er áfram spáð austlægri átt, víða 5-13 metrum á sekúndu í fyrramálið með dálitlum éljum með suðausturströndinni og á Vestfjörðum.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fleiri fréttir Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Sjá meira